Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010
Umferðalagarbrotum fjölgaði
í umdæmi Lögreglunnar á Vest-
fjörðum í síðasta mánuði. Alls
voru skráð 64 brot í mánuðinum
samanborið við 49 í sama mánuði
á síðasta ári. Árið 2008 voru brot-
in hins vegar 87 í umdæminu.
Hegningarlagabrotum fækkaði
hins vegar milli ára. Í ár voru
ellefu slík brot skráð í júlí á móti
23 í fyrra og 19 árið 2008. Eitt
fíkniefnabrot var skráð hjá Lög-
reglunni á Vestfjörðum í síðasta
mánuði líkt og í fyrra. Árið 2008
voru þau hins vegar fjögur. Hegn-
ingarlagabrotum á landinu í heild
hefur fækkað en þau voru 1.158
í síðasta mánuði samanborið við
1.350 brot í júlí 2009. Umferðar-
lagabrotum fjölgaði hins vegar
og voru þau 6.433 talsins. Þau
hafa ekki verið fleiri síðustu sex
árin. Fíkniefnabrot voru alls 202
sem eru rúmlega helmingi fleiri
brot en árið á undan en þá voru
þau 89.
Í júlí voru flest hegningarlaga-
brot skráð hjá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu eða 839. Hjá
lögreglunni á Akureyri voru þau
53 og 52 hjá lögreglunni á Sel-
fossi en hegningarlagabrotum
fækkaði um 14% á milli ára. Um-
ferðalagabrotum fjölgaði um
10% á milli ára. Flest voru þau á
höfuðborgarsvæðinu eða 2.547
talsins en 1.263 hjá lögreglunni
á Selfossi. Hraðakstursbrot eru
80% allra umferðalagabrota en í
umdæmum þar sem hraðaksturs-
brot eru áberandi er hraðamynda-
vélar að finna. Fíkniefnabrot voru
202 í júlí en árið á undan voru
þau 89 og 161 árið 2008. Helm-
ingur brotanna var skráður hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu eða 102 talsins.
Þetta kemur fram í afbrotatöl-
fræði ríkislögreglustjóra fyrir
júlí. – kristjan@bb.is
Umferðalagabrotum fjölgar á Vestfjörðum
Yfir tvö hundruð manns starfa
við þekkingarsetur á Vestfjörðum
Rúmlega tvö hundruð manns
starfa við svokölluð þekkingar-
setur á Vestfjörðum og hefur
28% þeirra lokið meistara og/
eða doktorsnámi. Þar af eru 58
fastráðnir og 144 verkefnaráðnir.
Í fjórðungnum eru 24 starfsstöðv-
ar þekkingarsetra, langstærstur
hluti þekkingarsamfélagsins er á
Ísafirði með tíu starfsstöðvar og
42 stöðugildi. Þetta kemur fram
í áfangaskýrslu starfshóps mennta-
og menningarmálaráðherra um
þekkingarsetur á Íslandi sem
tekur til 189 setra um land allt.
Skýrslan sýnir að þekkingar-
starfsemi á landsbyggðinni er
margbrotin og einkennist af smá-
um en fjölbreyttum einingum.
Þar segir að áherslan á Vestfjörð-
um er mest á háskólasetur og
náttúrustofu en eins eru sérhæfð
þekkingarsetur áberandi. Stoð-
kerfið, þ.e. atvinnuþróunarfélög,
leiðbeiningamiðstöðvar í land-
búnaði og Nýsköpunarmiðstöð
Íslands, er samtals með 9,5 stöðu-
gildi á fimm starfsstöðvum.
Heildartekjur þekkingarsetra á
Vestfjörðum eru 625,1 milljón
og þar af er tilgreint ríkisframlag
395,1 milljón eða 63,2% og fram-
lag sveitarfélaganna 31,4 millj-
ónir eða 5,0%. Hlutur annarra tekna
eru 198,5 milljónir eða tæpur
þriðjungur af heildartekjum en
þar eru mest áberandi framlög
frá hinu opinbera.
Þess má geta að heitið „þekk-
ingarsetur“ er í skýrslunni notað
sem samheiti yfir alla starfsemi
sem lýtur að menntun, rannsókn-
um og þróun og menningu auk
þjónustu og ráðgjafar, þar með
talið stoðkerfi atvinnulífsins.
Mikilvægt að auka tengslin
Starfshópur mennta- og menn-
ingarmálaráðherra um þekking-
arsetur á Íslandi telur ýmis konar
háskóla- og rannsóknastarfsemi
og tengsl hennar við stoðkerfi
atvinnulífsins og fyrirtæki, vera
mikilvæga og auka fjölbreytni í
atvinnu- og mannlífi. Þá sé menn-
ingarstarfsemi einnig afar mikil-
væg þar sem menningarleg kjöl-
festa búi í haginn fyrir nýsköpun,
efli framtakssemi í atvinnulífi og
geri staði aðlaðandi til búsetu.
Þetta kemur fram í skýrslu sem
starfshópurinn hefur skilað af sér
um þekkingarsetur landsins, en
af 189 þekkingarsetrum eru 24 á
Vestfjörðum. Á undanförnum ár-
um hafa ýmsir aðilar komið á fót
margvíslegum mennta-, menn-
ingar- og þekkingar-setrum víðs-
vegar um landið. Hlutverk setr-
anna eru ólík og eins hefur fjár-
mögnun þeirra verið á mismun-
andi máta.
„Ljóst er að um mjög fjöl-
breytta starfsemi er að ræða með
tilheyrandi efnahagslegum og
menningarlegum áhrifum á hverju
svæði. Þekkingarsetrin voru
greind í 19 flokka eftir tegund
starfseminnar og kom í ljós að
setur eru flokkuð sem sérhæfð
þekkingarsetur, menningarstarf-
semi, háskólasetur, símenntun-
armiðstöðvar og aðilar tengdir
stoðkerfi atvinnulífsins eru fyrir-
ferðamest,“ segir í skýrslunni.
Á fundi mennta- og menning-
armálaráðherra og Samstarfs-
nefndar háskólastigsins þann í
nóvember var lagt til að gert yrði
yfirlit yfir þessa starfsemi á Ís-
landi, með það að markmiði að
kortleggja fjármögnun, skipulag,
hlutverk og rekstur þessara ólíku
setra. Í framhaldi yrði skoðað
nánar með hvaða hætti verði
mögulegt að efla og styrkja slíka
starfsemi, sérstaklega með aukn-
um tengslum og samstarfi þess-
ara aðila. Jafnframt segir í skila-
grein rýnihóps menntamálaráð-
herra um aðgerðir í háskóla- og
vísindamálum frá því í ágúst
2009 segir: „Þekkingarstofnanir
um land allt (rannsóknastofnanir,
fræða- og háskólasetur og aðrar
stofnanir sem stunda eða geta
hýst rannsóknir) verði kortlagðar
og myndað verði tengslanet með
það markmið að koma á öflugu
samstarfi við rannsóknir og kenn-
slu og ná þannig verulegum sam-
legðaráhrifum“.
Starfshópurinn var settur á fót
í tengslum við endurskoðun á
háskólakerfinu þar sem skoðað
er aukið samstarf, verkaskipting
og sameining verkefna til að auka
skilvirkni og viðhalda gæðum.
Með stofnun starfshópsins er
mennta- menningarmálaráðu-
neytið jafnframt að framfylgja
stefnu Vísinda- og tækniráðs
2010 - 2012 en í stefnunni segir:
„Á Íslandi er fjöldi háskóla,
stofnana, hugvitsmanna og fyrir-
tækja sem stunda rannsóknir og
nýsköpun. Við núverandi að-
stæður þarf að nýta sem best þá
krafta sem fyrir eru og þá aðstöðu
sem byggð hefur verið upp víðs-
vegar í landinu. Þó samstarf þess-
ara aðila hafi aukist mikið á und-
anförnum árum verður að leita
leiða til að efla það enn frekar“.
– thelma@bb.is
Þekkingarsetur eru víða um landið, meðal annars er Náttúrustofa Vestfjarða
og Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum í Bolungarvík.