Listin að lifa - 01.12.1998, Síða 8

Listin að lifa - 01.12.1998, Síða 8
- allt frá landnámsöld - o Að horfa á mann sitja við útskurð er eitthvað svo róandi - að sjá hvað getur sprottið út úr spýtunni. Útskurður er œvintýri. Tréstrákur- inn Gosi kemur upp í hugann, Emil í Kattholti með tálguhnrfinn, einnig bernskumynd af gömlum bátasmið, sem töfraði fram báta, fugla og menn úr verðlausum við- arbútum, á meðan lítil stelpa sat heilluð og beið eftir að fá að hand- leika listaverkin. Ævintýri, lesin og upplifuð, fljúga um hugann á meðan horft er á Bjarna Þór Kristjánsson handleika tálguhnífinn. I Gallerí Hnoss á Skólavörðustíg, er maður umvafinn trélistaverkum. Þarna er íslenski jólasveinninn að klífa fjall- ið, skarfager á rekaviði, trafaaskjan og myndarammar í gömlum stfl. Bjami Þór kennir' að skera út í tré og það er gaman að fræðast af honum um sögu tréskurðarlistar á Islandi. - Tréskurðarmeistarar eru ekki al- gengir á íslandi. Hvenær byrjar þú að skera út, Bjarni? „Þetta liggur í blóðinu. Handverks- menn má telja í ættinni 4-5 kynslóðir aftur. Pabbi var smiður og skar út fugla úr ýsubeinum, þegar ýsa var í matinn sem var býsna oft. Hann dó, þegar ég var 10 ára, en 15 ára byrja ég að skera út. Ekkert algengt þá, að ung- lingar væru að dunda með tálguhníf og spýtu.“ - Undarlegt hvað hugurinn róast við að horfa á sköpun með tálguhníf. „Tálgun var ráð gegn þunglyndi hjá Islendingum áður fyrr,“ segir Bjarni, „allir sem sækja námskeið hjá mér segjast slaka á - sumir detta jafnvel inn í annan heim.“ - Hvaða skýring er á þessu? „Stór þáttur er þörfin fyrir að skapa. í tálginu ríkir engin hefð, sköpun því frjálsari, útrásin auðveldari en t.d. í málaralist. Fólk er oft svo feintið við afkvæmi sín, heldur að þau þurfi að vera óaðfinnanleg listaverk. - Af hverju rfldr engin hefð í tré- skurði og tálgun á íslandi? Á Norður- löndum, t.d. í Noregi, sjáum við svo fallegan þjóðlegan útskurð, eins og gömlu stafkirkjumar sýna. „Norðmenn eiga meira af timbri en við, sem fórum svo illa með skógana okkar. Tréverk geymist líka illa á íslandi. Því eigum við lítið af gömlum tréskurð- armunum. Þriðja skýringin er, að tálgun og tréskurður var nytjalist á Islandi áður. Við áttum ekki leir eða stein til að móta úr. Menn tálguðu sér búsáhöld, skeiðar og skál- ar, og skáru út rúmgafla, kistla og fagrar trafaöskjur fyrir lín og kvenskart - íslenski þjóðbúningurinn var verðmeiri en torfbærinn sem fólk- ið bjó í. Listræn skreytiþörf blundaði með þjóðinni í röku, gluggalausu hreysunum. Þegar Bretinn William Morris heimsótti marga torfbæi á 18. öld, fannst honum mikið til útskurðar Is- lendinga koma og vildi kaupa skeiðar og pontur. íslensku bændurnir máttu ekki heyra á það minnst, að maðurinn færi að kaupa „verðlausa hluti“ og vildu gefa honum þá. Tálgun og út- skurður hafa haldið velli frá land- námsöld, en ekki verið hafin til virð- ingar sem listgreinar.“ - Þú hefur haldið sölusýningar á þínum trélistmunum, Bjami. „Já, og þá komu margir að máli við mig og sögðu frá mönnum í sinni ætt eða sveit, sem hefðu tálgað hesta og fleira. Þó nokkrir sögðust eiga tálgaða karla og hesta eftir afa sína. Greinilega var hefð fyrir því að tálga leikföng handa bömum, en það hefur ekki þótt nógu merkilegt til að festa í bækur. Ég vissi ekki um neinn Islending sem kynni fyrir sér í þessum gömlu vinnubrögðum, eins og að smíða trafaöskju, og fékk því norskan mann til að kenna mér. Hann kom hingað, skyggndist um á Þjóðminjasafninu og sá lítið markvert þar, en fann því meira á Byggðasafninu á Skógum. - Það má segja að þú sért að endur- vekja gamla tíð og gömul vinnubrögð. „Ég er að reyna að endurvekja forn þjóðleg vinnubrögð, sem eru að gleymast. Við Islendingar vildum losa okkur undan fátæktinni og öllu sem henni fylgdi - fleygðum gönflum handunnum trémunum - keyptum gler og stál, sem þótti svo miklu fínna á eftirstríðsárunum. Gamall vörubfl- stjóri hefur sagt mér, að fólk hafi fengið hann til að keyra heilu bílhlöss- in af útskornum húsmunum á haug- 8

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.