Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 16
Svarthöfði hefur alltaf verið mikill aðdáandi bandaríska leikarans Owens Wilson. Að mati Svarthöfða er leitun að jafn- geðþekkum og skemmtilegum manni og Owen. Hann var óborg- anlegur í Brúðkaupsboðflennun- um, stórkostlegur í Zoolander og þrusugóður í Þú, ég og Dupree. Það var því áfall fyrir Svarthöfða þegar jafnviðkunnanlegur maður og Owen Wilson freistaði þess að svipta sig lífi í fyrra. Ástæðan var að ást hans hrökk af leikkonunni Kate Hudson eins og vatn af gæs. Skötuhjúin tóku saman á ný eftir harmþrungna sjálfsvígstil-raun skopleikarans, en upp úr því sambandi slitnaði aftur. Í þetta skiptið var það besti vinur Owens, hjólreiðamaðurinn Lance Arms- trong, sem stal stóru ástinni frá hon- um. Téður Lance er ekki við eina fjölina felldur, því þetta er í annað skiptið sem hann stelur kærustu frá Owen. Áður hafði hann ginnt til sín söngkonuna Sheryl Crowe, sem þá var einnig í sambandi við Owen. Þvílíkur vinur. Stundum er lífið grátlegur gamanleikur. Fleiri fregnir af fræg-um hjónadjöflum bárust nýverið. Pete Doherty, sem er einna þekktastur sem illa tenntur kærasti of- urmódelsins Kate Moss, gerðist svo kræfur að fara fram á það við eiginmann sjúskaða söngfuglsins Amy Winehouse að hann yfirgæfi hana svo hann gæti tekið við. Ef Pete og Amy byrjuðu saman myndi heimurinn meika sens. Stundum er lífið heljarinnar harmónía. Enn ein fréttin af samböndum fræga fólksins gekk algerlega fram af Svarthöfða. Það var sú uppljóstrun að eiginmaður kántrí- söngkonunnar Shaniu Twain hefði haldið fram hjá henni með bestu vinkonu hennar. Viðlíka afleikur hefur ekki sést síðan Britney Spears giftist Kevin Federline (K-Fed). Eig- inmaður Shaniu er 17 árum eldri en hún og allt annað en frýnileg- ur. En stundum er lífið kolgeggjað kántrílag. Enginn maður hefur kitlað hláturtaug-ar Svart- höfða jafnoft og Bill Murray. Djörfulleg látalæti hans í Draugabönun- um og endurtek- ið, látlaust glensið í Múrmeldýrsdeginum hreinlega grættu Svarthöfða úr gleði. Bill Murray var kumpánlegur í hví- vetna, í sólskini sem regni, frammi fyrir dauða og draugum. Hann var hinn fullkomni félagi. Nú er komið í ljós að Bill Murray er allt annar maður í raun en sá sem birtist okk- ur. Eiginkona hans sótti um skiln- að á dögunum með þeim orðum að hann hefði beitt hana ofbeldi, haldið fram hjá henni og verið hinn versti í ellefu ára hjónabandi þeirra. Stundum er lífið í raun eins og léleg þýðing á japönsku ljóði. mánudagur 2. júní 200816 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson, janus@dv.is fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DrEifingarStjóri: jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Sturlað Stjörnulíf Svarthöfði REYNIR TRAUSTASON RITSTjóRI SkRIfAR. Náttúran reiðir gjarnan til höggs þegar síst varir. Fumlaus viðbrögð Leiðari lafur Helgi Kjartans- son, sýslumaður á Selfossi og yfirmað- ur almannavarna á svæðinu, og hans fólk vann frábært starf þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir á fimmtudag. Örskömmu eftir áfallið sem rústaði hundruð- um heimila á Suðurlandi var allt kerfið komið í gang og allt sem í mannlegu valdi stóð var gert til þess að greina ástand- ið og koma fólki til hjálpar. Björgunarsveitir voru um- svifalaust mættar til að bjarga fólki ef á þyrfti að halda. Sem betur fer varð ekki mannfall í þessum ógurlegu hamförum en það má teljast heppni ef miðað er við stærð skjálftans. Suðurlandsskjálftinn kennir okkur enn einu sinni hve tilvera okkar er ótrygg þar sem náttúran er ann- ars vegar. Fallandi vísitölur hlutabréfa og hrun krónunnar er hjóm eitt þegar náttúruhamfarir eru annars vegar. Þar er lífið að veði. Þetta þekkjum við úr snjó- flóðum og sjóslysum sem hrifs- að hafa til sín fjölda manns- lífa. Náttúran reiðir gjarnan til höggs þegar síst varir. Þá er áríðandi að kerfi almanna- varna sé gott og skilvirkt. Í því kerfi er þáttur björgunarsveit- anna mikilvægur. Þúsundir sjálfboðaliða eru ævinlega til- tækar og menn reiðubúnir til að leggja sig í hættu til að bjarga samborgurum. Athygli vakti að strax á hamfaradaginn á Suð- urlandi mættu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, eiginkona hans, á svæðið. Forsetinn skil- ur að hans hlutverk er að vera sýnilegur á meðal fólksins á erf- iðum stundum. Aðrir ráðamenn komu daginn eftir á fund Sunn- lendinga. Fumlaus og hröð viðbrögð við Suðurlandsskjálftanum undirstrika hve gott kerfi hefur verið byggt upp og hversu heppn- ir við Íslendingar erum að þessu leyti. DómStóLL götunnar Er sumarfrí alþingismanna of langt? „er þetta ekki úrelt? var þetta ekki við lýði þegar bændur voru á þingi?“ Kristján A. Kristjánsson, 65 ára húsgagnasmiður „Ég veit ekkert hvað sumarfrí alþingismanna er langt.“ Harpa Mjöll Reynisdóttir, 11 ára nemi „mér finnst þetta of langt. Þrír mánuðir, ég fæ ekki nema 4 til 5 vikur. mér finnst allt í lagi að skerða það um helming.“ Hrafnhildur Waage, 52 ára sjúkraliði „mér finnst þeir eiga að fá fimm vikur eins og allir hinir. Það ætti að duga þeim eins og okkur hinum.“ Friðrik Ragnarsson, 38 ára þjálfari Grindavíkur í körfubolta SanDkorn n Stóísk ró þingmanna á Alþingi í Suðurlandsskjálftanum á fimmtudag vakti í senn athygli og aðdáun almennings. Þeir stóðu keikir þótt jörð skylfi og nötraði. Einn þing- mannanna kipptist hins vegar veru- lega við og skáskaust út úr sal Alþingis. Það var Bjarni Bene- diktsson, vonarstjarna Sjálf- stæðisflokksins, sem greinilega var með almannavarnaviðbrögð og sjálfsbjargarviðleitnina í lagi. n Ólafur Ragnar Grímsson for- seti sýndi enn og sannaði eftir Suðurlandsskjálftann að hann stendur við hlið þjóðar sinnar. Hann var mættur ásamt Dorrit Moussaieff á hamfarasvæðið nokkrum klukku- stundum eftir jarð- skjálftann, klæddur í viðeig- andi smart klæðn- að. Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra náðu hins vegar ekki að sinna hlutverki sínu sem landsforeldrar fyrr en sólarhring síðar. n Það herbragð viðskiptaveld- is Jóns Helga Guðmundsson- ar, forstjóra Norvikur, að taka einhliða ákvörðun um 60 daga greiðslu- frest Byko gegn birgj- um hefur mætt mikilli gagnrýni. Ákvörðunin virtist bera keim af kúg- un og við- skiptaofbeldi, enda mega birgj- ar sín lítils gegn gríðarlegu veldi Jóns Helga. Pétur Gunnarsson, ritstjóri eyjan.is, benti hins veg- ar á það á Bylgjunni að mögu- lega sé ekki um ofbeldi að ræða, heldur nauðvörn. Svo geti verið að veldi Jóns Helga „rambi á barmi gjaldþrots“, eins og hann orðaði það, og því sé ekki um að ræða fúlmennsku af ásetningi. n Condoleezza Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, olli blaðamönnum vonbrigðum á blaðamannafundi. Hún svar- aði einungis tveimur spurning- um frá íslenskum blaðamönn- um. Önnur spurningin varðaði Guantanamo-fangabúðirnar og hafa íslenskir blaðamenn yfirleitt eftirlátið bandarískum blaða- mönnum frumvinnslu slíks efn- is. Spurningin sem Condi fékk ekki, er hvort Íslendingar verði fjarlægðir af lista hinna viljugu þjóða, hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi staðið við kosn- ingaloforð sitt um slíka beiðni og hvort listi hinna viljugu þjóða sé yfirleitt til. Ó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.