Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 Rúmlega þrjátíu skemmti- ferðaskip heimsækja Ísafjörð í sumar. Enn fleiri skip eru vænt- anleg næsta sumar en sum skemmtiferðaskip koma tvisvar til Ísafjarðar á sumri og önnur koma eingöngu við í Vigur en leggja ekki við Ísafjarðarhöfn. Mikið annríki hefur verið hjá þeim þjónustuaðilum sem koma á einn eða annan hátt að skipa- komum í sumar en það er ferða- skrifstofan Vesturferðir á Ísafirði sem sér um að þjónusta og skipu- leggja ferðir fyrir farþega skip- anna. Ísafjarðarhöfn er þriðja stærsta höfn landsins er kemur að mót- töku skemmtiferða en fyrir sum- arið höfðu aldrei fleiri skip boðað komu sína vestur á firði. Þau skip sem komið hafa það sem af er sumri og eiga eftir að koma eru öll mismunandi að stærð en stærsta skip sumarsins var Costa Magica sem kom um miðjan júní. Costa Magica er stærsta skipið sem komið hefur til Ísafjarðar en það er heil 102.587 brúttótonn að stærð og tekur að hámarki 3.470 farþega. Guðmundur M. Kristjánsson er hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar en meðal verka hans er að fá erlend skipafélög til þess að heimsækja Ísafjarðarhöfn. Bæjarins besta sló á þráðinn og spurðist fyrir um sumarið og framtíðina. – Hvernig hefur sumarið geng- ið hingað til? „Þetta hefur bara gengið mjög vel. Það voru tvær afbókanir þar sem um er að ræða bilanir í skip- um og þau komu ekki til Íslands. Að öðru leyti hefur sumarið gengið æðislega vel. Það kom þarna smá óveðurskafli en það hitti akkúrat þannig á að það kom ekkert skip á meðan. Það gekk allt upp í sambandi við mótttöku á þessum skipum og ég veit ekki betur en allir sé ánægðir.“ – Er erfitt að að fá skemmti- ferðaskip til að heimsækja Ísa- fjörð? „Það er svolítið ferli. Við höf- um tekið mjög markvisst þátt í alþjóðlegum kynningarráðstefn- um síðustu ár. Þær eru tvær, ann- ars vegar Evrópu–ráðstefna að hausti til og svo önnur í Miami í mars. Þegar Hermann heitinn Skúlason var hafnarstjóri var byrjað að taka þátt í þessum ráð- stefnum og við höfum gert þetta mjög markvisst síðan.“ Guðmundur var kjörinn í stjórn Cruise Europe samtakanna á aðalfundi þeirra fyrr á árinu en Guðmundur er fulltrúi norður- svæðisins í stjórninni, þ.e. Ís- lands, Noregs og Færeyja, en hana skipa níu manns. Cruise Europe eru samtök 105 hafna í Vestur-, Norður- og Mið-Evrópu sem vinna saman að markaðs- setningu fyrir skemmtiferðaskip. Af þeim 105 höfnum sem mynda samtökin eru fjórar á Íslandi. Guðmundur segir að það sé tekið eftir því að komum skemmti- ferðaskipa hafi fjölgað hér. „Sums staðar er þeim að fækka en það hefur verið stöðug aukn- ing hjá okkur og við höfum alltaf náð að bæta við. Það getur hins vegar komið niðursveifla í þetta en kreppan virðist samt sem áður ekki hafa haft áhrif í þessu.“ Aðspurður um hvort að hann finni fyrir miklum áhuga skipafé- laga á að koma hingað segir Guðmundur svo ekki vera. „Það þarf að hafa fyrir þessu og það sem mér finnst skipta mestu máli í þessu eru persónuleg tengsl sem myndast á ráðstefnum og þess háttar. Maður kynnist fólki og því fólki sem er að sjá um þetta. Þegar maður fer alltaf ár eftir ár og hittir sama fólkið myndast ákveðin tengsl.“ – Hvernig lítur næsta sumar út? „Það eru komnar 33 bókanir fyrir næsta sumar. Þannig er aukning frá því sem er núna en hins vegar virðist árið 2012 fara rólega af stað. Þetta er langhlaup og þetta byggist á því að vera sýnileg á þeim vettvangi þar sem allir eru. Þar eru allar þær hafnir sem eru að sækjast eftir að fá skemmtiferðaskip til sín.“ kristjan@bb.is Komum skemmtiferðaskipa fjölgar

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.