Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010
Heppin á
lífsleiðinni
Guðný Kristjana Samúelsdótt-
ir hefur lifað tímana tvenna. Hún
fæddist í Hattardal í Álftafirði
árið 1918 og er því orðin 92 ára.
Hún flutti til Ísafjarðar vorið
1924 og er enn búsett þar. Jana,
eins og hún er betur þekkt, hefur
upplifað stríðsár og kreppu sem
lætur efnahagskreppu samtímans
blikna í samanburði. Jana starfaði
lengst af sem saumakona.
Bæjarins besta kíkti í heim-
sókn til Jönu og fékk hana til að
rifja upp gamla tíma.
„Alla tíð þegar ég var spurð
hvað ég ætlaði að verða þegar ég
væri orðin stór svaraði ég að ég
ætlaði að verða saumakona. Og
það rættist. Ég byrjaði að læra að
sauma hjá þýskri konu sem
kenndi mér teikningu og handa-
vinnu í Gagnfræðaskólanum.
Svo hringdi systir mín sem bjó
þá á Siglufirði og sagði að þar
vantaði lærling hjá saumakonu,
það varð úr að ég fór þangað. Þar
var ég í tæpt ár og var þá útskrif-
uð. Á þeim tíma þurfti maður
ekki að læra nema í sex mánuði
til þess að mega sauma. Það
breyttist allt þegar saumaskapur
var gerður að iðngrein. Ég fékk
fljótt sveinspróf eftir að þetta var
komið í lög en ég hafði aldrei
hugsað mér að taka meistara-
prófið, en það mátti ég eftir tvö
ár.
Ég hélt saumanámskeið fyrir
hin og þessi félög en á þessum
árum fékkst ekkert tilbúið. Konur
þurftu að sauma allt á börnin sín,
allt frá náttfötum til útifatnaðar.
Það var ekki hægt að fá tilbúinn
fatnað í búðum en það voru
nokkrar taubúðir í bænum, til
dæmis Soffíubúð, Dagsbrún og
Karlsbúð. Það var því alltaf hægt
að fá efni, og móðinsblöð, eins
og þau voru kölluð, fengust í
Bókhlöðunni og þar gat maður
fylgst með tískunni. Þessi blöð
voru flest á dönsku og það fylgdu
engin snið með fötunum þegar
ég byrjaði. Ég þurfti því að finna
sjálf út úr því. Þessi námskeið
voru ekki beint kennsla heldur
hjálp. Ég sneið allt og hjálpaði
konum við að sauma fötin.
Ég saumaði í 25 ár heiman frá
mér. Ég tók undir eins lærlinga,
stúlkur sem komu í bæinn í
formiddagsvist sem kallað var,
eða húshjálp fram að hádegi, og
komu svo að læra að sauma fram
að kvöldmat. Þær fengu ekki
borgað fyrir þetta og ég lét þær
ekki borga með sér.
Svo kenndi ég í tvo vetur í
Húsmæðraskólanum því það
vantaði kennara. Það var mjög
gaman að kynnast ungu stúlkun-
um sem þar voru og margar þeirra
eru góðar vinkonur enn í dag.“
Brúðkaup
í byrjun stríðs
Jana giftist Gústaf Lárussyni
og átti með honum tvö börn.
„Ég giftist manni sem var kenn-
ari við Gagnfræðaskólann og síð-
ar skólastjóri, Gústaf Lárussyni.
Hann var héðan frá Ísafirði. Hann
var dálítið eldri en ég, við giftum
okkur þegar ég var 21 árs og
hann 28 ára. Við eignuðumst tvö
börn, Samúel Eggert og Önnu
Láru. Þau búa bæði í Reykjavík
og eiga þrjú börn hvort. Ég á svo
fjórtán langömmubörn svo að ég
er rík kona.
Við Gústi giftum okkur árið
1939 og þá hafði verið kreppa
frá 1930. Það var því lítið sem
hægt var að kaupa. Bæði voru
kennaralaunin lág og ég fékk lítið
fyrir að sauma. Maður var ekki
vanur að hafa mikla peninga svo
maður sparaði eins mikið og ráð
var. Til dæmis voru miklar spek-
úleringar um hvaða kökur maður
gæti bakað sem þyrftu minnst af
eggjum. Allt var skammtað en
stríðið byrjaði haustið sem við
giftum okkur. Ég var því í vand-
ræðum með að fá sykur í bakstur-
inn. Það voru skömmtunarseðlar
fyrir öllu og einn seðillinn var
kallaður stofnauki nr. 18 eða 19,
að mig minnir. Með þeim seðli
gat ég fengið annað hvort kápu
eða efni í kjól yfir árið og mað-
urinn minn gat fengið föt. Það
var því erfitt að fá það sem þurfti.
Konurnar sem ég var með á
saumanámskeiði voru svo góðar
að gefa mér sykur og kaffimiða,
þær áttu marga krakka en við
Gústi vorum enn bara tvö.
Það var svo erfitt að fá föt og
það var alltaf verið að víkka og
síkka þau. Það kallaðist að venda
þegar maður sneri t.d. kápum
við og saumaði þær á ný til að
nota þær áfram.“
Ýmsar breytingar urðu þegar
Jana byrjaði að búa.
„Þegar rafveitan var opnuð var
óskað eftir því að húsmæður
skiptu út kolaeldavélunum yfir í
rafmagnsvélar. Þá komu í Kaup-
félagið Rafha-eldavélar sem
kostuðu 325 krónur. Maðurinn
minn var þá með 150 krónur á
mánuði í laun svo þetta var mikill
peningur. Öllum var því boðið
að kaupa eldavélarnar á afborg-
unum. Þegar við keyptum vélina
okkar þurfti einnig að kaupa
potta, en þeir þurftu að vera sléttir
að neðan til að nota á þessar
vélar. Þeir fengust í Björnsbúð.
Með rafmagnsvélunum fylgdi
pési um það hvernig átti að sjóða
á þeim. Maður átti t.d. að setja
pínulítið vatn til að sjóða fisk, láta
suðuna koma upp og slökkva.
Rafmagnið hélst þá nógu lengi
til að sjóða fiskinn.
Þegar maður var að baka þurfti
maður að passa að hafa kökur
sem setja mátti í kaldan ofn. Við
vorum þá með formkökur og þeg-
ar þær voru til stungum við inn
tertum, til þess að nýta hitann.
Úr því að vélin var heit fór maður
að brenna kaffi en þá fékkst kaffi
bara í baunum. Þegar það var
búið var slökkt á ofninum og
settar voru inn brauðskorpur til
að gera rasp. Þetta gerði maður
til að spara rafmagnið.“
Systirin innlyksa í
Noregi í stríðinu
Stríðsárin voru bæði erfið og
spennandi.
„Það var margt spennandi á
stríðsárunum þótt það sé nú ljótt
að segja það. Þá mátti ekki
auglýsa í útvarpi veðurfréttir eða
neitt um skipaferðir. Hér fórust
skip og urðu mörg slys.
Þegar Englendingar hertóku
landið var reynt að taka alla Þjóð-
verja sem hér voru. Ég veit að
vinkona mín héðan frá Ísafirði,
Sigurlaug Jóhannsdóttir, var gift
Þjóðverja og ég held að hann
hafi verið háttsettur hjá Þjóðverj-
um í Reykjavík. Hann var strax
tekinn. Walter Knauf bjó hér á
Ísafirði en kona hans var frá
Kaldbak. Þau fóru norður en það
var ekki hægt að fela hann fyrir
Englendingum þar. Hann var
sendur burt og var úti í átta ár.
Farið var með Þjóðverjana til
Englands og svo var skipt á föng-
um í stríðinu, þess vegna voru
þeir svona lengi en stríðið var í
sex ár.
Systir mín var gift Norðmanni,
Sverri Tynes, og hún fór til Nor-
egs sumarið 1939 og varð inn-
lyksa þegar Þjóðverjar hernámu
Noreg. Hún komst ekki heim til
Íslands fyrr en eftir stríð. Við
fengum afskaplega litlar fréttir
af henni á meðan stríðinu stóð,
það var helst eitthvað í gegnum
Rauða krossinn. Pabbi dó einmitt
þessi ár sem hún var úti og ég
man ekki hvort það var nokkuð
hvort hægt var að láta hana vita.
Við hjónin kynntumst tveimur
Englendingum, sérstaklega öðr-
um þeirra, en það voru fjórir Eng-
lendingar í setuliði hér á Ísafirði.
Þetta var prúður og ágætur maður
en þeir söknuðu heimkynna
sinna. Silli, sonur minn var alltaf
kallaður það, var aðeins tveggja
ára þegar þetta var og Englend-
ingnum þótti svo gaman að vera
í kringum hann. Það var ekki
auðvelt fyrir þessa menn að vera
svona fjarri heimili sínu.“
Kaupmaður
á hverju horni
Aðspurð hvernig Ísafjörður
hafi verið í hennar bernsku er
það Jönu minnistætt að þar var
kaupmaður á hverju horni.
„Það voru alls staðar búðir,
fólk hafði bara svo litla peninga
til að kaupa. Í bænum var stórt
og fallegt hús sem hét Fell á
þeim stað sem Stjórnsýsluhúsið
stendur nú. Í húsinu var afskap-
lega fín taubúð sem hét Brjáns-
verslun og í hinum endanum var
sælgætisverslun sem hét Gott-
eríið. Það var svo gaman að koma
þangað. Sælgætið var allt í gler-
krúsum uppi á hillum. Svo voru
vafin kramarhús og vigtað í þau.
Ég man að það voru til tveggja
aura stykki, flöt súkkulaðisstykki
með punt-sykri ofan á. En það
var erfitt að eignast tvíeyring til
þess að kaupa sér. Krakkar léku
sér oft að því eftir leysingar að