Listin að lifa - 01.12.1998, Side 31
Á fjölskyldudegi í Kópavogi þar sem ungir og aldnir skemmtu sér saman.
öllu gömlu fólki inn á sama farveg,
búa til ákveðin hverfí fyrir eldri borg-
ara. Ég hélt að stefna stjómvalda væri
að allir byggju saman, fatlaðir og ó-
fatlaðir, ungir og gamlir, en ekki á af-
mörkuðum básum í þjóðfélaginu.
Sama má segja um of mikla for-
ræðishyggju eða ofvemdun, sem gerir
eldra fólki ekki kleift að lifa með
reisn. Starfsfólk í öldrunarþjónustu á
að gæta þess að vinna með skjólstæð-
ingum sínum, en ekki álíta sig geta
hugsað fyrir þá. Það eru forréttindi að
fá að vinna með eldri kynslóðinni,
sem býr yfir lífsreynslu sem við get-
um öll lært af.
Nú eru margir á eftirlaunaaldri enn-
þá með mikla starfsorku, og búa yfir
dýrmætri reynslu og þekkingu sem
þarf að varðveita. Það væri verðugt
verkefni fyrir Háskóla íslands að hefj-
ast handa á Ári aldraðra að safna sam-
an slíkum fróðleik."
- Virðir Alþingi lífsreynslu heillar
niannsævi?
„Alls ekki. Stjórnmálaflokkar, eins
og aðrir í samfélaginu, eru ofurseldir
lögmáli markaðarins. Við lifum í
æskudýrkunarsamfélagi, þar sem þyk-
ir eftirsóknarvert að vera ungur, og
flokkarnir kappkosta að vera með
meðalaldur sem lægstan í efstu sætum
listanna. Með öðrum orðum - að láta
unga fólkið, sem býr yfír minnstri lífs-
reynslu, komast til áhrifa - í stað þess
að hafa Alþingi vinnustað fólks á öll-
um aldri. Lífsreynsla heillar manns-
ævi er þannig einskis metin.
Unga stjórnmálamenn vantar mikið
í lífsreynslusjóðinn. Þeir hafa ekki
prófað, hvernig það er að eldast, ekki
upplifað að eignast tengdaböm, að
vera afí og amma, eða sinna hlutverki
elstu kynslóðarinnar í flóknu fjöl-
skyldumunstri nútímans. Hvemig á
þetta unga fólk að geta tekið ábyrgar
ákvarðanir um fjölskyldumál frá A til
Ö? Ungir stjórnendur ættu a.m.k. að
vera með eldri ráðgjafa sér við hlið.“
- Ertu að segja með þessu, að búið
sé að markaðssetja æskudýrkun?
„Já, æskudýrkun er löngu orðin
markaðsvara. „Að vera ungur er eftir-
sóknarvert“ segir markaðurinn - og
dælir stöðugt inn á okkur skilaboðum
um andlitslyftingar og hrukkukrem.
Auðvitað er gaman að vera ungur, en
öldrun er eðlilegt ferli hverrar lífveru
sem fæðist. En í stað þess að þjóðfé-
lagið veiti eldra fólki siðferðilegan og
félagslegan stuðning, er almenna kraf-
an sú. að við séum ung miklu lengur
en eðlilegt er.
Viðhorfin til þess að eldast þurfa að
breytast. Öldrunarferlið og ellina þarf
að skilgreina út frá réttum forsendum,
ekki bara út frá því að vera ekki ungur
lengur.
- Hvemig lítur þú á ellina, Sigur-
björg?
„Ellin er ögrandi, spennandi at-
hafnatímabil. Þá ertu laus við strit í
launavinnu - færð frelsi til að skapa,
njóta og láta gott af þér leiða.
Ég hlakka til ellinnar, eins og hvers
dags í lífinu. Vonandi verð ég þá svo
heilsugóð, að ég geti látið draumana
rætast, sem hafa orðið að bíða sökum
tímaleysis, eins og að ferðast, mála,
sauma, lesa, skrifa og fleira.
Við
eigum að
rækta líkama
og sál, og undirbúa
efri árin bæði fjár-
hagslega og at-
hafnalega.
Mér finnst fólk
of upptekið af því að safna veraldleg-
um auði í ellinni, í stað þess að njóta
þess að vera til, nýta það sem það á.
Umfram allt er það eldri kynslóðin,
sem getur og á að hafa tíma til að
rækta fjölskylduböndin. Ég ítreka, að
það er fjölskyldan sem skiptir mestu
máli, þegar erftðleikar steðja að og við
þurfum stuðning.“
- Undirbúningur fyrir ellina ætti að
vera hverjum manni hugleikinn, í stað
þess að kvíða henni, því að eins og
vitur maður sagði: „Ef þú eldist ekki,
þá deyrðu.“ Er þetta ekki eitt mark-
miðið á Ári aldraðra?
„I hópvinnu á vegum framkvæmda-
nefndar fyrir Ár aldraðra, var lögð
þung áhersla á að fólk undirbúi sig
mun fyrr og markvissar fyrir eftir-
launaárin. Eins er mikilvægt markmið
fyrir hvern mann, að hann fái að taka
virkan þátt í þjóðfélaginu eins lengi
og heilsa og kraftar leyfa. Fyrst þegar
allir þegnar þessa lands eru virkir og
virtir - er hægt að tala um að við
búum í þjóðfélagi fyrir fólk á öllum
aldri, eins og Ár aldraðra stefnir á.“
31