Listin að lifa - 01.12.1998, Side 12
HEILBRIGÐ SÁL í
Það er glatt á hjalla hjá leikfimi-
konunum í Víkingsheimilinu í
Blesugróf, sem sitja yfir kaffi-
bolla áður en leikfimin hefst.
„Kaffiklúbburinn okkar byrjar kl.
10.30, maður verður að hafa tíma
til að rabba saman.“
„Þeir sækja svo í okkur, strákarn-
ir. Sérðu ekki hvað við erum
hressar?" segir önnur. Almennur
hlátur. Leikfimitímann sækja bæði
konur og karlar. Karlmennirnir
streyma að, en enginn hættir sér
inn í kátan konuhóp kaffistofunn-
ar.
- Þið eruð í fjölmennasta leikfimi-
tíma landsins...
Stærsti leikfimihópur
landsins
á vegum Iþrótta- og tómstundaráðs
„Já, og þeim skemmtilegastaf'
segja þær og hlæja.
„Tvímælalaust erum við með
besta kennarann. Hún Edda er al-
veg frábær! Við þyrftum að fá pall
undir hana, svo að hún sæist alls-
staðar að úr salnum.“
„Við erum lílca á öllum aldri. Sú
elsta okkar er 83 ára. Hún er svo
liðug og kemur alltaf tímanlega til
að hita sig upp. Hún Arný byrjaði
í hestunum 73 ára og ...“ Þær líta
greinilega upp til aldursforsetans,
sem þær segja að sé liðugust
þeirra allra.
- Hittist þið eitthvað utan leik-
fiminnar?
„Já, blessuð vertu. Við göngum
saman, aðallega á sumrin, þegar
leikfimin er ekki. Gönguhópurinn
okkar heitir „Léttar á löppinni“.
Sýnist þér við ekki vera það?“ Og
þær veltast um af hlátri. Skiljan-
legt að karlarnir leggi ekki í þær!
í Víkingsheimilinu eru starfs-
menn yfir sig hrifnir af þessum
fjölmenna hópi, sem mætir hvern-
ig sem viðrar. „Bara að aðrir hóp-
ar væru svona duglegir," segja
þeir. „Þau slá öll met í aðsókn, yf-
irleitt eru aldrei færri en 70 - oft
um 90 manns í tímunum."
„Líka skemmtilegt hvað hópurinn
spannar alla Reykjavík, kemur
vestast úr Vesturbænum og ofan
frá Grafarvogi," segir Edda Bald-
ursdóttir íþróttakennari. „Ég er
búin að vera með hópinn í 5 ár.
Fólkið hefur gaman af að hittast
og góður félagsandi hefur mynd-
ast. Flestir korna 10 mínútum fyrir
tímann og skokka um salinn til að
hita sig upp. Segja má að þau hiti
bæði líkama og sál,“ segir Edda
og brosir, greinilega stolt af stóra
hópnum sínum.
H a ust
Söngfélag FEB í Reykjavík var með hausttónleika í
Breiðholtskirkju sunnudaginn 25. október. A söng-
skránni voru m.a. lög kórsins frá Kanadaferð í sumar.
Kórinn söng 20 lög, bæði gömul velþekkt svo og
nokkur ný, við góðar undirtektir áheyrenda, sem nutu
þess að hlusta á vel fluttan söng undir stjórn Kristínar
Pjetursdóttur kórstjóra. Undirleikari var Sigrún Gren-
dal.
Hann er „falleg rós í hnappagat" félagsins, hinn frá-
bæri kór okkar, sem sífellt hefur sótt í sig veðrið
einkuni í sumar. Vel æfð söngskrá féll í góðan jarð-
veg í byggðum Islendinga í Kanada, þá sérstaklega á
Islendingadaginn í Gimli eins og sjá má á myndinni.
Við þökkum kórnum ötult starf og árangursríkt.
?Pált‘ ^éjíslasan,
formaður FEB í Rvk.
tó n I e
12