Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010
Stjórnlagaþingið
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum
hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
Stakkur skrifar
Birta, Freyja, Eva Lind, Melkorka Ýr, Kristín Ósk og Sunna Karen í konungsgarðinum í Þrándheimi. Ljósmyndir: Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir.
Sungu fyrir krónprinsessu Noregs
Stúlkur úr stúlknakór Tónlist-
arskóla Ísafjarðar og tveir fyrrum
félagar kórsins, sem nú eru í kór
Menntaskólans á Ísafirði, héldu
í kórbúðir í Noregi í lok síðasta
mánaðar. Með í för var Bjarney
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir kór-
stjóri en hún situr fyrir hönd Ís-
lands í stjórn norrænu kórasam-
takanna Norbusang. Fulltrúi Nor-
egs í stjórninni kom að því að
kórinn fékk styrk til þess að fara
í búðirnar sem eru á vegum norsku
þjóðkirkjunnar og fóru fram í
Berkåk. Bjarney Ingibjörg sagði
okkur frá ferðinni.
„Þetta var alveg rosalega
skemmtileg ferð og tókst alveg
ofsalega vel í alla staði. Hún er
skipulögð af samtökunum Ung
Kirkesang. Við vorum aðallega
þarna til að syngja og fórum á
kóræfingar tvisvar á dag en svo á
milli var gert margt skemmtilegt
eins og að fara á hestbak, í kanó-
siglingar, að klifra klifurveggi, í
skógarferðir og ýmislegt. Við
fórum hins vegar tvisvar til
Þrándheims. Í annað skiptið fór-
um við til þess að taka þátt í
upphafi Ólafsvöku sem haldin er
þarna á þessum tíma og sungum
á stærðarinnar sviði á setningu
hátíðarinnar, en hátíðin er haldin
til heiðurs Ólafi helga sem inn-
leiddi kristni í Noregi. Við sáum
þarna margt skemmtilegt og þar
á meðal skrúðgöngu þar sem allir
voru í fullum skrúða og klæddir
upp eins og á tímum Ólafs helga.
Þarna sungum við fyrir norska
mennta- og menningarmálaráð-
herrann og krónprinsessan Mette-
Marit var þarna líka en athöfninni
var sjónvarpað í Noregi. Allir
krakkarnir í búðunum tóku þátt í
þessari athöfn, samtals 70 krakk-
ar, og við vorum síðasta atriðið á
þessari setningarathöfn. Tveimur
dögum seinna fórum við aftur til
smáar
Til sölu er ný og óopnuð Acer
Aspire 5740G fartölva. Selst
með verulegum afslætti. Uppl.
í síma 824 2404.
Til leigu er mjög góð, 2ja herb.
ca. 80m² íbúð á eyrinni á Ísafirði
í vetur. Stórar svalir. Leigist eð
eða án húsgagna. Upplýsingar
í síma 867 6657.
Fimm skipa-
komur eftir
Aðeins eiga þrjú skemmti-
ferðaskip eiga eftir að heim-
sækja Ísafjörð í sumar. Það
eru skipin Silver Cloud, sem
kemur tvisvar, Black Watch
sem kemur öðru sinni í sept-
ember og Ms Fram sem á
einnig tvær heimsóknir eftir.
Black Watch kemur aftur
í heimsókn 10. september
og Ms Fram kemur 12. og
22. september. Samtals hafa
skipakomur sumarsins verið
24 en þar af eru tvö skip sem
aðeins heimsóttu Vigur og
komu ekki við á Ísafirði.
Stjórnskrá Íslendinga er
afar mikilvæg og því miður hvern-
ig umræður um hana hafa oft verið með neikvæðum formerkjum
um að hún sé gamaldags og ekki í samræmi við óskir fólks.
Stjórnarskrá er ólík almennum lögum að því leyti að hún er leið-
beinandi um merkustu drættina í stjórnarfari ríkisins og þar á
meðal um réttindi þegnana og samskipti ríkis og þegna. Hún
batnar ekki við það að orðalag hennar verði með þeim hætti að
allir sem nota sms-mál geti sent skilaboð í anda hennar á þeirri
tungu sem þar tíðkast. Með þessu er ekki verið að gera lítið úr
þróun íslenskrar tungu hvort heldur er til góðs eða ills. Það er
sérstök ástæða til að koma því til skila að hlutverk stjórnarskrár er
afar mikið og stórt og henni er tæpast ætlað að taka mið af tísku-
sveiflum í lífi þjóðarinnar.
Þótt hér sé róið á þau mið að undirstrika hversu merkur réttur
fólks sem kenndur er við mannréttindi er má engan veginn
gleyma því að nútímafólk leggur mjög misjafnan skilning í það
hvert innihald þeirra réttinda er. Í sumum tilvikum taka menn sér
í munn orðið mannréttindi vegna ýmissa aðstæðna sem ekkert
eiga skylt við slík grundvallarréttindi fólks. Hér kann að ráða að
tengsl nútímamanna við söguna hafa rofnað og skilningur á því
hvers vegna stjórnarskrá Íslendinga er með þeim hætti sen raun
ber vitni. Hún á vissulega rætur að rekja til danakonungs, Kristjáns
IX., sem færði Íslendingum hana á ágústbyrjun 1874. Stofninn er
enn sterkur þó líta megi til breyttra aðstæðna síðustu 136 árin. En
breytingar hafa einkum verið gerðar í sambandi við kosningafyrir-
komulag, en einnig hefur kafla hennar sem varðar hin mikilvægu
mannréttindi verið breytt.
Margar nefndir hafa verið settar á fót til að endurskoða stjórn-
arskrána, en breytingar hafa fyrst og fremst orðið í þá átt sem hér
var nefnd. Við skyldum ekki gleyma því að Bretar eiga ekki
skráða stjórnarskrá, en leggja þó mikið upp úr mannréttindum.
Nú skal kosið til stjórnlagaþings. Hugmyndin er góð, en hvernig
á almennur borgari að geta boðið sig fram til setu og horfið frá
brauðstritinu í nokkurn tíma? Hættan er sú að auðvelt verði að
skipuleggja með nægu fé og fyrst og fremst eftir leiðum stjórn-
málaflokka hverjir eigi raunhæfa möguleika á því að ná kjöri. Þá
verður ekki um það að ræða að stjórnlagaþing endurspegli almenn
viðhorf. Að minnsta kosti er stór hætta á því. Til hvers er þá bar-
ist?
En fyrst og fremst má velta því fyrir sér á tímum nútímavæðingar
hvort þeir sem féllu fyrir hugmynd um stjórnlagaþing hafi
þarfagreint verkefnið. Ef menn vita ekki hvert á að halda þá
verður stefna ekki skýr. Stjórnarskráin er ekki leikfang, síst
þeirra sem hafa fé og völd til þess að taka þátt í leiknum. Almenn-
ingur kann að sitja hjá.