Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 9 pota með priki að leita að því hvort peningar hefðu dottið nið- ur. En peningar sáust nú ekki mikið, ég held að flestir hafi verið í reikningsverslun og því ekki borgað jafn óðum. Pabbi var sjómaður og það var ekki alltaf hægt að fá pláss á sjó. Hann var því oft án atvinnu og þá var lítið til heima. Þá var ekk- ert um tryggingar og atvinnu- bætur eða neitt svoleiðis. Mamma eignaðist prjónavél mjög snemma og pabbi lærði líka að prjóna. Hann gat því hjálpað til en mamma prjónaði fyrir fólk, en eins og ég sagði áðan fékkst ekkert tilbúið. Pabbi prjónaði líka sjóvettlinga í höndunum.“ Sungið í rökkrinu Jana hóf skólagöngu sína 9 ára gömul. „Það var ekki skólaskylda eins og hún er núna. Þegar ég byrjaði í skóla voru börn skólaskyld 9 ára en höfðu verið 10 ára áður. Pabbi var þá búinn að kenna mér að lesa og reikna þannig að ég var ekki ólæs þegar ég byrjaði í skóla. Kennararnir í barnaskólan- um voru mjög góðir og við krakk- arnir litum upp til þeirra. Þegar ég var þrettán ára var ég í efsta bekk og var færð upp ásamt þremur öðrum og var því ári yngri en ég átti að vera þegar ég byrjaði í gagnfræðaskóla. Við systkinin vorum sjö og við höfðum voðalega gaman af því að syngja. Við fundum ekkert fyrir fátæktinni. Þegar ég flutti yfir á Ísafjörð 5 ára gömul voru ekki komin rafmagnsljós, a.m.k. ekki þar sem ég átti heima. Við vorum því með lampaljós og sparlega þurfti að fara með olí- una. Þegar rökkrið kom vorum við rekin út að leika okkur því það mátti ekki kveikja strax. Ef veðrið var vont söfnuðumst við saman og sungum saman. Við kunnum svo voðalega falleg lög sem við höfðum lært í barnaskól- anum. Við lærðum milliraddir og allt við þetta. Þá var nú ekki sjónvarp eða útvarp í boði svo við þurftum að skemmta okkur sjálf. Á þessum tíma heyrðum mað- ur nánast aldrei í neinu hljóðfæri. Hér var þó bíó og sýndar þöglar myndir, þar var alltaf einhver stúlka sem spilaði undir á píanó. Maður fékk þó sjaldan að fara í bíó þar sem það voru ekki til pen- ingar. Við fórum þó oft á skemmt- anir hjá Hjálpræðishernum. Þar var bæði spilað á gítara og mandólín og það var svo gaman að heyra í hljóðfærunum. Annars voru í bænum kaffihús þar sem spilað var á píanó og maður heyrði aðeins óminn af því. Mamma lærði nú á orgel sem ung stúlka og spilaði á það í Eyrarkirkju í Seyðisfirði en þegar við fluttum á Ísafjörð fórum við í svo litla íbúð að selja þurfti orgelið. Það var ekki keypt nýtt fyrr en eftir átta ár þegar við flutt- um í stærri íbúð í Fjarðarstrætinu. Mikið óskaplega var gaman þeg- ar mamma fékk orgelið. Við krakkarnir höfðum svo gaman af því að heyra hana spila. Hún þurfti að æfa sig upp en hún var orðin stirð í höndunum, enda allt þvegið á bretti á þessum tíma. Þá voru ekki til neinar þvottavélar.“ Fór sjötug í tónlistarskóla Fjölskylda Jönu var og er enn mjög músíkölsk. „Ég spilaði þó ekki á neitt en fór reyndar í tónlistarskóla þegar ég var sjötug. Ég náði ekki nein- um hraða þar sem það er erfiðara að ná því eftir að maður er orðinn svona gamall, en ég gat þó lært lögin. Ég átti píanó þar sem dóttir mín var að læra og ákvað að fara í tónlistarskólann þegar ég væri hætt að vinna. Og ég lét verða af því. Ég hafði líka farið um vetur- tíma í tónfræði hjá Ragnari H. þegar ég var fimmtug. Það var mjög skemmtilegt.“ Jana hefur alltaf verið mikið fyrir að syngja. „Ég hef meira en hálfa ævina verið í kór. Ég gekk í Sunnukór- inn þegar ég var 18 ára og var í honum eins lengi og ég gat. Síðan var ég líka í kirkjukórnum. Þegar ég var sjötug fór ég með Sunnu- kórnum til Ungverjalands í ógleymanlega ferð. Þá var Beata Joó nýkomin til Ísafjarðar og hún stóð fyrir því að við fórum til Szeget, þar sem hún er fædd og uppalin. Annars fórum við hjónin ekki mikið til útlanda. Við fórum nokkrum sinnum til Noregs og Danmerkur en sólarlandaferðir heilluðu okkur aldrei. Við áttum sumarbústað í skóginum og vor- um þar á sumrin. Börnin hafa sérstaklega góðar minningar það- an. Þarna voru samankomnar heilu fjölskyldurnar en á þessum tíma unnu flestar konur ekki úti og börnin voru ekki á leikskóla eða neitt slíkt þannig að þau höfðu svo marga til að leika við inni í skógi. Við konurnar hitt- umst líka mjög mikið og þetta var voða skemmtilegt samfélag. Þetta var eins og ein fjölskylda.“ Jana hefur alltaf verið félags- lynd, auk þess að vera í kór var í til að mynda í bridgefélagi. Hún segir ýmislegt hafa verið gert til skemmtunar á Ísafirði er hún var ung. „Aðalskemmtunin var að fara á böll. Það voru alltaf böll einu sinni í viku. Þá voru engir barir, fólkið bara dansaði og þeir sem vildu fá sér að drekka voru með flösku á sér, eða vasapelafyllerí eins og það kallaðist. Fyrst þegar böllin byrjuðu var bara spilað á grammófón. Síðar fóru að koma fram harmónikku- leikarar og síðar maður sem spil- aði á píanó. Svo þegar hljóm- sveitirnar fóru að koma á sjónar- sviðið var dýrara á böllin. Svo voru einnig sett upp leikrit. Eitt sinn settu leikfélagið og kór- inn saman upp óperettuna Meyja- skemmuna. Það var mjög skemmti- legt. Það var því ýmislegt gert til skemmtunar.“ Að lokum segir Jana að henni finnist hún hafa verið mjög hepp- in á lífsleiðinni. „Ekki hafa verið mikil veikindi í mínu lífi og krakkarnir mínir hafa verið hraust. Svo á ég yndis- leg barnabörn og barnabarna- börn, og hvað er yndislegra en það,“ segir hún með bros á vör. – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.