Listin að lifa - 01.12.1998, Page 6

Listin að lifa - 01.12.1998, Page 6
Kveðja frá cÁkureuri Þegar Oddný Sv. Björgvins rit- stjórí bað mig að skrifa nokkur orð í blað ykkar eldrí borgara þá var mér það bœði Ijúft og skylt. Þeg- ar ég lít til baka yfir 12 ára starf að sveitarstjórnarmálum, fyrst sem bœjarstjórí á Dalvík, þá á ísafirði og nú hér á Akureyri fer ekki hjá því að í hugann komi mörg verkefni tengd málefnum aldraðra. Segja má að öll þau mál, sem borist hafa inn á mitt borð þessu tengd, hafi verið þannig vaxin að œtíð megi gera betur og skerí sig að því leytinu til ekkert úr öðrum verkefnum sve'rt- arfélaga. Sveitarfélögin hafa alla tíð gegnt mik- ilvægu hlutverki á sviði félagsmála en í samræmi við breyttan tíðaranda taka skyldurnar breytingum og í dag er það meginatriði að ekki sé gerður greinar- munur á íbúum sveitarfélaga eftir aldri við framkvæmd félagsþjónust- unnar. Hún á að standa til boða öll- um, sem á þurfa að halda, óháð aldri og er það í ágætu samræmi við þann anda sem er í stefnumiði Sameinuðu þjóðanna á ári aldraðra. Á síðari árum hafa sveitarfélögin orðið burðugri til þess að veita öldruð- um lögbundna þjónustu og hefur það m.a. gerst með því að þau hafa stækk- að við sameiningu eða þá að nærliggj- andi sveitarfélög hafa tekið upp sam- starf á þessu sviði. Þessar breytingar hafa leitt til þess að nú nær skipuleg félagsþjónusta til meginþorra allra landsmanna. Þjónusta Akureyrarbæjar við aldr- aða er margþætt og má sem dæmi nefna að á vegum bæjarins eru í boði 75 hjúkrunarrými, 100 öldrunarrými og ennfremur eru heimildir fyrir 12 dagvistarplássum sem nýtast um 20 manns að jafnaði. Ennfremur er rekin á vegum bæjarins öllug heimahjúkrun og heimaþjónusta, þ.m.t. heimsending matar, snjómokstur og garðaþjónusta. Einnig má nefna að tómstundastarf fer fram innan öldrunarstofnana og í- þrótta- og tómstundaráð Akureyrar- bæjar hefur umsjón með tómstunda- starfi þessa aldurshóps. Meginstefna bæjarins í öldrunarmálum undanfarin ár hefur verið sú að auka heimaþjón- ustu og draga úr stofnanaþjónustu. Til þessa liggja ýmsar ástæður. Að minni hyggju liggja þær fyrst og fremst hjá þeirn sem í daglegu tali eru nefndir eldri borgarar en ég hef þó heyrt ýmsa nefna Heldri borgara og kann ég ágætlega við þann talsmáta. Samsetning þessa hóps er að breytast. Nú er þessi aldurshópur ekki lengur einungis samsettur af fólki sem hefur alla tíð verið á kafi í brauðstritinu. Kominn er til sögunnar ört vaxandi hópur sem er vanur því að eiga tóm- stundir, ferðast um víða veröld og njóta flestra lystisemda nútímans, hvort sem við álítum þær góðar eða slæmar. Þegar haft er í huga að þjón- usta Akureyrarbæjar hefur á síðustu árum verið í auknum mæli veitt út frá einstaklingsbundnum þörfum þá leiðir af framansögðu að nýrri samsetningu Heldri borgara munu fylgja breyting- ar og auknar kröfur. Spurningin er einungis sú í hve miklum mæli opin- berir aðilar munu mæta þeim og að hve miklu leyti þessum breyttu þjón- ustukröfum verður beint til hópsins sjálfs. í dag er lagt mikið upp úr því í heimaþjónustu Akureyrarbæjar að beita svokallaðri „Soffíu frænku að- ferð“ sem kennd er við þá frægu Soff- íu, sem flestir þekkja úr Kardi- mommubæ Torbjörns Egners. Soffía frænka kenndi ræningjunum það sem þeir ekki kunnu og taldi lærdóminn betri fyrir þá en það verklag að hún ynni verkin fyrir þá. Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir skerta getu með árunum þá eru aldraðir langt frá því að vera upp til hópa ósjálfbjarga. í aðferð Soffíu frænku felst það að aldraðir eru aðstoðaðir við að vinna verkefni daglegs lífs með nýjum að- ferðum í stað þess að verkin séu unnin fyrir þá og þeir síðan skildir eftir í tómarúmi. Ekki er þó allt unnið með þessu því ýmislegt fleira þarf að koma til og ótal verkefni koma upp í hug- ann. Á þjónustusvæði Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri eru um 1430 íbúar sem eru 70 ára og eldri og gert er ráð fyrir að fjölgun í þessum ald- urshópi verði um 160 manns á næstu tíu árum, þ.e. aldraðir verði um 1590 árið 2008. Mörg verkefni bíða því augsýnilega úrlausnar. Það sem er efst á baugi nú er að leggja niður öldrunar- þjónustu á dvalarheimilinu í Skjaldar- vík og færa inn í nýlegt hús í Kjarna- lundi, sem er í útjaðri Kjarnaskógar, útivistarparadísar Akureyrar, en þó ber að taka fram að þar ekki um fram- tíðarlausn að ræða. Vinna þarf að því að fjölga hjúkrunarrýmum, bæta dag- vistarúrræði minnissjúkra og auka heimaþjónustu. Ennfremur hafa verið til umræðu hugmyndir er lúta að sér- stökum aðgerðum í heilsuvernd aldr- aðra að danskri fyrirmynd og aðgerðir til að rjúfa einangrun og óöryggi þeirra einstaklinga sem vissulega eru dæmi um. Eg vil að lokum nota þetta tækifæri og óska Heldri borgurum og félögum þeirra um land allt velfarnaðar á kom- andi árum og vonast til þess að starf þeirra blómgist á nýju ári aldraðra. cKiisijátv 9W c')úiiussan 6

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.