Listin að lifa - 01.12.1998, Qupperneq 24
Rœtt við séra Braga Skúlason
sjúkrahúsprest
um ellina sem upphaf nýs lífs
Elun er vor
- núr rmrgumv
Fáir standa oftar andspœnis
tímamótum lífs og dauða en
sjúkrahúsprestar.
í umhverfi sjúkrahússins er hin
œðsta speki ofarlega t hugum
flestra, og hlutskipti prestsins er
að ve'ita svör um Itfið og dauðann.
„Hér eru margir að glíma við guð,
eða velta fyrir sér spurningunni
um guð," segir Bragi. „Mjög
margir eru vissir um tilvist hans,
en spyrja hvort hann sé svona
harður dómari að leggja á þá
byrðar sem þeir vilja ekki bera.
Menn gleyma því, að sársauka-
fyllsta reynslan er sú sem þrosk-
ar manninn mest."
Bragi missti systur sína, þegar hann
var tæpra tveggja ára.
„Allt uppgjörið í kringum missinn
var geysimikið mótunarferli. Þáttur
afa míns, að ég barnið 'ætti að vera
viðstaddur kistulagninguna til að
verða ekki myrkfælinn síðar á ævinni,
mótaði mig sterkt. Myndin af henni í
kistunni vitjaði mín aftur við mína
fyrstu kistulagningu. Þessi afi minn
missti föður sinn, þegar hann var 10
ára og mátti ekki gráta, en fór á hverj-
um morgni út í fjós til að fá útrás fyrir
sorgina. Um þetta er skrifað í bókinni
„Æðrulaus mættu þau örlögum sín-
um“.
Eldri kynslóðin varð að „þrauka,
þola og þegja“, ekki gráta, bera örlög
sín með karlmennsku og fara beint út í
lífsbaráttuna aftur. En sorgarferlið
verður alltaf að eiga sinn tíma og upp-
gjörið á sér stað, þegar byrjað er að
tala. Þegar maður missir systkini er
eins og þau eldist með manni, og
þannig var með þessa systur mína.
Fullorðinn skrifa ég bókina „Von“ fyr-
ir syrgjendur sem byggir á systurmiss-
inum.
Þarna kom reynsla afa míns inn í
myndina, hjálpaði mér til að vera
aldrei myrkfælinn. Svona tengingu má
oft sjá í fjölskyldumynstrinu. Gömlu
gildin sem afar mínir og ömmur
kenndu mér hafa stutt mig í lífinu. Nú
eru foreldrar mínir elsta kynslóðin, og
ég kominn einu þrepi nær því að út-
Starfsfólk og sjúklingar fjölmenna á aðventustundirnar.
Á aðventustund á Landspítalanum.
deila lífsgildum til þeirra yngri í fjöl-
skyldunni.
KÖLLUN MÍN - SAMTAL MITT
VIÐ GUÐ
Homsteinar í trúarlífi mínu eru bænir
og ritningarlestur allt frá unga aldri.
Sautján ára fæ ég vissu fyrir því, að
það sé guðs vilji að ég þjóni honum.
Þetta var spurning um sjálfsmynd og
löngun til að stefna í ákveðinn farveg.
Fyrst var ég ekki viss um að ég vildi
þetta, en allt styrkti köllun mína hægt
og sígandi.
Ég fékk líka fljótt vitneskju um, að
mér væri ekki ætlað að vera sóknar-
prestur. Meðvitað og ómeðvitað hef
ég undirbúið mig fyrir starfið, sem ég
gegni nú. Ég átti ekki von á því að
byrja svona fljótt í þessu starfi, en
1989 skorti Landspítalann m.a. þjón-
ustu við krabbameinssjúklinga og for-
eldra með mjög veik börn, og síðan
hef ég unnið hér.“
Bragi vígist til prests 1982 í Hafn-
24