Listin að lifa - 01.12.1998, Qupperneq 18

Listin að lifa - 01.12.1998, Qupperneq 18
- Pensjonisten - í júlí sl. gekk hressilegur maður inn á skrifstofuna hjá FEB í Reykjavík. Þar var mœftur Tore Thjömöe, ritstjóri Pensjonisten, blaðs eldri borgara í Noregi. Hann var tilbúinn til samstarfs við Listin að lifa, og birti góða grein um fé- lagsstarf eldri borgara á íslandi, einnig hvatti hann l'rfeyrisþega í Noregi til að heimsœkja ísland, eftir að hafa ferðast um landið og heillast af góða sumarveðr- inu okkar. BesBk i vest Tore Thjömöe, ritstjóri norska „eldri borgara biaðsins" Pensjonisten með Oddnýju Sv. Björgvins, ritstjóra Listin að lifa. „Island er næsta sumarleyfisland okkar. Hve mörg okkar hafa heimsótt ná- granna okkar vestur í Atlantshafi? Flestir íslendingar eiga rætur sínar í Vesturlandsfjörðum Noregs frá þeim tíma sem landnám Islands hófst á átt- undu öld,“ segir á forsíðu Pensjonisten. „ísland er með 28.000 ellilífeyris- þega“ er yfirskrift greinar, þar sem sagt er að félög eldri borgara á íslandi séu með hæstu félagaskrán- ingu miðað við fólksfjölda á öllum Norðurlöndum og trú- lega í öllum heiminum. Að 50% lífeyrisþega yfir 67 ára séu skráð í félög eldri borgara á Islandi, en í Noregi séu að- eins 20% félagsmenn. „Heimsækið vini okkar í vestri“ er fyrirsögn á góðri ferðagrein um ísland. „ísland er falleg, heillandi og myndræn eyja. Hún er bæði ólík og lík okkar eigin landi. Eyja með virk- um eldfjöllum og hraunbreiðum er eins ólík norska fjalllendinu og hægl er að hugsa sér. En Islendingar eru bræður okkar, fólkið sem stendur okk- ur næst í heiminum," segir Tore. Hann hvetur eldri Norðmenn til að heimsækja Island. Landið sé góður valkostur fyrir eldri borgara, þar sem margar skoðunarferðir séu skraddara- saumaðar fyrir eldra fólk. Hótelin séu fyrsta flokks. Rúturnar séu litlar og þægilegar. Og aldrei sé langt að ganga frá rútu að áhugaverðum stöðum í landslaginu. Að auki sé íslenski hest- urinn öruggur fyrir alla aldurshópa. Pensjonisten er gefið út í yfir 90.000 eintökum og er með 200.000 Island er en vakker, «*"*£ kontrastfyk oy. lan(i, 0ya men ''ín e vnlkaner, lava og eruptive med aktive vulkane . norske srunn. hergarter er sa k Men isiendin- fÍ:rer"r^-de,fo.ksoms.ar oss nærmcst i verden. ^ „Pensjonisten" fasta lesendur. Það er trúlega langt síðan ísland hefur fengið eins góða kynningu í Noregi. Við þökkum Tore Thjömöe kærlega fyrir góð skrif og vonumst eftir góðu samstarfi við hann. Leiðrétting á dagskrá! Sú breyting hefur orðið á dagskrá í Ásgarði, að félagsvistin á föstudögum og sunnudögum hefst kl. 13.30 (ekki kl. 14.00) 18

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.