Listin að lifa - 01.12.1998, Qupperneq 40

Listin að lifa - 01.12.1998, Qupperneq 40
• • • ‘iKÍrkjuhæjark lamtur náttúrufegurð og sagnaauðgi í tilefni af Kátum vordögum voru nokkrir full- trúar LEB og forstöðumenn félagsmiðstöðva boðnir að Klaustri til að kynna sér aðstœður. Yfir tuttugu manns þáðu boðið og héldu austur með Benedikt Davíðsson formann í broddi fylkingar. Hópurínn gisti eina nótt á Hótel Kirkjubœjar- klaustrí, gœddi sér á villibráðarhlaðborði og dansaði um kvöldið. Eftir að hafa notið frábœrrar leiðsagnar Jóns Helgasonar frá Seglbúðum nœsta morgun, var einróma álit allra, að sagnaslóðir Kirkjubœjarklausturs létu engan ósnortinn. Notaleg hlýja einkenndi andrúmið á Hótel Kirkjubæjarklaustri um kvöldið, undir skammdegisregninu úti. Kerta- ljós settu hátíðablæ á vi 11ibráðarhlað- borð, þurrkuð blóm og lauflausar greinar vitnuðu um árstíðina - og villtu dýrin í íslenska náttúruríkinu stóðu hljóðan vörð. Villibráðin gleður auga og bragð- lauka. Víða er búið að gæða sér á fag- urlega skreyttum og gómsætum hlað- borðum - þetta var þjóðlegt borð á heimsmælikvarða. Tónlistin var einn- ig til fyrirmyndar, ekki of hljóðmögn- uð, en þægilega dempuð og eftir góð- an kvöldverð var tilvalið að liðka sig á dansgólfinu. Að morgni er stilla í lofti og smáúði. Kyrrð umvefur hús undir klettasnös og hvítar kindur á beit í grænni hlíð, svo frosnar í beitarfarinu, að engu er líkara en hér birtist leik- sviðsmynd úr Pilti og stúlku. Hér er gott að hvíla hugann, ganga út í náttúruna og hlusta á þá hvítu rneð loðnu tærnar kurra í görðunum. A Klaustri er hún ekki „ein upp til fjalla yli húsa fjær“ - hér má sjá þessa fögru fugla í hópum. Rjúpan er friðhelg í byggð, annars væri hún ekki svona gæf. Ovíða er betra að skynja sögusvið- ið, sem bærir á sér í hverju örnefni þegar gengtö er að Kirkjugólfi eða Systrastapa. I kapellunni er minning Hvítur Systrafoss og fagurblátt árstreymi. eldklerksins sterk, sem bað í trúarhita fyrir söfnuðinum á meðan glóandi hraunelfan færðist nær. Ævintýralegt að nunnuklaustur skuli hvíla sandi orpið handan við kapelluvegginn. Nú má sjá útlínur klausturveggjanna á jarðsjármælum. Gaman væri að sjá klaustrið rísa úr sandinum, aðrar eins sögulegar menj- ar hafa verið grafnar upp. Kirkjubæj- arklaustur er mikilvægt í sögu kristni á íslandi. Hér er landið stöðugt í mótun. Kapellan á „Klaustri" er staðarprýði. Hvernig skyldi það hafa litið út, þegar paparnir komu? Sjálfsagt allt öðruvísi en nú. Fáir staðir á Islandi hafa verið eins háðir duttlungum náttúruallanna, enda virkar eldstöðvar allt í kring - Lakagígar, Öræfajökull, Katla. Skuggar skáhallrar skammdegis- birtu liggja yfir Systrafossi, dulræn birta, sem kyndir undir ímyndunar- aflið þegar hópurinn gengur að menn- ingar- og fræðslusetrinu, Kirkjubæjar- ■stofu sem geymir svipmyndir af - „eldvirkni gærdagsins“ í Gjálp 1996 40

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.