Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is, Kristján Einarsson, símar 456 4560 og 848 3403, kristjan@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X Spurningin Kvíðir þú skammdeginu? Alls svöruðu 413. Já sögðu 80 eða 19% Nei sögðu 333 eða 81% Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Helgarveðrið Horfur á föstudag: Vestlæg eða breytileg átt. Væta um vestan- og norðanvert landið en annars úrkomulítið. Hiti 5-13 stig. Horfur á laugardag: Norðanátt og rigning um mest allt land. Hiti 5-12 stig, hlýjast sunnanlands. Horfur á sunnudag: Norðanátt og rigning norðan- og aust- anlands en annars skýjað með köflum. Hiti 5-14 stig, hlýjast sunnanlands. Ritstjórnargrein Hættum þrefinu Mengun af rækjuúrgangi og viðurstyggileg fýla frá Kampa Veruleg mengun er í Skutuls- firði af rækjuskel og úrgangi frá rækjuvinnslunni Kampa ehf. að Sindragötu 1 á Ísafirði ásamt ill- vígri fýlu. Annars vegar kemur mengunin beint úr frárennsli vinnslunnar og hins vegar er full- yrt að rækjuskel sé sturtað í sjóinn af Hnífsdalsbryggju. Finnur Magnússon sem búsettur er við Sundstræti ekki langt frá rækju- vinnslu Kampa segir að lyktin sé alveg óbærileg og hafi verið það undanfarið. „Ég meira að segja vaknaði við þessa fýlu eina nótt- ina. Ég hef verið að ræða við fólk hérna í kring og það eru allir sammála um að það sé ekki hægt að búa við þetta til lengdar.“ Annar íbúi við Sundstræti segir að rækjuskel frá vinnslunni sé þar í fjörunni. „Það er ferleg pest af þessu enda er þetta að rotna í fjörunni.“ „Í víkinni hér fyrir innan höf- um við iðulega séð rækjuskel, til dæmis núna í vikunni. Það leynir sér ekki neitt. Við höfum heyrt að þeir sturti hér fram af bryggj- unni. Við höfum ekki orðið vör við eins mikið af þessu og núna kringum síðustu helgi“, segir starfsmaður hjá Hraðfrystihús- inu-Gunnvöru við Hnífsdals- bryggju. Kajakræðari sem fór út á fjörð fyrir nokkrum dögum kveðst hafa fengið ósómann framan í sig í pusinu. Hjá Heilbrigðiseftirliti Vest- fjarða könnuðust menn ekki við neinar kvartanir eða ábendingar vegna þessa máls núna undan- farið og vissu ekki til þess að málið væri þar á borðum. Hins vegar segir bæjarfulltrúi í Ísa- fjarðarbæ að hann hafi fyrr í sum- ar komið persónulegri ábendingu til eftirlitsins um mikla rækjuskel í fjörunni og vonda lykt. Albertína Friðbjörg Elíasdótt- ir, formaður umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar, telur að mál sem þetta heyri fyrst og fremst undir heilbrigðiseftirlitið en ekki nefnd- ina og hafi ekki komið til um- fjöllunar hjá henni. „Það hefur enginn kvartað til okkar en þetta er hins vegar auðvitað mjög óheppilegt.“ – hlynur@bb.is Íbúar í næsta nágrenni við Kampa eru orðnir þreyttir á ástandinu. Bæjarins besta fagnaði samkomulaginu um yfirtöku sveitarfélag- anna á málefnum fatlaðra á komandi ári. Vart leikur vafi á að nið- urstaða málsins grundvallaðist á sátt samningsaðila um auka hlut- deild sveitarfélaga í skatttekjum, í formi útsvars. Þá hafði ákvæðið um endurmat á yfirfærslunni 2014 sitt að segja. Minnug grunnskól- ans á þar við hið fornkveðna að brent barn forðast eldinn. Í þessu sambandi var haft eftir Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga: ,,Við höfum verið að koma á fjárhagsramma við erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu en við teljum okkur vera búin að ná lendingu. – Ég tel að þetta sé yfirfærsla á jafnræðisgrundvelli með hagsmuni skjólstæðinganna í huga.“ Eng- um blöðum er um að fletta að BB taldi þessi orð formanns samtaka sveitarfélaga boða aukinn skilning milli ríkis og sveitarfélaga um skiptingu þjóðarkökunnar. Land væri fyrir stafni. Vart er þó lendingu náð því fyrr í mánuðinum var haft eftir formanninum að of mikið þref í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga væri ríkjandi; jafnframt að þörf væri fyrir meiri aga í fjármálum sveitarfélaga og að því væri unnið í nýju frumvarpi, um breytingar á sveitarstjórnar- lögum, sem lagt verður fram á haustþingi. Fjármál sveitarfélaga hafa verið, eru og verða erfið. Síauknar kröfur um þjónustuhlutverk þeirra kalla á æ meira fjármagn, sem óhjákvæmilega dregur úr möguleikum til framkvæmda, sem engu síður kunna að vera nauðsynlegar. Þörfin fyrir nýjum og tryggum tekjustofnum brennur því hvað mest á flestum sveitarfélögum. Þak á heimild sveitarstjórna til að skuldsetja sveitarfélögin er eitt af því sem nú er til umræðu varðandi fjármál þeirra. Ekki er ólíklegt að til þessa verði horft fyrr en seinna með lagasetningu. Umdeilt mál, en segja má að til þess séu vítin að varast þau. Bæjarins besta hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að lítið hafi farið fyrir sanngirni í samskiptum ríkis og sveitarfélaga hvað við- víkur skiptingu skatttekna eftir að útsvar og og tekjuskattur runnu saman í einn skattstofn við innheimtu. Nægir í því sambandi að benda á þær afleiðingar sem flutningur grunnskólans hefur haft á fjárhag margra sveitarfélaga. Eflaust man einhver eftir kennara- verkfalli nokkru eftir að flutningur grunnskólans átti sér stað, og ,,framlagi“ ríkisvaldsins til lausnar þeirrar erfiðu deilu: Okkur kemur þetta ekkert við, þið hafið tekið við skólanum! Vonandi er að þrefið, sem formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga hefur réttilega vakið athygli á að ríkt hefur milli ríkis og bæja, fari að tilheyra fortíðinni. s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.