Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 32
n Það hafa eflaust margir hrópað sig hása í gær þegar Íslendingar unnu sætan sigur á Svíum. Sæti á Ólympíuleikunum í Peking var tryggt og Svíar sátu eftir með sárt ennið. Fáir voru þó ánægðari en Guðjón Valur Sigurðsson sem í geðshræringunni hljóp rakleiðis að sjónvarpsþulunum Adolf Inga og Ólafi Lárussyni. Hann reif af þeim tólin og gargaði sem mest hann mátti, svo glumdi í sjón- varpstækjum Íslendinga. Svo mikil var gleðin að þeir Ólafur Stefáns- son og Sigfús Sigurðsson lágu lengi í faðmlögum í gólfinu og vissu vart í þenn- an heim eða annan. Ómælt skemmtilegri myndir en eftir síðasta Svíal- eik en þeir flengdu okkur illa á EM í janúar. Tvöfaldan Bailey’s, takk! Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.Veður Veðrið í dag kl. 18 ...og næstu daga sólarupprás 03:20 sólsetur 23:34 Guðni Ágústsson fór á kostum við vígslu bjórverksmiðju í Ölvisholti: Skjálfti Stóð af Sér Skjálftann Jón Elías Gunnlaugsson, bjór- bóndi í Ölvisholti, hélt sínu striki og vígði nýja bjórverksmiðju á laug- ardag þrátt fyrir að Suðurland hafi leikið á reiðiskjálfi dagana á undan. Hin nýja verksmiðja, sem framleiðir bjórinn Skjálfta, slapp þó við mestu ósköpin þótt nokkurs titrings hafi gætt þegar stóri skjálftinn reið yfir á fimmtudag. Ekki urðu skemmdir á neinu og stóð því Skjálftinn af sér skjálftann. Fyrir margt löngu hafði ver- ið ákveðið að hin nýja verksmiðja yrði vígð á laugardaginn. Þau áform högguðust ekki við jarð- skjálfann á fimmtudag og mættu hátt í hundrað manns til vígslunnar. Stefnt er að 300.000 lítra framleiðslu á Skjálfta á ári og er áformað að um þriðjungur framleiðslunn- ar verði fluttur út, mestmegn- is til Danmerk- ur. Guðni Ágústsson, formaður Framsókn- arflokksins, hélt ræðu við vígsluna og þótti að vanda fara á kostum. Hann fór með ljóð eftir Egil Skallagrímsson og sagði að sannir vík- ingar væru í Ölvis- holti að takast á við ný atvinnutæki- færi. Minnti Guðni á að bjórfram- leiðslan hefði ýmsa kosti, meðal annars fyrir nágrannann Ketil Ágústsson bónda á Brúna- stöðum sem notaði hratið úr Ölvis- holti til að gefa kúm sínum og þær gengju „glaðar til mjalta“. Guðni sagði það trú manna að þær mjólk- uðu Bailey‘s. Guðni spáði því að kornbændur í Miklaholtshelli myndu fá innblást- ur við tilkomu bjórverksmiðjunn- ar og feta í fótspor bjórbóndans og framleiða viskí úr korni sínu. For- maðurinn taldi við hæfi að viskíið yrði látið heita eftir klettinum Ska- ufi og héti Grand Skaufi. Auk Guðna talaði Þór Vigfússon kennari sem kom beint af hátíð heiðinna manna í Þjórsárdal og fór mikinn í sinni ræðu. Meðal þeirra sem mættu í Ölvisholt var Árni Mathiesen fjár- málaráðherra. benni@dv.is GeðshrærinG Guðjóns n Eitt af fyrstu verkefnum Láru Ómarsdóttur í starfi upplýsinga- fulltrúa Iceland Express var að skipuleggja ferð með fjölmiðla- fólki til Berlínar. Á lokadeginum bárust fréttir af jarðskjálftum og fór þá um Láru. Hún hefur mikinn áhuga á jarðfræði, jarðskjálftum og eldgosum. Óþreyjufullt frétta- eðlið sagði til sín en þar sem hún hefur sagt skilið við Stöð 2 er hún ekki lengur með puttann á púlsinum. Hún dreif í að láta skipta yfir á CNN á veitingastað í Berlín til að fylgjast með fréttum af Ís- landi en varð að láta þar við sitja og vera bara áhorfandi, enda flogin á annan starfsvettvang. Brakandi Blíða norðanlands Í dag má gera ráð fyrir dálítilli vætu sunnan- og vestan til á land- inu. Bjartara verður á Norður- og Austurlandi en þar þykknar þó upp eftir hádegi. Ekkert lát er á góða veðrinu því hitinn mun ná 20 gráðum í innsveitum norðan- lands, ef fer sem horfir. Suðaust- lægar áttir verða áfram ríkjandi og ekki sér fyrir endann á hitanum. Þri Mið Fim Fös vindur í m/s hiti á bilinu stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Þri Mið Fim Fös vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu. Höfn reykjavík egilsstaðir ísajörður Vestmannaeyjar patreksfjörður kirkjubæjarkl. akureyri selfoss sauðárkrókur Þingvellir Húsavík keflavík Mán Þri Mið Fim hiti á bilinu kaupmannahöfn hiti á bilinu osló hiti á bilinu stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu london hiti á bilinu parís hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu palma Mán Þri Mið Fim hiti á bilinu tenerife hiti á bilinu róm hiti á bilinu amsterdam hiti á bilinu Brussel hiti á bilinu Marmaris hiti á bilinu ródos hiti á bilinu san Francisco hiti á bilinu new York hiti á bilinu Barselóna hiti á bilinu MiamiVe ðr ið ú ti í He iM i í d ag o g næ st u da ga n Vindaspá á hádegi á morgun. n Hitaspá á hádegi á morgun. Veðurstofa íslanDs 1-3 10/14 3-5 9/13 1-2 10/13 1-2 9/11 3-5 11/12 1-4 10/11 2-3 9 1-4 5/9 2-4 8/12 2 10/11 5-11 8 1-2 7/15 2-3 7/15 2-4 9/14 2-5 10/13 3-6 8/1 2 8/13 2-3 7/13 3-4 9/14 2-4 9/12 4-5 9/13 2-4 7/15 3-4 9/13 4-5 11/13 12-15 8/11 3-4 9/14 5-7 8/15 3-8 10/15 3-7 11/14 6-7 7/15 2-3 9/11 3 7/9 4-5 8/13 2-6 8/12 3-7 7/13 2-6 8/13 3-7 8/12 3-8 9/11 14-17 9/10 2-7 9/14 4-12 9/14 4-9 12/16 5-8 10/12 4-5 10/16 2 11/14 2 9/14 6 10/14 2-5 9/12 5-6 9/14 4-7 8/15 4-6 10/13 4-6 12/13 15-15 9/11 4-7 9/11 4-10 9/12 7-10 10/14 16/24 17/26 11/17 12/20 15/20 15/23 20/28 16/20 15/22 19/21 18/26 19/23 17/28 16/35 21/25 13/25 16/23 25/32 15/21 13/23 10/16 10/18 11/18 10/16 20/29 16/21 15/23 19/22 17/22 13/21 14/22 14/34 20/24 15/28 15/24 26/33 14/19 10/21 9/16 10/21 14/20 11/20 18/28 17/21 15/23 19/22 14/23 13/16 11/18 14/26 20/23 13/25 19/23 27/32 14/20 10/21 10/19 13/20 12/20 12/18 18/25 17/21 15/23 19/20 13/24 13/15 11/12 15/27 20/22 15/27 14/30 26/30 13 11 12 12 9 12 11 12 1613 1 2 4 17 7 6 5 5 32 Guðni góður guðni ágústsson segir að beljurnar á brúnastöðum mjólki bailey‘s. Bjórinn góði skjálfti er með vinsælustu bjórteg- undum hér á landi. Lára saknaði skjáLftavaktarinnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.