Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 6
mánudagur 2. júní 20086 Fréttir DV Georg Viðar Björnsson, formaður Breiðavíkursamtakanna, er mjög ósáttur við frumvarp á Alþingi um skaðabætur til þeirra sem vistaðir voru á heimilinu. Hann segir slæmt að mönnum sé gefið undir fótinn með þessum hætti og vill að málið verði afgreitt, enda margir þeirra sem vistaðir voru þar orðnir nokkuð rosknir í dag. Fjórtán mánuðir eru liðnir síðan Breiðavíkurnefndin var sett á fót. „Ég er ákaflega leiður yfir því að þetta hafi ekki gengið í gegn. Þeir voru hálfpartinn búnir að lofa okkur því að þetta yrði tilbúið á vorþing- inu, en eins og stjórnmálamanna er siður, þá sögðust þeir aldrei beint út ætla að lofa, heldur að þeir ætluðu að stefna að því,“ segir Georg Viðar Björnsson, formaður Breiðavíkur- samtakanna. Hann er mjög ósáttur við að frumvarp á Alþingi, um að þeim sem vistaðir voru á Breiðavík og öðrum vistheimilum ríkisins yrðu greiddar skaðabætur, náði ekki fram að ganga á vorþinginu, sem slitið var á föstudaginn. Um tíma var út- lit fyrir að frumvarpið yrði afgreitt á nýloknu vorþingi, en nú hefur mál- inu verið frestað til næsta hausts. Búið að gefa mönnum undir fótinn „Mér finnst þetta vera skítur, al- veg hreint reglulega slæmt. Mér finnst að það sé verið að svíkja þessa stráka einu sinni enn,“ segir hann. Margir þeirra voru sviknir illa fyr- ir 35 til 40 árum og svo er búið að vera að gefa mönnum undir fótinn.“ Georg segist reyndar vera ánægð- ur með margt sem yfirvöld hafa að- hafst í málinu, skýrsla Breiðavíkur- nefndarinnar var til að mynda mjög jákvætt skref að hans mati. Hann er þó langt frá því að vera sáttur við að frumvarpið hafi ekki náð fram að ganga. „Það virðist vera hægt að ganga á bak orða sinna ef mað- ur er þingmaður.“ Hann bendir á að margir þeirra sem vistaðir voru á Breiðavík séu orðnir rosknir og því sé óþarfi að vera að draga þetta. Hann sé sjálfur að verða 63 ára og marg- ir fyrrverandi vistmenn séu orðnir heilsulausir. „Það er óbein afleiðing af Breiðavík, menn fóru í drykkjurugl og annan ólifnað.“ 14 mánuðir frá skipun nefndar Breiðavíkurmálið opnaðist upp á gátt þegar DV birti grein um mál- ið í febrúar í fyrra. Í kjölfarið varð mikil umræða í fjölmiðlum og inni á Alþingi. Í byrjun apríl í fyrra skip- aði Geir Haarde forsætisráðherra nefnd sem ætlað var að kanna starfsemi Breiðavíkur á árunum 1950 til 1980. Nefndin skilaði skýrslu um mál- ið þar sem yfirvöld voru hvött til aðgerða og í kjölfarið hófst vinna við að setja saman frumvarpið, sem að var stefnt að yrði samþykkt á vorþinginu. Í heildina voru 158 einstaklingar vistaðir á Breiðavík og eru 33 þeirra látnir í dag. „VERIÐ AÐ SVÍKJA ÞÁ EINU SINNI ENN“ ValGeir örn raGnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Georg Viðar Björnsson „mér finnst þetta vera skítur, alveg hreint reglulega slæmt.“ Við getum bætt við okkur verkefnum. Bjóðum upp á alhliða þjónustu í byggingariðnaði nýsmíði og viðhaldsverkefni. Má þar nefna uppslátt, uppsteypu húsa og annara mannvirkja, endurnýjun þaka, viðgerðir utanhúss og klæðningar, endurnýjun glugga og hurða, smíði innveggja, uppsetning lofta, smíði sólpalla og fl. Gerum föst verðtilboð. Áratuga reynsla meistara og fagmanna. Sími: Gunnar Þór 891 6591 og 891 6590 Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið alhlida@yahoo.com Húseigendur – Húsbyggjendur Forsetinn sendi kveðjur Handknattleikslandslið Íslands tryggði sér í gær þátt- tökurétt á Ólympíuleikunum í Kína síðar í sumar með því að leggja lið Svía að velli með 29 mörkum gegn 25. Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, brást við tíðindunum með því að senda landsliðinu heillaóskaskeyti, strax eftir leikinn. Þar segir að þau Dor- rit óski liðinu innilega til ham- ingju með „glæsilegan sigur í frábærum leik“. Forsetinn segir að þjóðin öll fagni og óski liðinu heilla á komandi ólympíuleikum. Svíar eru afar ósáttir við tapið gegn Íslend- ingum og hyggjast kvarta yfir framkvæmd leiksins. Þeir telja að eitt mark þeirra hafi ekki verið talið með. Leirhverinn á CNN Bandaríska fréttastofan CNN fjallaði um leirhverinn sem myndaðist við Garðyrkjuskól- ann í Hveragerði í jarðskjálftun- um á fimmtudag. Á vefsíðu CNN gefur að líta myndband frá nýja hverasvæðinu þar sem sagt er frá þessu. Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari að Reykjum, sagði í samtali við dv.is að hverinn gæti nýst sem ferðamannasvæði í framtíðinni. Í Suðurlandsskjálft- anum árið 2000 mynduðust margir hverir sem lokuðust fljótt en Guðríður telur að vegna stærðar nýja hversins séu meiri líkur á að hann haldist opinn. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Ógnaði með hnífi Maður ógnaði leigubílstjóra með hnífi í Reykjavík í fyrrinótt og krafðist þess að hann léti pen- inga af hendi. Hann hélt hnífn- um upp að hálsi bílstjórans og hótaði honum öllu illu. Má sjá áverka á hálsi bílstjórans eftir hnífinn. Bílstjórinn lét árásarmanninn fá peninga og farsíma og hvarf hann þá skyndilega. Hans var enn leitað í gærkvöldi en árásin átti sér stað í Jörfabakka um hálf fjögurleytið í fyrrinótt. Ríkið greiðir tíu manns bætur fyrir að hafa smitast af lifrarbólgu: Fá bætur fyrir lifrarbólgu Tíu manns hafa fengið greiddar bætur frá ríkinu fyrir að hafa smit- ast af lifrarbólgu með blóðgjöf. Bóta- þegarnir fengu allir blóð sýkt af lifrar- bólgu vegna þess að ekki var farið að rannsaka blóð með tilliti til sjúkdóms- ins. Samtals nemur upphæð bótanna sem ríkið hefur greitt tæpum 50 millj- ónum króna. Nýverið féll dómur í Hæstarétti í máli Nönnu Westerlund. Hún hafði höfðað mál gegn íslenska ríkinu eftir að í ljós kom að hún hafði smitast af lifrarbólgu C við blóðgjöf fyrir átján árum. Nanna þurfti að leggjast inn á sjúkrahús vegna nýrnasjúkdóms og var þar gefið sýkt blóð. Henni var ekki gerð grein fyrir þessu fyrr en árið 1999. Konan þjáðist af þunglyndi og vöðva- gigt og fór fram á bætur með vísan til þess að óvissan um ástand hennar hefði valdið henni líkamlegri og and- legri vanlíðan. Hæstiréttur sýknaði aftur á móti ríkið af skaðabótakröfu konunnar. Nanna var í hópi tuttugu og eins sjúklings sem smitaðist af lifrarbólgu C með blóðgjöf. Hún hefur nú fengið fimm milljónir króna í bætur en þær taka mið af örorku þeirra sem sýktust. Níu aðrir hafa fengið bætur en tveir í viðbót hafa óskað eftir bótum. Lifrarbólga C er mikið heilsufars- vandamál í heiminum nú á dögum, að því er fram kemur hjá Landlæknis- embættinu. Talið er að um 3 prósent manna í heiminum séu smituð og að 70 til 80 prósent þeirra séu með virka sýkingu. Á undanförnum 15 árum hefur orðið mikil aukning á sjúk- dómstilfellum af völdum lifrarbólgu C hér á landi. baldur@dv.is landspítali Tíu manns hafa fengið bætur vegna lifrarbólgu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.