Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 9
DV Fréttir mánudagur 2. júní 2008 9 BROTIN STAÐFEST Tveimur mönnum hafa verið dæmdar hæstu bætur sem ríkið greiðir vegna kynferðisbrota. Annar þeirra segir Sif Konráðs- dóttur hafa brugðist sem réttargæslumaður í málinu þar sem hún hafi vanrækt að leggja málið fyrir bótanefnd. „Þeir hafa nú fengið viðurkenningu á að þetta gerðist. Það er það sem þeim vantaði alltaf,“ segir fósturfað- ir annars mannsins sem dæmdar voru hámarksbætur frá bótanefnd ríkisins vegna ítrekaðra kynferð- isbrota. Tveir ungir menn fengu hæstu bætur sem greiddar eru út frá ríkinu vegna kynferðislegrar misnotkunar sem þeir urðu fyr- ir sem unglingar af hendi kennara síns, Gísla Hjartarsonar. Hvor um sig fékk 600 þúsund krónur í skaða- bætur. Tólf til fimmtán ára drengir DV birti forsíðufrétt um kær- ur piltanna 10. janúar 2006. Gísli svipti sig lífi sama dag en í blaðinu var greint frá því að lögreglan hefði til meðferðar kærur gegn honum vegna kynferðisofbeldis gegn ung- um drengjum. Daginn áður stað- festi Gísli í samtali við DV að lög- regla hefði gert húsleit hjá honum. „Þeir tóku tölvuna mína og skiluðu henni aftur skömmu síðar,“ var haft eftir Gísla í blaðinu. Þar sagði einnig: „Samkvæmt heimildum DV snúast kærurn- ar sem lagðar hafa verið fram um meint kynferðislegt ofbeldi sem Gísli beitti tvo unglingsdrengi þegar þeir voru á aldrinum tólf til fimmt- án ára. Annar þeirra er nítján ára í dag. Drengirnir eiga það sameigin- legt að hafa þegið hjá Gísla stuðn- ingstíma vegna heimalærdóms í Grunnskóla Ísafjarðar.“ Fósturfaðir annars mannsins sagði í samtli við DV í gær að ungu mennirnir væru gríðarlega ánægð- ir með þessar málalyktir: „Þeir hafa nú fengið staðfestingu á að það var brotið á þeim.“ Rannsókn málsins var hætt eft- ir að Gísli tók eigið líf enda byggði hún á ákærum gegn honum. Mennirnir tveir fóru þá með málið til bótanefndar rikisins sem telur ljóst að Gísli hafi misnotað menn- ina kynferðislega þegar þeir voru unglingar. Segir réttargæslumann hafa brugðist Annar mannanna sem kærði Gísla segir réttargæslumann hafa brugðist í máli sínu. Hann segir ekkert hafa staðið til boða nema að skjóta málinu til bótanefndar ríkisins þegar rannsókn málsins var hætt. Sif Konráðsdóttir hafði þá verið skipuð réttargæslumað- ur mannanna tveggja. Hún fór með málið fyrir hönd mannanna og tjáði þeim að hún hefði farið með mál þeirra til bótanefndar- innar. Að sögn annars kærandans reyndist þetta aftur á móti ekki vera raunin. Hann segir Sif hafa brugðist þeim algjörlega þar sem hún hafi aldrei lagt málið fyrir bótanefndina. Mennirnir upp- götvuðu þetta skömmu áður en frestur rann út til þess að fara með málið fyrir nefndina. „Okk- ur tókst á elleftu stundu að koma málinu fyrir nefndina og fögnum við þeirri niðurstöðu sem nú hef- ur orðið,“ segir annar kærend- anna. „Við vonum að málinu sé nú lokið og það gerist ekki meira af okkar hálfu,“ segir hann. Hann sagði að frétt DV á sín- um tíma hefði eyðilagt rannsókn málsins en hann hefði eindregið lagst gegn birtingu hennar en án þess að tillit væri tekið til þeirrar óskar. Aðstoðaði „vinabörn“ Sögusagnir um kynferðisofbeldi Gísla gegn unglingspiltum höfðu lengi gengið um Ísafjarðarbæ án þess að nokkur væri að gert þar til mennirnir lögðu fram kæru. Í fréttinni sagði að Gísli segði kærur drengjanna til lögreglu vera byggðar á misskilningi. Heimakennsla á eigin vegum Frétt DV vakti mikla athygli og var afar umdeild. Undirskrifta- söfnun fór fram á Netinu og tugir þúsunda mótmæltu vinnubrögð- um blaðsins. Ritstjórar blaðs- ins á þessum tíma, Jónas Kristj- ánsson og Mikael Torfason, voru leystir frá störfum skömmu síðar og daglegri útgáfu blaðsins var nokkru síðar hætt að sinni. og DV breyttist í helgarblað. Framsetningin fór fyrir brjóst- ið á mörgum en þar var sérstak- lega tekið fram að Gísli væri einhentur en hann missti aðra hendina í slysi til sjós. Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki í Sif Konráðsdóttur. ErlA HlynSdóTTir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „„Okkur tókst á elleftu stundu að koma málinu fyrir nefndina og fögn- um við þeirri niðurstöðu sem nú hefur orðið.“ Ísafjörður „Við vonum að málinu sé nú lokið og það gerist ekki meira af okkar hálfu.“ dV myndir ásgeir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.