Listin að lifa - 01.12.1998, Blaðsíða 27
lífsins, ekki sú sem skiptir mestu máli.
í þeirri birtingarmynd deyr holdlegur
líkami. Dýrðarlíkami tekur við.
FJÖL - SKYLDA, FÁ - SKYLDA
Þegar maður sér hve mikils virði fjöl-
skyldan er hverjum og einum á loka-
stundu jarðlífsins, hlýtur sú spuming
að vakna „hver sé tilgangur fjöl-
skyldulífsins?“ Margar fjölskyldur
koma saman til að skemmta sér og
hafa það gott saman, en yfirborðs-
spjall einkennir því miður of oft slíkar
samkomur. Fjölskyldulífið er alltof
grunnt til að fólk sé undirbúið til að
styðja hvort annað, þegar erfiðleikar
steðja að.
Mikilvæg merking hvílir í orðinu
fjöl-skylda, það að takast á hendur að
rækja skyldur við þá sem eru innan
fjölskyldurammans í gagnkvæmu sam-
bandi þar sem virðing fyrir einstak-
lingnum er í fyrirrúmi.
Fjölskyldugerðin er alltaf að breyt-
ast, og í nútímanum hafa sumar fjöl-
skyldur breyst í fá-skyldur eða jafnvel
ei-skyldur. Breytingin úr stór-fjöl-
skyldu í kjarna-fjöl-skyldu, smá-fjöl-
skyldu eða jafnvel ör-fjöl-skyldu, þar
sem blóðtengslin ein ráða ekki skil-
greiningunni, heldur í vaxandi mæli
virknin í fjölskyldugerðinni sjálfri, að
bera skyldur gagnvart þeim sem mað-
ur tengist.
Við búum í samfélagi við fram-
lengdar fjöl-skyldur. Ég tengdist þess-
ari hugsun fyrst, þegar ég heyrði við-
tal við John Wayne, kvikmyndaleikar-
ann fræga, fyrirmynd margra karl-
manna af sinni kynslóð. John var
framlengdur faðir, þ.e. faðir sem átti
börn með fleiri en einni konu. Hann
bar því skyldur, fjöl-skyldur á fleiri en
einum stað. Þetta verður stundum ó-
endanlega flókið í öllum þeim hópi af
„öfum og ömmum, pöbbum og
mömmum" sem verða til vegna fram-
lenginga.
Þegar blóðtengslin ein ráða ekki
fjölskyldugerðinni, er oft enn meiri
þörf á að rækta vel fjölskyldugarðinn,
einkum vegna barnanna og eldri ein-
staklinga, en hér eins og alltaf er það
kærleikurinn til náungans sem ræður.
Öldruðum einstaklingi, sem fjöl-
skyldumeðlimir sinna ekki skyldum
gagnvart, ber ekki skylda til að deyja
á hagkvæmum tíma fyrir hina yngri -
í nafni hagræðingar, endurnýjunar
vinnuafls, eða aukningar á ráðstöfun-
artekjum yngri kynslóða.
Krónur og aurar verða aldrei réttur
mælikvarði á líf einstaklinga.
Framleiðni tiltekinnar mannsævi er
fyrst rétt metin, þegar hún er séð í
tengslum við annað fólk, mér liggur
við að segja í sögulegu samhengi, til-
finningalega, andlega, trúarlega, sið-
ferðilega og tilvistarlega.
GILDI ELDRI KYNSLÓÐA
Fagnaðarefni mitt í lífinu er að til-
heyra fjölskyldu, sem ég get deilt
kjörum með, - og trúin á Krist,“ segir
Bragi. „I bernsku var ég svo gæfu-
samur að fá að njóta leiðsagnar eldri
kynslóðar og tileinka mér lífsgildi
hennar. Ætíð síðan hef ég haldið utan
um þau gildi sem mín eigin. Ég er
sáttur við, hvaðan ég kem.
Á seinni árum hefur þetta veganesti
nýst mér geysilega vel, og hjálpað
mér til að takast á við lífið. Og mér
finnst sem draumar eldri kynslóða séu
að rætast í okkur að einhverju leyti,
gott að þeir rætast ekki allir, því að
sumir eru óraunhæfir.
En það er mikilvægt að eiga sér
draum, og ekki síður að öðlast sátt við
stefnu í lífinu. Markmiðið er ekki
hægt að negla niður á ákveðinn tíma
og fórna öllu fyrir það. Sá sem vill
hafa NÚ-ið sem viðmiðun alls, hefur
lítið fram að færa. Fjölskyldan verður
alltaf að vera inni í myndinni.
Fyrsta samband hverrar fjölskyldu
er foreldrasambandið, en í nútímanum
virðist systkinasamfélagið ráða í sí-
vaxandi mæli. Enginn virðist vilja
axla þá ábyrgð að vera eldri fyrir-
mynd. Þegar foreldrar vilja koma fram
sem systkini barna sinna, og láta raun-
veruleg uppeldismarkmið víkja fyrir
afþreyingu - er ábyrgðin úti, ábyrðar-
leysið inni. Þá má spyrja, hvar foreldr-
arnir séu? Tímaskyn skortir, þegar
framkoma eldra fólks gagnvart þeim
yngri fer að verða barnaleg. Þegar
kynslóðabilið hverfur, sjáum við
kannski til fullnustu hversu mikilvægt
það er, því að þegar landamæri hverfa,
er hætt við að virðingin hverfi líka.
Séra Bragi Skúlason ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur og Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur.
27