Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 2
mánudagur 2. júní 20082 Fréttir DV Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra er eini ráðherrann sem hefur ekki svarað fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur, þing- konu vinstri grænna, um hvernig ráðherrar úthlutuðu sérstöku ráð- stöfunarfé ráðherra. Kolbrún lagði fyrirspurnina sameiginlega til allra ráðherra í mars, en vorþinginu var slitið á fimmtudagskvöldið. Samkvæmt lögum hafa ráðherrar ákveðið óeyrnamerkt ráðstöfunarfé, sem þeir hafa sjálfir umdæmi til að úthluta, til dæmis til félagasamtaka að þeirra skapi. Þingsköp á Alþingi kveða á um að ráð- herrar verða að vera bún- ir að svara fyrirspurn- um þing- manna, hvort sem þær eru skriflegar eða munn- legar, inn- an tíu daga frá því þær eru lagðar fram. Kolbrún Hall- dórsdóttir er ekki sátt við vinnubrögð landbún- aðar- og sjávar- útvegs- ráð- herrans. „Ég hef áður lagt fram þessa fyrirspurn. Það gerði ég síðast árið 2002, þeg- ar ég fékk sams konar upplýsingar. Þá kom margt í ljós og þá sérstak- lega að Árni Mathiesen, þáverandi sjávarútvegsráðherra, hafði verið að láta umtalsverða peninga til Félags hrefnuveiðimanna.“ Hún segist spennt fyrir því að vita hvort og hversu mikið Einar K. hafi styrkt Félag hrefnuveiðimanna í ráðherratíð sinni, úr því hann hef- ur sjálfur heimilað hrefnuveiðar. „Ég hef enn ekki fengið svar frá ráð- herranum, því hann ber því við að sameining landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðuneytisins hafi vald- ið þessum seinagangi. Ráðuneytið hefur hins vegar haft mjög rúman tíma til þess að svara.“ valgeir@dv.is InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Engin einka- framkvæmd Ríkisstjórnin hefur að til- lögu Krstjáns Möller sam- gönguráðherra hætt við hugmyndir um smíði Vest- mannaeyjaferju í einkafram- kvæmd. Þess í stað verði smíði ferju boðin út með hefð- bundnum hætti og rekstur hennar boðinn út sérstaklega. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu samgönguráðherra. Í ágúst í fyrra fól sam- gönguráðherra Siglingastofn- un að annast útboð í einka- framkvæmd á ferjusiglingum milli Vestmannaeyja og fyrir- hugaðrar Landeyjahafnar. Glæpamenn fengu frí Afbrotamenn höfuðborgar- svæðisins önduðu væntanlega léttar á föstudaginn en oft áður. Ástæðan er sú að Héraðsdómur Reykjavíkur var lokaður og fengu glæpamenn því kærkominn frið fyrir dómsvaldinu. Héraðsdóm- ur var lokaður vegna starfsdags þeirra sem þar vinna en ekki er ljóst hvað þá fer fram. Dugnaður og elja starfsfólks dómsins verða þó ekki dregin í efa en dagskráin undanfarna daga og vikur hefur verið afar þétt. Tengivagnar skoðunarskyldir Fellihýsum, tjald- og húsvögn- um hefur fjölgað úr 9.554 í 16.499 síðustu fimm árin. Á sama tímabili hafa slíkir eftir- vagnar komið við sögu í um 132 umferðarslysum, þar af einu banaslysi. Álfheiður Inga- dóttir, þingmaður vinstri grænna, gerði fjölgun eftir- vagna á Íslandi að umtalsefni sínu í fyrirspurn til samgöngu- ráðherra. Velti hún einnig fyrir sér hvort til stæði að herða eft- irlit og reglur um slíka vagna og gera þá skoðunarskylda. Samgönguráðherra sagði nú unnið að mótun reglna um skráningu og skoðun eftir- vagna og tengitækja og verði í þeirri vinnu hugað að því að gera vagna yfir 750 kílógrömm að þyngd skoðunarskylda. Kolbrún Halldórsdóttir ósátt við aðgerðaleysi sjávarútvegsráðherra: Einar sá eini sem svaraði ekki Kolbrún Halldórsdóttir „Þá kom margt í ljós og þá sérstaklega að árni mathiesen, þáverandi sjávarútvegsráðherra, hafði verið að láta umtals- verða peninga til Félags hrefnuveiðimanna.“ Einar K. Guðfinnsson Svaraði ekki fyrirspurn Kolbrúnar um ráðstöfunarfé ráðherra. Orkuveitustjóri látinn fara Guðmundur Þóroddsson lét af starfi sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á föstudaginn. Sam- komulag þess eðils var lagt fram á stjórnarfundi OR þann sama dag. Guðmundur lætur jafnframt af störfum sem forstjóri Reykjavík Energy Invest. Kjartan Magnús- son, stjórnarformaður Orkuveit- unnar, undirritaði samkomulagið fyrir hönd stjórnar Orkuveitunn- ar. Um helgina rann út framlengt leyfi sem Guðmundur fékk til að stjórna REI til einnar stærstu út- rásar Íslandssögunnar. DV greindi frá því þegar deil- urnar um REI stóðu hvað hæst síðasta haust að sjálfstæðismenn í borgarstjórn vildu Guðmund burt. Þeir voru ósáttir við fram- göngu hans í því máli. Linda Björk Ólafsdóttir þótti vinna mikið afrek um helgina þegar hún bjargaði manni úr miklum reyk. Maðurinn lá meðvitundarlítill þegar Linda braust inn til hans, kom honum út og bjargaði þannig lífi hans. Linda vill þó gera lítið úr hetjudáðinni. Skreið í GeGnum reykhafið „Ég get nú ekki sagt að ég sé ein- hver hetja. En ég fór inn, já,“ segir Linda Björk Ólafsdóttir, lögreglu- kona á Suðurnesjum, hógværðin uppmáluð. Linda vildi lítið gera úr afrekinu en hún dró meðvitundar- lítinn mann út úr húsi og bjargaði lífi hans. Hún braust inn á heimili hans í Grindavík með aðstoð ná- granna. Maðurinn má teljast hepp- inn að vera á lífi því röð tilviljana hjálpaði til. Hann var með opna svefnherbergishurð, lögreglubíll- inn var í Grindavík, sem er ekki allt- af, nágranninn heyrði í reykskynj- aranum og þeim tókst að spenna upp hurðina. Húsið var fullt af reyk þar sem maðurinn hafði sofnað út frá elda- mennsku. „Við fengum tilkynn- ingu um mikinn reik í íbúðarhúsi og þegar við komum að fór ég aftur fyrir húsið. Þar inn af er svalahurð og nágranninn við hliðina hjálpaði mér að spenna hana upp. Um leið og hún opnaðist kom mikill svartur reykur á móti okkur en það var ekki kviknað í en ofsalega mikill reykur.“ Spurning um mannslíf Linda skreið inn eftir gólfinu og fann manninn þar sem hann lá. „Ég fór að honum og hann brást ekkert við. Hvorki þegar ég ýtti við honum né þegar ég kallaði á hann. Ég lyfti honum því upp og byrjaði að draga hann út þegar hann rankaði við sér. Þá náði ég að leiða hann út.“ Maðurinn fékk snert af reykeitrun og var fluttur á til aðhlynningar á Landspítal- ann í Reykjavík. Slökkvilið kom fljótlega á vettvang og reykræsti íbúðina. Linda seg- ir að lítill tími hafi gefist til að verða hrædd. Þarna hafi ver- ið um líf eða dauða að tefla og spurð hvort hræðslan hafi ekkert tekið yfir fer Linda að hlæja. „Nei, þetta var spurning um líf eða dauða, það var bara svoleiðis.“ Vaknaði ekki við reykskynjar- ann Maðurinn hafði verið að steikja sér mat á pönnu og hvílt sig augna- blik í sófanum. „Steikin mallaði og hann rumskaði ekkert við pípið í reykskynjaranum. Hann var búinn að pípa töluvert lengi.“ Nágranni heyrði pípið í skynj- aranum og hringdi í lögregluna sem var fljót á staðinn. Maður- inn er á batavegi og segir Linda að betur hafi farið en á horfðist. Þetta var annar eldurinn sem varð í Grindavík um helgina. Spreng- ing varð í húsbíl þar sem tveir slös- uðust, annar þeirra ungur dreng- ur sem brenndist illa. Lögregla fer með rannsókn málsins sem beinist meðal annars að því hvort eldurinn hafi kviknað út frá gasleka. BEnEdiKt BÓaS HinRiKSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is Var óvart í Grindavík Linda Björk var fyrir tilviljun stödd í grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.