Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 14
miðvikudagur 28. maí 200814 Neytendur DV Lof&Last n Lofið fær gler- augað í Faxafeni. Starfsmenn brugð- ust vel við þegar þeir fréttu af við- skiptavini sem hafði ekki fengið tíma hjá augnlækni fyrr en í haust. Þeir tóku að sér að finna tíma fyrr og fekk hann tíma fljótlega. Hann var ánægður með alúðlegt viðmót starfsmannanna sem vildu fylgjast með framgangi mála. n Lastið fær Tölvu- listinn. ung kona hafði gengið frá kreditkortagreiðslu fyrir tölvu og flakkara þegar í ljós kom að tölvan sem hún ætlaði að kaupa var alls ekki til, heldur aðeins sýniseintak. Þegar hún kom að sækja tölvuna nokkrum dögum seinna var tölvan ekki komin í hús.Enginn baðst velvirðingar á þessum óþægindum. Margir fylla tankinn í Reykjavík áður en farið er út á þjóðvegina: Kauptu bensín úti á landi Ódýrara er að taka bensín á landsbyggðinni en í Reykjavík. Ferða- langar sem leitast eftir að ferðast á sem hagstæðastan máta ættu frekar að taka bensín í Borgarnesi eða á Sel- fossi áður en haldið er út á þjóðvegina en í höfuðborginni. Eftir að bensín- verð hækkaði upp úr öllu valdi er um að gera að leita eftir lægra verði. Neyt- endur eru hvattir til þess að eiga við- skipti við þá sem bjóða lægra verð. Hjá Olís í Garðabæ kostaði bensínið þann 30. maí 2008 heilar 162,40 krónur. Það kostaði 161,90 krónur í Borgarnesi og 160,40 krón- ur á Selfossi. Sá sem kaupir hjá Olís og er að fara til Víkur Í Mýrdal gæti fengið bensínið tveimur krónum ódýrara ef hann kýs að taka það á Selfossi . Þeir sem eru með kort frá ÓB geta líka gert betri kaup með því að taka bensínið rétt fyrir utan borgina. Bensínlítrinn kostaði 160,70 krónur í Reykjavík, 159,70 krónur í Borgarnesi og 159,30 krónur á Selfossi þann 30. maí. Hægt er að gera hverja athöfn ódýrari ef leitað er eftir því sem er hagstæðara og á það við um allt. Þrátt fyrir að verðmunur á bensíni sé ekki gríðarlega mikill skiptir hver króna máli og fólk getur sparað sér þúsundir þegar allt kemur til alls. Álfheimar 161,90 177,30 Bensín dísel Bíldshöfða 160,70 176,20 Bensín dísel Skógarhlíð 159,40 176,20 Bensín dísel Eiðistorg 160,6 176,1 Bensín dísel Blönduós 160,70 176,20 Bensín dísel Fellsmúla 160,70 176,20 Bensín dísel Skógarseli 160,90 176,30 Bensín díselel d sn ey t i Í dag hefst samstarfsleikur DV og dv.is sem ber nafnið DV gefur milljón. Allan júní- mánuð verða fimm vinningshafar dregnir út á dag og hljóta þeir í verðlaun tíu þús- und króna inneign í Bónus. Þátttaka fer fram á netinu en til að geta verið með þarf að eiga eintak af DV. 100 fjölskyldur munu á næstunni detta í lukkupottinn og fá inneignarkort sem léttir þeim lífsbaráttuna. DV gefur 100 matarkörfur Lítill jarðar- berjasjeik Nú þegar sól hækkar á lofti er meiri aðsókn í ísbúðir lands- ins. DV kannaði verð á litlum jarðarberjasjeik í vinsælustu ís- búðunum. Ódýrastur er hann í Erluís í Skeifunni og Íshöllinni en dýrastur er hann í Sælgætis- og vídeóhöllinni í Garðabæ. Í dag hefst leikurinn DV gefur milljón og mun hann standa allan júnímán- uð. Leikurinn fer þannig fram að á hverjum degi verða fimm heppnir vinningshafar dregnir út og hljóta að launum tíu þúsund króna inneign í Bónus. Vinningurinn er í formi inn- kaupakorts sem vinningshafinn get- ur notað að vild. Með kortinu geta lesendur DV og dv.is keypt það sem þeim hentar í einhverjum af verslun- um Bónuss um allt land. Þátttaka á netinu Leikurinn fer þannig fram að á forsíðu DV alla daga í júní mun birtast lykilorð dagsins. Þátttakan sjálf fer fram á dv.is og verður fólk að eiga eintak af blaðinu til að geta tekið þátt. „Það sem þú þarft að gera er að fara inn á dv.is og finna leikinn sem verður á áberandi stað á forsíðu vefsins. Þar þarf að fylla út þátttökueyðublað ásamt því að slá inn lykilorð dagsins,“ segir Ásmund- ur Helgason, sölu- og markaðsstjóri DV og Birtíngs. Ásmundur segir að dregið verði úr hópi þátttakenda hvers dags að morgni þess næsta. „Við munum svo hafa samband við vinningshafana og þeir koma og ná í innkaupakortið,“ segir Ásmundur. Til að geta leyst út innkaupakortið verður að framvísa blaðinu. Góður vilji Eins og áður kom fram mun DV gefa eina milljón til neytenda í júní. Dregnar verða út 25 matarkörfur í viku hverri. Hundrað körfur á ein- um mánuði. Ásmundur segir þetta vera hluta af því að sýna góðan vilja á krepputímum. Það er orðið dýr- ara að kaupa í matinn og er tilgang- urinn að gera hundrað fjölskyldum kleift að kaupa meira og létta þeim þannig lífsbaráttuna. Geymið blaðið Leikurinn hefst frá og með deg- inum í dag og mun standa til 30. júní. Allir sem vilja geta tekið þátt og eins oft og þeir vilja. „Það kem- ur nýtt lykilorð á hverjum degi og því þarf að fylla út nýjan þátttöku- seðil í hvert skipti,“ segir Ásmund- ur. Þeir lesendur DV sem búa úti á landi geta sent eintakið af blað- inu í pósti og fá þá innkaupakort- ið sent um hæl. Greint verður frá vinningshöfunum vikulega á neyt- endasíðu DV og á dv.is. Lykilatrið- ið er að fólk geymi blaðið og fram- vísi forsíðuborða þess ef það er svo heppið að verða dregið út. Vakni upp spurningar um leik- inn er hægt að hafa samband við skiptiborð DV í síma 515 5500. jarðarberjasjeik ísbúðin erluís 300 íshöllin 300 snæland laugavegi 320 brynjuís akureyri 350 ísbúðin álfheimum 375 ísbúðin Hagkaupum 430 sælgætis-og vídeohöllin 550 Dælulykillinn málið „Ég var að fá dælulykil frá atlantsolíu í gegnum FíB og er mjög sáttur við að vera farinn að nota hann, “ segir guðjón Bergmann, rithöfundur, fyrirlesari og jógakennari. „mér finnst ágætt þegar ég sé bensínverðið annars staðar og keyri svo að atlantsolíu og fæ lægra verð þar. Þó verðið þar hækki líka þá hækkar það ekki eins mikið. Ég veit ekki hvað maður er að borga fyrir í mismuninum.“neytendur@dv.is umSjón: áSdíS Björg jóHannESdóTTir asdisbjorg@dv.is Neyte ur áSDÍS BJÖRG JÓHAnnESDÓTTiR blaðamaður skrifar: asdis@dv.is „Lykilatriði að fólk geymi blaðið“ DV og dv.is gefa eina milljón á einum mánuði Bónus vinningshafar fá tíu þúsund króna inneign í Bónus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.