Listin að lifa - 01.12.1998, Blaðsíða 9
Jólatré torfbæjarins.
ana. Upp úr því blossar upp atvinnu-
leysi hjá útskurðarmeisturum, til
dæmis fann ég engan til að taka mig
sem nema.“
- Færðu nógan efnivið á íslandi til
að smíða úr?
„Islenskur viður er mjög góður.
Hann vex hægar en víða erlendis, er
því þéttur. Eg nota allan íslenskan við
nema grenivið. Stefna okkar í Gallerí
Hnoss er að nota vannýtt efni, eins og
steinbítsroð, járnarusl og afskornar
trjágreinar úr görðum. Við erum um-
hverfissinnar,“ segir Bjarni og hlær.
- Nú ertu með námskeið sem þú
segir að fólk um og yfir fimmtugt
sæki mikið. Hvað byrjarðu að láta
nemendur þína gera?
„Að tálga fugla. Fyrst þröstinn sem
er tiltölulega einfaldur. Ég nota eggið
Hann Luktar-Gvendur...
til að sýna formið. Með því þjálfast
ekki aðeins hendur, en líka augu.
Þótt fólk hafi séð fugl, þá veit það
ekki formlögun hans. Lögun eggs
þekkja allir.
Þegar nemendur fara að sjá fuglinn
fyrir sér inni í kubbnum, þá er efnið
farið að tala til þeirra. Efnið gerir sín-
ar kröfur. Eggið er líka notað í sam-
bandi við andlitið. Hakan er mjórri
hiutinn, hvirfillinn sá breiðari. Gott er
að móta leirandlit fyrst. Kúnstin er að
sjá hlutina fyrir sér kúbískt. Skynja
hvernig formin verða til.
- Það má segja að þú sért með
mörg járn í eldinum, þar sem þú kenn-
ir líka að herða jám í eldi!
„Eldsmiðjan er alveg dottin niður,
sem var áður fyrr á næstum hverju
sveitaheimili til að smíða skeifur og
íslenski jólasveinninn að klífa
uppfjallið.
verkfæri. Ef þú ætlar að breyta járn-
stykki, geturðu lítið breytt formi þess
nema í eldi. í eldinum má gera nánast
hvað sem er með járnið, og búa til
verkfæri fyrir aðrar listgreinar. Nem-
endur mínir í tálgun og tréskurði geta
mótað sín eigin verkfæri í eldi. Eld-
smiðjan er móðir annarra verkgreina/
listgreina.“
Ég yfirgef tréskurðarmeistarann sem
situr við gluggann. Tálguhnífurinn leit-
ar inn í kubbinn, að formi sem býr þar
og skynjunin hefur þegar mótað.
Sagan af unga drengnum rifjast
upp. Drengnum sem var hætt kominn
á hálum ís fíkniefna, en staðnæmdist
hjá gamla útskurðarmeistaranum og
heillaðist svo af handbragðinu, sem
hann fékk að spreyta sig á - að hann
rataði á rétta braut. _ „ __
Fjör í
Fcereyjcim
Söngfélag FEB í Reykjavík verður á faraldsfæti í sumar. Á Ári
aldraðra hefur Söngfélagið hug á að sækja frændur vora,
Færeyinga heim - og koma við hjá vinum okkar á Austur- og
Norðurlandi, og taka með þeim lagið.
Eftir ógleymanlega ævintýraferð til Kanada á liðnu sumri, eru
kórfélagar albúnir að leggja aftur land undir fót. Það verður
ekki amalegt að syngja með góðum vinum á björtum
Jónsmessunóttum í Færeyjum og á Islandi.
Karlar á basta aldri
þið með björtu raddirnar.
Þið með hina djúpu flauelsmýkt bassans!
Þeir sem eru lífsglaðir og til í að starfa
með gefandi, kjarkmiklum hópi sem
þorir að takast á við fjölbreytt verkefni.
Hafið endilega samband.
Við í Söngfélaginu tökum
vel á móti ykkur.
Upplýsingar í síma 554-4583