Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 30
Mánudagur 2. júní 200830 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Sjónvarpsþátturinn Svalbarði hefur undanfarna tvo mán- uði eða svo verið í sýningum á Skjá einum. Miklar vonir voru bundnar við þáttinn, en Þorsteinn Guðmunds- son þykir ekki aðeins frambæri- legur stjórn- andi, heldur voru Ágústa Eva og Sindri Kjartansson ávísun upp á kokteil sem átti ekki að klikka. Það hefur því væntanlega verið mikil sorg innanbúðar hjá Skjá einum, þegar ljóst var að þátturinn komst ekki einu sinni í hóp tíu vinsælustu þátta stöðvarinnar, ef marka má nýlegar áhorfs- kannanir Capacent Gallup. Í nýjasta tölublaði Séð og heyrt er svo greint frá því að Sindri Kjartansson hafi sagt skilið við þáttinn. Greinilega allt á rúi og stúi á Svalbarða. n Baldvin Z sem stjórnaði gerð Eurvosion-myndbandsins This is my life hefur haft nóg á sinni könnu frá því hann flutti aftur til landsins eftir ára- langa dvöl í Danmörku. En skömmu eftir að tök- um lauk á Eurovision- mynd- bandinu hófst hann handa við gerð stuttmyndarinnar Deyr sem Kvikmyndafélags Íslands fram- leiðir. Eurovision-myndbandið í ár þótti einstaklega skemmti- legt og því verður spennandi að sjá hvernig til tekst með stutt- myndina. n Logi Geirsson stóð sig ekki síður vel en Íslenska landsliðið um helgina þótt hann hafi þurft að sitja hjá vegna meiðsla. Logi var uppi í Efstaleiti með Hrafn- katli Kristjánssyni og stóð sig vel í að greina leiki félaga sinna í landslið- inu. Logi tók hlut- verki sínu augljóslega alvarlega og kom vel undirbú- inn í hverja útsendingu og mátti sjá að Logi hafði punktað hjá sér á blað hvaða atriði hann ætlaði að tækla hverju sinni. Spurning hvort hann snúi sér að sjón- varpinu þegar handboltaferlin- um líkur. asgeir@dv.is Hver er maðurinn? „Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, fæddur 2. sept- ember 1953, alinn upp í Árnessýsl- unni, útskrifaðist sem lögfræðingur frá HÍ fyrir þrjátíu árum og lauk MPA-prófi í febrúar síðastliðnum.“ Hvað drífur þig áfram? „Einlægur áhugi á því að ná árangri í lífinu við það sem ég fæst hverju sinni.“ Hvaða manneskju í mannkyns- sögunni myndir þú helst vilja verja kvöldstund með? „Þeir eru svo margir en ég hefði mikinn áhuga á því að hitta annars vegar Þorgeir Ljósvetningagoða og hins vegar þann sem var fæddur fyrir rúmum tvö þúsund árum í Ís- rael. Þorgeir virðist hafa verið afar skynsamur maður eins og honum er lýst. Virðist hafa séð nauðsyn þess að menn stæðu saman og gat þar af leiðandi látið af því meginsjón- armiði sínu að dýrka Óðin og Þór. Kristur hafði greinilega mikla ást á mannkyninu, vildi mönnum allt það besta og boðaði kærleik. Ég held það sé aldrei nóg af kærleik í heimin- um.“ Hver er uppáhaldsbókin þín? „Þessi er erfið. En ég get til dæm- is nefnt Laxdælu. Þar eru ótrúlega skemmtilegar mannlýsingar og ótrúlega mikið að gerast. Melkorka hefur líka alltaf heillað mig, meðal annars vegna þess að í þögninni fékk hún það fram sem hún vildi, við erfiðar aðstæður.“ Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? „Ég man að Breaking the Waves hafði afskaplega mikil áhrif á mig. Sú sem ég hef oftast nefnt sem uppáhaldsbíómynd er svo 79 af stöðinni, þessi ágæta lýsing á ís- lensku samfélagi á miklum um- brotatímum.“ Af hverju lögreglan? „Meira og minna tilviljun. Lögfræð- in leiddi mig annars inn á þá braut. Þegar ég varð sýslumaður árið 1991 tók ég þá meðvituðu ákvörðun að vera ekki eingöngu sýslumaður og sjá um borgaralega hlutann, heldur vera einnig lögreglustjóri og reyna að ná árangri þar því lögreglan hefur mikilvægu hlutverki að gegna í sam- félaginu.“ Hvernig upplifðir þú skjálftana á fimmtudaginn? „Ég var inni á skrifstofu fulltrúa míns þar sem ég var að ljósrita. Ég losnaði bæði við að fá ljósritunar- vélina á mig og að horfa upp á skrif- stofuna mína hrynja í rúst. Aðkom- an á sýslumannsskrifstofunni var skelfileg, en sem betur fer voru allir í kaffi. Ég mun aldrei framar setja út á kaffidrykkju starfsmanna sýslu- mannsins.“ Varstu smeykur við rúllandi steinana í Ingólfsfjalli? „Hugurinn leitaði nú ekki fyrst til þeirra. Ég var smeykari um afdrif foreldra minna, konu og barna. En rúllandi steinar hafa aldrei skelft mig.“ Hver eru næstu skref hvað varðar afleiðingar skjálftans? „Það er að skrá allar afleiðingar og skemmdir. Vísa annars vegar fólki sem varð fyrir tjóni á tryggingafélög- in og hins vegar þeim sem telja sig þurfa á áfallahjálp að halda á þjónustumiðstöðvar og Rauða krossinn. Svo tekur við margra vikna eða mánaða vinna að sjá öll kurl koma til grafar.“ MAÐUR DAGSINS Rúllandi steinaR aldRei skelft mig Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, hefur staðið í ströngu eftir skjálftana miklu á Suður- landi í nýliðinni viku. Hann segist aldrei framar ætla að setja út á kaffidrykkju starfsmanna embættisins. BókStAfleGA „Þetta er fullkomnasta „black box“ á Íslandi í dag. Það er einfaldlega þannig.“ n Hilmar jónsson, leihússtjóri Hafnar- fjarðarleikhússins, um leikhúsið, í dV. „Ég fékk alveg einstakt tækifæri til að hitta Jack Nicholson. Hann er nákvæm- lega eins og hann er í bíó- myndunum.“ n Steinunn Sigurðardóttir fatahönn- uður, í dV, um það þegar hún hitti nicholson í La fyrir tíu árum. „Dr. Gunni - Alltaf mega halló. Það er gott nafn á plötu.“ n gunnar Lárus Hjálmarsson slær á létta strengi á bloggi sínu. „Við höfum reynt að finna einhvern annan flöt á þessu en það hef- ur bara ekki gengið, því miður.“ n Eldar ástþórsson, á dv.is, maðurinn á bak við Iceland airwaves hefur sagt skilið við hátíðina vegna ágreinings við eiganda Hr. Örlygs. „Peking, Peking, við erum á leiðinni!“ n adolf Ingi Erlingsson í beinni lýsingu Sjónvarpsins á leik íslands og Svíþjóðar þegar úrslitin lágu ljós fyrir. „Áfram Ísland!“ n guðjón Valur Sigurðsson reif hljóðnemann af adolf Inga og Ólafi Birni í beinni útsendingu þegar ísland hafi tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum 2008. „Við getum gleymt karl- mennskunni og mojo- inu á svona stundu og verið svo- lítið meirir.“ n Hreiðar Leví guðmundsson í mikilli geðshræringu eftir að hafa tryggt íslandi sæti á ólympíuleikum með frábæri markvörslu. „Það má skera spennuna hér á Broadway með hníf.“ n jón jósep Snæbjörnsson í beinni útsendingu frá keppninni ungfrú ísland á Skjá ein- um. Til stóð að halda glæsilegt kvenna- kvöld á Hótel Geysi síðastliðið laug- ardagskvöld en vegna jarðskjálftans var sú ákvörðun tekin að fresta kvöld- inu fram á haust. Margir aðstandend- ur kvennakvöldsins urðu fyrir miklu eignatjóni vegna skjálftans. „Við ætlum að sýna stuðning vegna skjálftans og halda upp á hvað við erum sæt og falleg í haust,“ seg- ir Heiðar Jónsson kynnir Kvenna- ljómans sem til stóð að halda á Hótel Geysi um helgina. Eftir fund eigenda og framkvæmdaaðila Hótels Geysis á föstudaginn var ákveðið að Kvennaljómanum 2008 yrði frestað til hausts. „Til stóð að halda tískusýningar frá tveimur verslunum á Selfossi á kvennakvöldinu en eigendur þeirra fóru báðir illa út úr skjálftanum. Önn- ur varð fyrir því að mikið tjón varð á heimili hennar en á verslun hinnar. Einnig er slæmt ástand í snyrtivöru- versluninni sem ætlaði að að kynna Guerlain á Kvennaljómanum en gíf- urlegt magn snyrtivara eyðilagðist í skjálftanum. Heiðar segir líka að taka hafi þurft tillit til þess að um helming- ur kvennanna sem höfðu skráð sig á kvennakvöldið búi á Suðurlandi og hafi því að öllum líkindum lent í tjóni af einhverjum toga. „Fólk vill örugglega halda sig heima þegar að- stæður eru svona og því höldum við Kvennaljómann með pompi og prakt í haust,“ segir snyrtirinn að lokum. Fresta varð kvennakvöldi vegna jarðhræringanna á Suðurlandi: Kvennaljómanum frestað Kynnir Kvennaljómans Heiðar jónsson mun kynna á kvennakvöldinu glæsilega í haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.