Listin að lifa - 01.12.1998, Page 32

Listin að lifa - 01.12.1998, Page 32
boxötd Marentza Poulsen var 14 ára árið 1964, þegar fjöl- skyldan fluttist tíl íslands frá lifla þorpinu Skopun á Sandey í Fœreyjum. „Ofsaleg viðbrigði að uppl'rfa fyrstu jólin á íslandi. Við vorum hissa, hvað mikið gekk á. Undrandi, hvað allir gáfu stórar jólagjafir. Okkur fannst við ekki eiga samleið með þjóðinni," segir Marentza. „í Fœreyjum héldum við yndisleg jól. Mamma bakaði viku fyrir jól. „Maður borðar ekki gamlar kökur á jólunum," sagði hún. Þegar maður svo stofnaði fjölskyldu, varð ég eins og allar hinar. Setti allt á annan endann fyrir jól, - var iðulega með gúmmíhanska á síðustu stundu, - með tárin í augunum yfir sósunni á aðfangadagskvöld, orkaði ekki meiru! Var þeirri stundu fegnust, þegar börn- in voru búin að taka upp allar jólagjaf- irnar. Og átti þann stóra draum að þurfa ekki að klæða mig á jóladag. Verst af öllu var að fara í bæinn á aðventunni og mæta spurningunum: - Hvað segirðu, ertu ekki búin að öllu? Svo gerðist það fyrir mörgum árum, að pabbi þurfti að fara í læknismeðferð til Danmerkur. Og ég fór í nóvember með honum. Ég var ein og hafði ekkert annað að gera en sjá, hvernig Danir undirbyggju jólin. Þá allt í einu opnuðust augu mín. Öll veitingahús voru full af fólki, heilu tjölskyldumar yfir jólahlaðborði. - Skyldi þetta fólk ekkert hafa að gera? spurði ég sjálfa mig. Matarboðið til frænku minnar gerði útslagið. Allt var svo notalegt hjá henni. Og á fallega skreyttu borði voru smákökur, hnetur og logandi að- ventuljós. Samtal okkar varð afar vandræðalegt, þegar ég byrjaði að spyrja hana. - Þú ert bara búin að öllu! - Hvað mein- arðu? Frænka mín sagðist alltaf baka smákök- urnar í nóvem- ber og borða þær í desember. Það hefði aldrei hvarflað að henni að gera neitt í desember. Þá léti fjölskyld- an fara vel um sig á kaffihúsi yfir súkkulaði og jólaglögg. - Áttu eftir að baka þegar þú kemur heim? spurði hún undrandi. - Hvað gerirðu þá með fjölskyld- unni í desember? Það mundi ég ekki. - Hvenær borðið þið allar þessar kökur? Á jólunum. - Þá emm við með svo mikinn mat. - Áttu þá ekki fullt af kökum í jan- úar? Af hverju bakarðu ekki þá? Þarna fékk ég tækifæri til að endur- skoða minn lífsstfl í desember. Kynnast því, hvað Danir höfðu það huggulegt fyrir jólin. Búðir voru aldrei opnar lengur en til hálf sex, aldrei uin helgar. Danir myndu aldrei nenna að vinna svo lengi. Frænka mín sagðist nota garðborð- ið fyrir jólahnetuborð. Fyrsta verk mitt, þegar ég kom heim var að taka það inn. Síðan laumaðist ég út í Vogue og keypti fínt efni og grænt fóður, sem ég rykkti utan um borðið. Smákökur bakaði ég á meðan krakk- amir voru í skólanum. Á laugardagskvöldið fyrir fyrsta í aðventu útbjó ég svo lítið hnetuborð, þegar allir voru sofnaðir. Skreytti það með eplum, hnetum, smákökum, jólarós og aðventukrans. I rúmið fór ég ekki fyrr en kl. 4, svo spennt að ég gat varla sofnað. 32

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.