Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 13
Mörthu Árnadóttur
Hlíf II, Ísafirði.
Árni Sigurðsson Guðrún Halldórsdóttir
Jón Ólafur Sigurðsson Jóhanna Oddsdóttir
Málfríður Þórunn Sigurðardóttir
Þórhildur Sigrún Sigurðardóttir Guðmundur Hafsteinsson
barnabörn, barnabarnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Alúðarþakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur
vináttu og vottuðu samúð sína við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar
á Ísafirði fyrir einstaklega góða umönnun þessa síðustu mánuði.
Sigurður Jónsson
Þrándheims og þá byrjuðum við
á því að fara í Niðarósdómkirkj-
una og taka þar æfingu vegna
þess við áttum að syngja í fjöl-
skylduguðsþjónustu í dómkirkj-
unni, sem er ein stærsta kirkja
Noregs. Það var rosalega gaman
fyrir krakkana að koma þangað.
Svo fengu krakkarnir að fara í
vatnsrennibrautagarð og það var
víst ferlega skemmtilegt. Svo var
alls konar um að vera í búðunum
sjálfum, þar var m.a. hægt að
baða sig í stöðuvatni og grilla
inni í skógi, svo eitthvað sé nefnt.
Þetta var mjög fjölbreytt og
skemmtilegt.“
– Hvernig kom það til að ís-
firskar kórstúlkur fóru í þessar
búðir?
„Þetta kom til þannig að ég sit
í stjórn norrænna kórasamtaka
sem heita Norbusang. Með mér í
þessari stjórn er framkvæmda-
stjóri Ung Kirkesang sem heitir
Nils Hilde. Hann var að kynna
þessar skólabúðir á einum fund-
inum og mér fannst þetta eitthvað
svo spennandi þar sem það er
ekkert svona á Íslandi fyrir krakka
sem að vilja fara og syngja í
bland við alls konar útivist og
skemmtilegheit. Ég nefndi við
hann að það væri gaman að koma
og sjá hvernig þau gera þetta, ég
myndi þá kannski koma og vera
fluga á vegg.
Hann tók mig þannig á orðinu
að hann fór og fékk norrænan
styrk og sendi mér bara tölvupóst
þar sem mér var bara boðið að
koma til Noregs og taka með
mér níu söngvara og það yrði allt
Krakkarnir í kórsumarbúðunum fyrir framan Niðarósdómkirkjuna daginn sem við sungum á opnun Ólafsvökunnar.
borgað fyrir okkur. Það eina sem
við þurftum að borga var farið
suður til Reykjavíkur. Við eydd-
um t.d. síðasta deginum í Osló
en við tókum næturlest þangað
og eyddum þar heilum degi. Það
var búið að redda okkur gisti-
heimili sem var allt hið glæsileg-
asta, með flatskjá og eldhúsi og
öllu, maður varð eiginlega bara
hálffeiminn.
Þetta gekk allt virkilega vel og
stelpurnar okkar voru sjálfum sér
og okkur til mikils sóma. Kór-
stjórarnir sem voru í búðunum
voru ekki af verri endanum. Önn-
ur er kórstjóri norsku óperunnar
og svo voru hjón frá Kristians-
sandi, hann er organisti kirkjunn-
ar þar og hún er kórstjóri. Allir
kórstjórarnir höfðu orð á því hvað
stelpurnar væru flottar. Þær fengu
mikið hrós og voru duglegar,
áhugasamar og stóðu sig með
prýði.“
– Það hafa þá myndast tengsl í
búðunum?
„Já, það mynduðust mikil
tengsl og aldrei að vita hvað verð-
ur úr því. Til dæmis kynntist ég
kórstjóra norsku óperunnar mjög
vel og við vorum farnar að tala
saman um að gera hitt og þetta.
Maður veit aldrei hvað svona
tengsl hafa með í för með sér.
Þetta vakti mikla athygli og það
var t.d. opna í héraðsblaðinu um
búðirnar og alla kórana. Þetta
var svo sannarlega mikið ævin-
týri.“
Allur hópurinn syngur við fjölskylduguðsþjónustu í Niðarósdómkirkjunni.