Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 5
Íbúum fækkar
á Vestfjörðum
Alls bjuggu 7.331 einstakling-
ur á Vestfjörðum 1. júlí síðast-
liðinn eða 114 færri en á sama
tíma fyrir ári en þá bjuggu 7.445
einstaklingar í fjórðungnum.
Nemur fækkunin um 1,5%. Vest-
firðingar eru því aðeins 2,3%
þjóðarinnar en heildarfjöldi íbúa
landsins var 318.006 þann 1. júlí.
Hafði þeim þá fækkað um 1.240
en þeir voru 319.246 þann 1. júlí
í fyrra. Nemur fækkunin um
0,4%. Íbúum fækkar í öllun
landshlutum nema á Norðurlandi
en þar fjölgaði um 0,4% eða 103
einstaklinga.
Mest varð fækkunin á Suður-
nesjum eða 1,6%. Þar á eftir
koma Vestfirðir ásamt Suður-
landi þar sem fækkunin var 1,5%.
Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði
íbúum um 248 á milli ára eða
0,1% en þar búa nú 63,3% þjóð-
arinnar. Mest munar um 533 ein-
staklinga fækkun í Reykjavík og
um 172 í Hafnarfirði en í Kópa-
vogi fjölgaði um 151 íbúa milli
ára.
Þann 1. júlí 2010 voru sveitar-
félög á landinu 76 talsins. Ein
sameining sveitarfélaga hefur átt
sér stað það sem af er árinu 2010.
Þann 12. júní sameinuðust Arnar-
neshreppur og Hörgárbyggð.
Nafn hins nýja sameinaða sveit-
arfélags er Hörgársveit og voru
íbúar þess 598 þann 1. júlí 2010.
Þetta kemur fram í tölum Hag-
stofunnar.
– kristjan@bb.is
Fleiri börn en eldri borgarar
Tæplega þúsund Vestfirð-
ingar eru eldri en 65 ára. Þar af
eru 507 konur og 468 karlar.
Langflestir Vestfirðingar eru
á aldrinum 15-64 ára eða 4.893
samkvæmt upplýsingum Hag-
stofunnar. 1.494 eru 14 ára og
yngri. Ef litið er til einstakra
sveitarfélaga eru 509 af 3.899
íbúum Ísafjarðarbæjar eldri en
65 ára og 809 yngri en 15 ára.
Í Bolungarvík voru 177 yngri
en 15 ára og 113 eldri en 65
ára af 970 íbúum sveitarfé-
lagsins.
Í Reykhólahreppi búa 291
íbúi og þar af eru 47 eldri en
65 ára og 62 börn. Af 299
íbúum Tálknafjarðarhrepps
eru 35 eldri en 35 ára og 68 á
aldrinum 0-14 ára. Í Vestur-
byggð eru eldri borgarar 118
af 935 íbúum eru 168 börnin
168 talsins. Í Súðavíkurhreppi
búa 202 manns og þar af 30
eldri en 65 ára og 46 yngri en 15
ára.
Í Árneshreppi eru eldri borg-
arar örlítið fleiri en börnin eða
10 af 50 íbúum hreppsins á móti
sjö börnum. Í Kaldrananeshreppi
búa 112 manns, þar af 11 eldri en
65 ára og 20 yngri en 15 ára. Í
Bæjarhreppi búa 96 manns, þar
af 17 eldri en 65 ára og 24 á
aldrinum 0-14 ára. Í Stranda-
byggð búa 508 manns, 85 eru
eldri en 65 ára og 113 yngri en
15 ára. – thelma@bb.is
Tæplega 1.500 íbúar Vestfjarða eru yngri en 15 ára.
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra segir samstarfs-
verkefni Háskólaseturs Vest-
fjarða og Háskólans á Akureyri
um nám í haf- og strandsvæða-
stjórnun vera til fyrirmyndar
varðandi stefnuna sem hefur ver-
ið tekin varðandi opinbera há-
skóla á Íslandi.
„Undanfarið ár hefur verið
unnið að því hröðum höndum að
mæta þeim aðsteðjandi vanda
sem efnahagshrunið hefur haft í
för með sér fyrir háskólakerfið
hér á landi. Hvernig getum við
mætt kröfum um niðurskurð í
framlögum til háskóla en á sama
tíma tryggt fyrsta flokks háskóla-
menntun fyrir alla landsmenn.
Að mati mennta- og menningar-
málaráðuneytisins er stofnun nets
opinberu háskólanna nauðsynleg
til að standa vörð um fjölbreytt
námsframboð og öflugar rann-
sóknir á sviðum sem veigamikil
eru fyrir íslenskt samfélag,“ sagði
Katrín í ræðu sinni við fyrstu
útskrift nema með meistaragráðu
í haf- og strandsvæðastjórnun á
Hrafnseyri í Arnarfirði á þjóðhá-
tíðardaginn.
Ráðherra benti á í ræðu sinni
að háskólanet landsins er ekki
bundið við háskólana eina heldur
einnig hinar mörgu starfsstöðvar,
hverju nafni þær nefnast, um allt
land. „Háskólanetinu er meðal
annar ætlað að tryggja á nútíma-
legan máta að það sem vel er gert
í dag, geti dafnað og þrifist innan
metnaðarfulls háskólaumhverfis
framtíðarinnar. Háskólanetið er
nefnilega ekki aðeins varnarað-
gerð eða viðbrögð við niður-
skurði heldur úthugsuð leið til
að gera íslenskt háskólakerfi skil-
virkara, metnaðarfyllra og nú-
tímalegra. Samstarf, samvinna og
skilvirkni eru kjörorð háskóla-
netsins. Samstarf Háskólaseturs
Vestfjarða og Háskólans á Akur-
eyri um meistaranám í haf- og
strandsvæðastjórnun er í þeim
anda.“
Námið hefst brátt á ný og er
von á rúmlega tuttugu nýnemum
sem hefja meistaranámið í haust.
Þá mun einnig stór hluti nemenda
dvelja á Ísafirði í haust til að
vinna að meistaraprófsritgerðum.
Stofnun háskólanets nauðsynleg
Telur að viðbót við snjóflóðavarnir í
Bolungarvík þurfi ekki umhverfismat
Skipulagsstofnun hefur tekið
ákvörðun um að viðbót við snjó-
flóðavarnir í Bolungarvík skuli
ekki háð mati á umhverfisáhrif-
um. Það er niðurstaða Skipulags-
stofnunar að viðbótin sé ekki lík-
leg til að hafa í för með sér um-
talsverð umhverfisáhrif og skuli
því ekki háð mati á umhverfis-
áhrifum. Skipulagsstofnun telur
að miðað við núverandi aðstæður
muni fyrirhugað snjóflóðavarn-
arvirki hafa jákvæð áhrif á öryggi
íbúa m.t.t. snjóflóðahættu í ná-
grenni við Völusteinsstræti.
Skipulagsstofnun telur að nei-
kvæð áhrif af framkvæmdinni
verði helst sjónræn, einkum á
framkvæmdatíma. Þau verði þó
ekki veruleg í ljósi þess að
garðurinn verður viðbót við
umfangsmikið varnarvirki sem
verið er að reisa við Bolungarvík.
Skipulagsstofnun vekur at-
hygli á að framkvæmdin er háð
framkvæmdaleyfi Bolungarvík-
urkaupstaðar. Áður en sveitar-
stjórn gefur út framkvæmdaleyfi
fyrir snjóflóðavörnunum þarf að
liggja fyrir staðfest Aðalskipulag
Bolungarvíkur 2008-2020 og
deiliskipulag fyrir varnarvirkin.
Framkvæmdin er háð leyfi Heil-
brigðiseftirlits Vestfjarða sam-
kvæmt reglugerð um starfsleyfi
fyrir atvinnurekstur sem getur
haft í för með sér mengun. Áður
en framkvæmdaleyfi er gefið út
þarf að liggja fyrir áætlun um
efnistöku í samræmi við lög um
náttúruvernd nr. 44/1999 þar sem
gera þarf grein fyrir magni, gerð
efnis, vinnslutíma og frágangi
efnistökusvæðis.
Skipulagsstofnun ítrekar mik-
ilvægi þess að Bolungarvíkur-
kaupstaður og aðrir sem að fram-
kvæmdinni koma viðhafi þá
verktilhögun og mótvægisað-
gerðir sem kynnt hafa verið við
meðferð málsins og í matsskýrslu
vegna snjóflóðavarna í Bolungar-
vík árið 2007. Samkvæmt lögum
má kæra ákvörðun Skipulags-
stofnunar til umhverfisráðherra.
Kærufrestur er til 6. september
2010.
– thelma@bb.is
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að viðbót við
snjóflóðavarnir í Bolungarvík skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.