Listin að lifa - 01.12.1998, Síða 44
Jólaáafir^
Margir eru í vandrœðum að kaupa og velja jólagjafir, en ekki þœr Guð-
björg og Aðalbjörg, - sem útbúa þœr allar sjólfar. Og þetta eru engar
smáar jólagjafir, heldur má telja margar eigulega œttargripi. Aðalbjörg
og Guðbjörg sitja á námskeiðum í Gerðubergi, lœra útskurð, postulíns-
málun, perlusaum, bókband, orkederingu og margt fleira. Þœr voru svo
elskulegar að opna heimili sín fyrir Listin að lifa, svo að lesendur fengju að
sjá þessar fallegu jólagjafir.
„Má ekki bjóða þér kaffisopa,"
segir Aðalbjörg sem var búin að
baka fína rjómatertu.
Guðbjörg Guðbrandsdóttir var bónda-
kona vestur í Dölum á yngri árum, að
Saurum og Ási í Laxárdal. „í bú-
skapnum hafði maður ekki tíma í fína
handavinnu, en ég vann föt á fjöl-
skylduna, lærði kjólasaum í einn vetur
og saumaði allt og prjónaði á sjálfa
mig og syni mína tvo. Nú getur maður
gert þetta og finnst óskaplega gaman
að því.“
Gaman er að sjá, hvað handbragðið
er fallegt hjá Guðbjörgu, sem segist
seinvirk í öllu dútli, vandar sig greini-
lega vel. „Eg var fyrst aðallega í bók-
bandi, batt inn allar bækumar mínar
sem mér þótti afskaplega gaman að
gera.“ Guðbjörg bendir á bókahillur
með fallega innbundnum bókum.
„Nú finnst mér mest gaman að
mála á postulín. Við getum fengið
myndir brenndar á, en ég teikna þær
sjálf, fór á teikninámskeið sem hefur
hjálpað mér, og það er meira gaman
að vinna þetta frá grunni.“
Guðbjörg segist sitja með fíngerðu
orkederinguna fyrir framan sjónvarp-
ið.
„Þetta er ekki erfitt, þegar maður er
búinn að læra hnútinn,“ segir hún.
„Maður lærir svo margt í félags-
starfinu í Gerðubergi, til dæmis hafði
ég aldrei snert á útskurði fyrr en þar.
Ég gef börnunum mínum, tengda-
börnum og barnabömum flest sem ég
vinn. Gaman að gefa, þegar gjöfin
veitir gleði. Þáð er mikil ánægja með
svona jólagjafir hjá mínu fólki.”
Guðbjörg vandar vel allt handbragð.
Þarna sker hún út ostabakka.
Aðalbjörg Bjarnadóttir er af Við-
fjarðarætt, sem margir Austfirðingar
þekkja. Viðfjörður er eyðifjörður inn
af Norðfirði, en þar fæddist Aðal-
björg. Stórt og myndarlegt hús, sem
ættingjar hennar byggðu 1936 og Að-
albjörg lék sér í sem stelpa, stendur
enn í firðinum. „Á þriðja hundrað
manns voru á ættarmóti í húsinu í
sumar. Alveg dásamlegt að koma
þangað aftur.“ Aðalbjörg hefur búið í
Reykjavík í 50 ár, eða öll sín búskap-
arár, og unnið við þrif hjá tollinum í
36 ár.
Listfengu handbragði Aðalbjargar
var viðbrugðið í Gerðubergi, þegar
hún gerði útsaumaða hvíta blúndu-
kápu utan um albúm sem hún gaf
systurbarni sínu í brúðargjöf. Ungu
hjónunum er annt um hvíta blúndu-
albúmið sitt með brúðarmyndunum,
og varðveita það sem hinn mesta dýr-
gnp.
Jólagjafirnar eru ekki síðri hjá Að-
albjörgu. Utskorin veggklukka. Perlu-
saumuð konfektskál, með tilheyrandi
perlusaumi utan um kertin, og hand-
bundin sálmabók. Askja fyrir jólapóst-
inn, handmáluð jólasveinakanna og
fleira sem er leyndarmál jólapakkans.
„Ég útbý allar jólagjafír sjálf og nýt
þess reglulega," segir hún. „Það er svo
gefandi að sitja á þessum námskeið-
44