Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 15 Sælkerinn Þriggja rétta máltíð Nokkur orð frá Vá Vesthópnum til foreldra Oft hafa foreldrar haft samband við meðlimi Vá Vesthópsins með spurningar um uppeldi. Í sumum tilvikum er um að ræða spurningar foreldra þar sem börn þeirra hafa misstigið sig og er þá gjarnan leitað ráða. Í þessu sambandi langar Vá Vesthópinn til að minna foreldra á eftirfarandi Mistök geta allir gert Ekkert foreldri ætti að leysa barn sitt undan því að takast á við afleiðingar mistaka sinna. Heldur að styðja barnið við það að axla ábyrgð og læra af mistökunum sínum, sem og annarra. Þannig þroskast barnið eðlilega og getur loks staðið styrkum fótum á heiðarlegan hátt, orðið sjálfstæður og öruggur einstaklingur. Þetta er í raun skýr skylda okkar uppalenda. Sælkeri vikunnar býður upp á þriggja rétta máltíð. Í forrétt er einfaldur og ljúffengur humar- réttur. Í aðalrétt er kjúklingaréttur með grillívafi og eftirrétturinn er klassískur og íslenskur. Forréttur fyrir fjóra 400 g humar í skel 150gr smjör 1dl sítrónusafi 3 hvítlauksrif (má vera meira ) 2 msk steinselja söxuð Smjörið er brætt í potti og látið malla við vægan hita ásamt hvít- lauk ( söxuðum) og steinselju. Potturinn tekinn af og sítrónu- safinn settur út í. Humarinn er penslaður með blöndunni og grillaður í c.a 3.mín. Borið fram með snittubrauði og restinni af hvítlaukssmjörblöndunni. Aðalréttur fyrir fjóra 4 kjúklingabringur sneiddar í bita BBQ grillolía hellt yfir bitana og látið standa í c.a. 3 klst. teknir af pönnunni. Kjúklingurinn er steiktur í grillolíunni síðan er bætt út í 2 msk Hunt´s Honey Mustard barbecue sauce, ¼ af matreiðslu- rjóma og sveppunum að lokum. Látið malla í 15 mín. Borið fram með hrísgrjónum, brauði og fersku salati. Eftirréttur Fersk ber og rjómi. Verði ykk- 1 box sveppir steiktir fyrst og ur að góðu. Sælkeri vikunnar er Hólmfríður Guðjónsdóttir í Bolungarvík. 300 nem- endur í MÍ Rúmlega 300 nemendur verða við nám í dagskóla við Menntaskólann á Ísafirði á haustönn. Er það svipaður fjöldi og í fyrra að sögn Hild- ar Halldórsdóttur, aðstoðar- skólameistara. Hún segir að- sókn á brautir skólans skipt- ast svipað og venjulega en í heildina séu flestir nemend- ur skólans á félagsfræði- braut. Þá er einnig góð aðsókn í verknám við skólann en tek- ið er inn á sjúkraliðabraut, grunndeild bygginga- og mannvirkjagreina, grunn- nám málmiðnar og í vél- stjórnarnám. Aðspurð um hvernig gengið hafi að manna allar lausar stöður við skól- ann segir Hildur það gengið vel og lítil velta sé á kennur- um í ár. Kennsla hófst í skól- anum í dag. BÍ/Bolungarvík sigraði Hött með þremur mörkum gegn engu í leik liðanna á Skeiðisvelli í Bolungarvík á laugardag. Hafþór Atli Agnarsson skoraði fyrsta mark heimamanna í byrjun leiks en að öðru leyti var fyrri hálfleik- ur að mestu tíðindalaus en bæði lið fengu nokkur tækifæri til að setja knöttinn í netið. Í seinni hálfleik fékk leikmaður Hattar að líta sitt annað gula spjald og þar með rauða spjaldið. Tóku heimamenn þá leikinn í sínar hendur og Andri Rúnar Bjarnason bætti við marki fyrir heimamenn um tíu mínútum fyrir leikslok. Jónmundur Grétarsson skoraði síðan þriðja mark BÍ/ Bolungarvík nokkrum mínútum seinna. Með sigrinum styrkti liðið stöðu sína í deildinni til muna. Liðið er sem fyrr í öðru sæti, nú með 41 stig eftir 18 leiki. Níu stigum á undan Hetti sem vermir þriðja sætið. – kristjan@bb.is BÍ/Bolungarvík lagði Hött Stjórnendur Ísafjarðarbæjar hafa ákveðið að fresta frekari malbikunarframkvæmdum í sveit- arfélaginu um eitt ár. Í bréfi frá Jóhanni Birki Helgasyni, bæjar- tæknifræðingi, sem lagt var fyrir bæjarráð, er gerð grein fyrir því að malbikunarfyrirtækið Hlað- bær Colas vilji koma aftur á næsta ári og þess vegna er að mati bæjartæknifræðings rétt að fara ekki í frekari malbikunar- framkvæmdir í ár en hann hafði óskað eftir að fá heimild til að malbika meira í ár en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og greiðsla félli til á árinu 2011. Var ákveðið að það yrði betri lausn að undirbúa malbikunar- framkvæmdir næsta árs við fjár- hagsáætlunarvinnu ársins 2011. Þá greindi bæjartæknifræðingur frá því að búið er að ræða við fyrirtæki og stofnanir sem vilja taka þátt í þessu verkefni á næsta ári. Ísafjarðarbær áætlar að verja 20 milljónum króna í malbikun gatna í sveitarfélaginu í ár en fram kom í bréfi bæjartæknifræð- ings í júlí að götur í sveitarfélag- inu væru víða í slæmu ásigkomu- lagi. Áætlað er að Hlaðbær Colas ehf., leggi 16-17 þúsund tonn af malbiki á norðanverðum Vest- fjörðum í sumar. Frekari malbikun frestað um ár Frá malbikun í Sólgötu á dögunum.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.