Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 11 Arnarflöt, Súðavík – heil húseign, tvær íbúðir Sundstræti, Ísafirði – lyftuhús Til sölu er öll þessi húseign á fallegum útsýnisstað í Súða- vík. Á neðri hæð er 95m² 4ra herbergja íbúð. Góðar innrétt- ingar. Á efri hæð (rishæð) er rúmgóð 80m², 3ja herbergja íbúð með tvennum svölum. Öll eignin er laus strax. Ásett verð á neðri hæð er 8 milljónir króna og á rishæð 6,4 milljónir króna. Upplýsingar í síma 895 2049. Til sölu er síðasta nýja íbúðin í þessu fallega lyftuhúsi. Íbúðin er ca. 120m² og stæði fylgir í bíla- geymslu. Suðursval- ir. Til afhendingar strax. Fullbúin en án gólfefna. Áhvílandi ca. 16,8 milljónir króna (ÍLS.lán). Ásett verð kr. 18,9 milljónir. Upplýsingar í síma 895 2049. Mikil aukning hefur orðið á notkun bergs til vegagerðar á síð- ustu árum. Samkvæmt umhverf- isskýrslu Vegagerðarinnar fyrir árið 2007 var sprengt berg um 47% af steinefnanotkun í vega- gerð það ár. Þar munar mest um að hlutfall bergs á Suðvestur- svæði var 77% og 67% á Norð- vestursvæði. Á Suðursvæði var hlutfallið 17% en einungis 4% á Norðaustursvæði. Þetta kemur fram í skýrslu Vegagerðarinnar um notkun bergs til vegagerðar. „Yfirbygging íslenskra vega hefur löngum verið gerð að miklu leyti úr lausum jarðefnum, oft möl sem að hluta til var mulin og hörpuð, enda víða stutt í námur með lausum setlögum af viðun- andi gæðum, miðað við umferð og efniskröfur. Vinnsla steinefnis úr föstu bergi til vegagerðar var lengst af lítil en fór hægt vaxandi á níunda áratug síðustu aldar og var talin vera um 10% af heildar- vinnslu steinefna um síðustu aldamót,“ segir í skýrslunni. Eru tekin nokkur dæmi um uppbyggingu nokkurra vegakafla úr sprengdu bergi og reynslu af þeim. Til aðmynda Vestfjarða- veg um Svínadal en verkið var unnið á árunum 2005-2006. Í gæðaúttekt Árangurs- og eftirlits- deildar er tekið fram að efnis- rannsóknir hafi verið gerðar á klæðingar- og burðarlagsefnum og að efnið hafi staðist kröfur. Í vettvangsskoðun að verki loknu var matið að klæðing líti vel út en að sléttleiki sé á köflum ekki nægilega góður. Þá er einnig tekið sem dæmi vegakaflann frá Reykjanesi að Hörtná á Djúpvegi sem byggður var á árunum 2007- 2009. Undantekningalítið var sett óunnið berg beint upp í hæð efra borðs styrktarlags. Undantekning er fyllingin yfir Reykjarfjörð austan við Reykjarfjarðarbrú. Þar var notað leirkennt efni úr námu ofan við Laufskálaeyri en sú náma var opnuð sérstaklega fyrir þetta verk. Einnig eru stærstu fyllingar ekki að öllu leyti úr bergskæringum, eins og stóra fyllingin á Vatnsfjarðarhálsi. En samt eins farið að þar í efri lögum og sett beint upp í efri mörk styrktarlags. Í skýrslunni segir að á nokkrum stöðum var ekki gætt nægilega að hæð yfirborðs styrktarlags, sem leiddi til 100- 150 mm of þykks afréttingarlags. Staðirnir eru á Reykjanesi, Svein- húsnesi og austanverðum Vatns- fjarðarhálsi. – thelma@bb.is Sprengt berg 67% af steinefnanotk- un vegagerðar á Norðvestursvæði Íbúum á Patreksfirði fjölgaði um ellefu milli ára frá júlí 2009 til júlí 2010 og eru nú 648 talsins. Þetta kemur fram í miðársmannfjöldatölum Hag- stofunnar en eins og fram hefur komið fækkaði Vestfirðingum úr 7.445 í 7.331 á tímabilinu. Íbúum fækkaði á flestum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum fyrir utan Suðureyri þar sem fimm íbúar bættust við og er nú íbúatalan orðin 317 og á Drangsnesi þar sem íbúum fjölgaði um þrjá og er því orðnir 74. Á Ísafirði fækkaði um 37 íbúa milli ára og eru þeir í dag 2.699. Íbúum í Hnífsdal fækkaði um 28 og eru íbútalan þar nú 214, á Tálknafirði fækkaði um þrettán eða niður í 284, á Bíldudal eru íbúar 184 og hefur þeim fækkað um tólf. Í Súðavík fækkaði um átta og eru íbúar 167 talsins og í Bolungarvík hefur þeim fækkað um fimm og eru nú 960. Á Þingeyri fækkað íbúum um fjóra og eru þeir nú 265. Á Flateyri fækkaði íbúum um þrjá og eru nú 248.Á Reykhólum eru 135 íbúar og hefur þeim fækkað um einn og sömuleiðis fækkaði um einn á Hólmavík og eru þeir nú 379. Íbúum í strjálbýli á Vestfjörðum fækkaði um 20 á milli ára og eru nú 727. Í Bæjarhreppi stóð íbúafjöldi í stað. Íbúum fjölgaði á þremur stöðum Á Ísafirði fækkaði um 37 íbúa milli ára og eru þeir í dag 2.699.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.