Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Page 4
mánudagur 2. júní 20084 Fréttir DV Álfheiður Ingadóttir afar óánægð með svör um kostnað við Kárahnjúka: Einkennast af skætingi Álfheiður Ingadóttir, þingmaður vinstri grænna, er óánægð með þau svör sem henni bárust við fyrirspurn hennar til Árna Mathiesen fjármála- ráðherra varðandi kostnað við Kára- hnjúkavirkjun. „Mér líka þau stór- illa,“ segir Álfheiður og bætir við að svar hafi borist svo seint að ekkert tóm hafi verið til að gera athugasemd við það. Segir Álfheiður einu nýju upplýs- ingarnar í svari fjármálaráðherra frá því iðnaðarráðherra gaf út skýrslu um sama efni fyrr á árinu snúa að kostnaði við flutningsmannvirki. Hafði ekki verið fjallað sérstaklega um þann kostnað áður, en hann nemur um 12,79 milljörðum. Aðra hluta skýrslunnar segir Álfheiður einkennast af skætingi. „Ég er mjög undrandi á þessu svari og skil ekki í því að fjármálaráð- herra skuli láta það eftir Landsvirkj- un að sýna geðvonsku sína gagnvart þinginu með þessum hætti,“ segir Álfheiður. Hún segist hafa viljað vita hver raunverulegur umframkostnað- ur við Kárahnjúkavirkjun er miðað við tilboð Impregilo í framkvæmd- irnar. „Þeir þykjast ekki skilja spurning- una. Þeir miða alltaf við upphaflega kostnaðaráætlun sem er miklum mun hærri en endanlegir samningar við Impregilo.“ Undrast á svari álfheiður Ingadóttir er ekki par hrifin af störfum fjármálaráðherra. Tekið hafa gildi breytingar á lögum um fæðingarorlof. Viðmiðunartímabil vegna fæð- ingarorlofsgreiðslna miðast nú við tólf mánaða tímabil sem lýkur hálfu ári fyrir fæð- ingu. Gert er ráð fyrir á annað hundrað milljóna króna útgjaldaaukningu ríkissjóðs vegna þessa en ekki er gert ráð fyrir þeim í fjárlögum. HÆRRI GREIÐSLUR TIL FORELDRA „Ég tel að þarna sé verið að stíga skref fram á við að því leyti að ver- ið er að stytta viðmiðunartímann. Lenging hans á sínum tíma varð til þess að rýra fæðingarorlofsgreiðsl- urnar verulega. Hins vegar hefðu greiðslurnar orðið enn hærri ef fyrir- komulagið hefði verið fært í upphaf- legt horf,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna og fulltrúi í félagsmálanefnd Alþingis. Skynsamlegra að ganga lengra Um mánaðamótin tóku gildi breytingar á lögum um fæðingaror- lof. Viðmiðunartími til útreikninga greiðslna úr Fæðingar- orlofssjóði er nú tólf mánaða samfellt tímabil sem lýkur sex mánuðum fyr- ir fæðingu barns. Þetta eru miklar breytingar frá því sem áður var en síðustu fjögur árin hefur við- miðunartíminn verið tvö heil tekjuár fyrir fæðingu. Þegar lög um fæðing- arorlof tóku gildi árið 2000 var við- miðunartíminn mun líkari því sem hann er orðinn nú, eða tólf mánaða tímabil sem lauk tveimur mánuðum áður en barnið fæddist. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Frjálslynda flokksins og full- trúi í félagsmálanefnd Alþingis, fagnar breytingunni einnig. Honum finnst þó að ganga hefði mátt lengra og taka aftur upp það fyrirkomulag að láta viðmiðunartímabilið enda tveimur mánuðum fyrir fæðingu: „Það hefði verið skynsamlegast. En þetta er auðvitað spurning um pen- inga.“ Býst við enn meiri útgjöldum Ögmundur telur þessar breyting- ar á viðmiðunartímabilinu til góðs: „Við erum þó ekki komin þangað sem upphaflegu kjörin voru.“ Að- spurður hvort rétt hefði verið að taka alfarið upp fyrri reglur um tímabil sem lýkur tveimur mán- uðum fyrir fæðingu segist Ögmundur þurfa að skoða það betur. Gert er ráð fyr- ir 110 til 190 milljóna króna út- gjaldaaukningu ríkissjóðs í ár vegna breytinganna. Við flutn- ing frumvarpsins vakti Jóhanna athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir þeim útgjöldum í fjárlögum. Spurð- ur um hvort það sé áhyggjuefni segir Ögmundur: „Það er líklega áhyggju- efni fyrir þá sem vilja standa vel að ríkisbókhaldinu. En hvað varðar rétt þeirra sem eru að fara í fæðingarlor- lof, þá verður ekkert gengið á hann. Lögin eru ótvíræð.“ Kristinn telur að útgjöldin verði mun meiri, eða nær 300 milljónum. Hann segist hafa fengið þau svör frá ríkisstjórninni að fjárlögin séu það rúm að líklega muni þessi aukning ekki hafa teljandi áhrif á afkomu ríkissjóðs. Sætti mikilli gagnrýni Jóhanna Sig- urðardóttir fé- lagsmálaráð- herra talaði fyrir þessum breytingum nú og benti á að viðmiðinu hefði verið breytt árið 2004 eftir að borið hafði á því að for- eldrar reyndu að hafa áhrif á laun sín á viðmiðunartímabilinu í því skyni að hækka greiðslur úr Fæðingaror- lofssjóði við töku fæðingarorlofs. Við flutning málsins á Alþingi sagði Jóhanna: „Þetta viðmiðunartíma- bil hefur samt sem áður sætt mjög mikilli gagnrýni og held ég að ég hafi ekki fengið fleiri skilaboð og tölvu- pósta en varðandi þetta viðmiðunar- tímabil sem legið hefur undir mikilli gagnrýni.“ Gagnrýnin hefur einna helst ver- ið sú að fyrirkomulagið mismuni foreldrum eftir því hvenær á árinu barnið var fætt, en viðmiðunartíma- bil foreldra sem eignuðust barn snemma á árinu var mun nær í tíma en þeirra sem áttu barn síðla árs. Erla HlynSdóttIr blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Hins vegar hefðu greiðslurnar orðið enn hærri ef fyrirkomulagið hefði verið fært í upp- haflegt horf.“ Bætt réttindi foreldra jóhanna Sigurðardóttir lagði til þær breytingar að viðmiðunartímabil vegna greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði yrðu tólf mánuðir í stað tveggja tekjuára áður. Fagnar breytingum Ögmundur jónasson fagnar því að viðmiðunar- tímabilið hefur verið stytt og segir það til bóta fyrir foreldra að fá hærri greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. Meiri útgjöld ríkissjóðs Kristinn H. gunnarsson telur útgjöld ríkissjóðs vegna breytinganna vanmetin. gert er ráð fyrir allt að 190 milljóna króna aukningu en Kristinn telur gjöldin aukast um 300 milljónir á árinu. 14 ára ökumaður í umferðaróhappi Lögreglan á Akureyri þurfti að hafa afskipti af drengjum sem höfðu tekið bifreið í óleyfi frá heimili eins þeirra og ekið henni um bæinn. Lögreglumenn veittu bifreiðinni athygli þegar henni var ekið upp á kantstein rétt við lögreglubifreiðina. Þegar lögreglumennirnir hugðust hafa afskipti af drengjunum reyndu þeir að stinga af og óku frekar greitt upp að raðhúsi en misstu stjórn á bifreiðinni með þeim af- leiðingum að þeir lentu á kants- teini sem brotnaði. Síðan héldu drengirnir áfram og lentu á hlið- inni á mannlausri bifreið sem lagt var upp við raðhúsið. Dreng- irnir reyndu að komast undan á hlaupum en gáfust fljótlega upp . Ökumaðurinn og farþegarn- ir reyndust vera 14 ára. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is 7 prósent of hratt á Sæbraut Brot 434 ökumanna voru mynduð á Sæbraut um helgina. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í suðurátt. Yfir gatna- mót Sæbrautar og Langholts- vegar. Umrædd vöktun stóð yfir í liðlega sautján klukkustundir en á tímabilinu fóru 6.393 ökutæki þessa akstursleið. 7 prósent öku- manna óku því of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 75 kílómetr- ar á klukkustund sem er svipuð niðurstaða og fékkst við síðustu mælingu. Að þessu sinni voru 67 ökutæki mynduð á 80 kílómetra hraða eða meira en sá sem hrað- ast ók var á 99. Hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Skjálfti í Lóninu Leikmenn velska landsliðsins í fótbolta lentu í jarðskjálftan- um sem skók Ísland síðastliðinn fimmtudag. Voru þeir þá staddir í Bláa lóninu. Þar- lendir fjölmiðlar hafa farið mik- inn um helgina í Wales en greint misvel frá að- stæðum. Þannig er sagt að upptök skjálftans hafi verið undir hóteli liðsins í Keflavík. „Leikmenn voru í lóninu þegar skjálftinn reið yfir og þeir fundu allir vel fyrir honum,“ segir Cesi Stennett, talsmaður velska knattspyrnu- sambandsins. Ólafur úti Hvorki Frjálslyndi flokkur- inn né Framsóknarflokkurinn næðu inn fulltrúa í borgar- stjórn ef kosið væri í dag. Ólaf- ur F. Magnússon borgarstjóri kæmist því ekki að. Þetta kem- ur fram í nýrri könnun Gallup sem gerð var á fylgi stjórn- málaflokkanna. Sjálfstæðis- flokkurinn tapar gífurlegu fylgi og fengi aðeins 27 prósent at- kvæða og fjóra borgarfulltrúa. Samfylkingin bætir hins vegar mikið við sig og fengi 45 prósent atkvæða og 8 borgarfulltrúa. Vinstri hreyfingin - grænt fram- boð fengi 20 pró- sent atkvæða og þrjá fulltrúa. VIðMIðUnartíMI VEgna grEIðSlna úr FæðIngarorloFSSjóðI Viðmiðunartími til útreikninga greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði er nú tólf mánaða samfellt tímabil sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingu barns. Frá árinu 2004 hefur viðmiðunartíminn verið tvö heil tekjuár fyrir fæðingu. Þegar lög um fæðingarorlof tóku gildi árið 2000 var viðmiðunartíminn mun líkari því sem hann er orðinn nú, eða tólf mánaða tímabil sem lauk tveimur mánuðum áður en barnið fæddist. Frá 2000 Frá 2004 í dag tímabil að fæðingu 12 mánuðir 24 mánuðir eða 2 tekjuár 12 mánuðir 6 mánuðir 2 mán. Fæðing Fæðing ?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.