Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 7 Rækjuútgangurinn fer beint í sjóinn við verksmiðjuna. Reynum að gera það besta úr hlutunum „Við töluðum ekki við heil- brigðiseftirlitið en við töluðum við Ísafjarðarbæ áður en við hóf- um að losa rækjuskelina í Skut- ulsfirði og spurðum hvar við mættum losna við úrgang“, segir Jón Guðbjartsson, stjórnarfor- maður rækjuvinnslunnar Kampa ehf. á Ísafirði. „Við fengum hins vegar ekkert svar, bara núll. Við vissum að allar aðrar rækjuverk- smiðjur á landinu nema á Siglu- firði losa úrganginn bara í sjóinn við verksmiðjurnar. Við vildum aftur á móti gera öllu betur og óskuðum eftir því að fá að setja þetta í sjóinn í Súgandafirði þar sem sjávarhreinsun er meiri. Við sáum síðan að Hnífsdalsbryggjan væri einna best en við vissum að Bifreið frá Kampa losar rækjuúrgang í sjóinn við Hnífsdalsbryggju. við myndum aldrei fá neitt sér- stakt leyfi hjá einum eða neinum til þess að losa þar. Í þetta sækir auðvitað fugl þegar verið er að sturta því. Við ákváðum að sturta þessu á kvöldin eftir vinnslu og vonuðumst til að út af Hnífsdals- bryggju væri nægilegur sjávar- straumur til að ekkert yrði úr þessu. En við vitum að þetta er heljar vandamál. Það kom yfir okkur að geta ekki losnað við rækju- skelina til vinnslu í Bolungarvík eins og við höfum gert í þrjú ár. Það var eftir að bræðslan í Bol- ungarvík seldi hluta af tækjum sínum fyrr í sumar. Þá vorum við komnir á tveggja vakta kerfi og unnum langtum meira magn á hverjum degi en áður. Það var vegna fyrirfram gerðra samninga og áttum auk þess erfitt með að loka sextíu manna vinnustað og senda alla heim. Einhverja leið þurftum við að finna og þetta var leiðin, að koma þessu í sjóinn með sem minnstri andstöðu við nágrannana og umhverfið. Við vissum hins vegar að þetta yrði vandamál, jafnvel þó að þetta sé lífrænt efni alveg eins og þarinn í fjörunum. Í veðráttu eins og hefur verið að undanförnu er þetta alveg bölvað. Þetta myndar pest rétt eins og þarinn. Í miklum hitum er það ennþá verra. Við höfum verið vakandi og sofandi að reyna að gera sem allra best í þessari vondu stöðu. Núna erum við að vona að þetta sé síðasti eða næstsíðasti dagurinn sem við þurfum að gera þetta. Verksmiðjan í Bolungarvík er að fara aftur í gang og vonandi getum við losnað við þetta í mjölframleiðslu þar. Svo er hitt alveg annað mál, sem hefur verið miklu lengur á döfinni, að gera verðmæti úr þessum úrgangi, þessari vöru. Það er gífurlegt magn sem skolast bara með skolvatni frá hverri ein- ustu rækjuverksmiðju. Það verk- efni er í miðjum klíðum hjá okk- ur, skulum við segja, þó að það sé ekki alveg komið á fram- kvæmdastig, að gera verðmæti úr þessu sem hefur verið okkur til vandræða en gæti orðið til góða. Það felst í því að sía mjög vel frárennslið frá verksmiðjunni og reyna að ná úr því öllum efn- um. Úr því yrði unnið fóðurefni. Það er einmitt verið að sækja á okkur á erlendum mörkuðum. Að minnsta kosti í Kína vilja menn fá þetta til vinnslu til manneldis. Mér skilst að þeir noti kraftinn úr þessu ásamt öðrum efnum til að búa til gervikrabbakjöt. Þeir eru komnir lengra í því að nýta svona efni heldur en við. Með sívaxandi þörf fyrir fæðu fyrir dýr og fólk erum við að gera ótrúlega vonda hluti með því að henda þessu bara í sjóinn. Við erum á kafi í því að reyna að gera vel en aðstæður ráku okkur út í vond mál sem við höfum samt reynt að leysa eins vel og hægt er síðastliðinn mán- uð“, segir Jón Guðbjartsson hjá Kampa ehf. á Ísafirði. – hlynur@bb.is Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður Kampa. Bolungarvíkurkaupstaður hef- ur vakið athygli á því að ekkert dagforeldri er nú starfandi í bænum og hvetur áhugasama til að sækja um leyfi til dag- vistunar í heimahúsi. Dagfor- eldrar hafa löngum brúað bilið á milli þess er fæðingarorlofi foreldra lýkur og þar til börn fá pláss á leikskóla. Skortur á starf- andi dagforeldrum getur því skapað mjög erfiða stöðu hjá for- eldrum ungra barna. Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi, en bæjaryfirvöld veita starfsleyfi og sinna lögbundnu eftirliti með starfseminni ásamt því að sjá um ráðgjöf og upplýs- ingar til dagforeldra og for- eldra. Bolungarvíkurkaupstað- ur greiðir niður dvalargjald hjá dagforeldri. Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Guðnýju Hildi félagsmálastjóra á skrifstofu bæjarins segir í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum. Ekkert dagforeldri starfandi í Bolungarvík Bolungarvík.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.