Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Page 28
Ég hef alla tíð verið mikill að- dáandi Sex and The City þáttanna og því beðið með þokkalegri eft- irvæntingu eftir því að fá að sjá myndina. Við héldum fjórar vin- konurnar saman á frumsýninguna í Háskólabíói á föstudaginn. Eft- ir að hafa lesið erlenda gagnrýni á myndina sem oftar en ekki var í neikvæðari kantinum var ég nokk- uð hrædd um að verða fyrir von- brigðum. Eins og við var að bú- ast var salurinn fullur og kvenfólk í miklum meirihluta, þó leyndist einn og einn karlmaður inn á milli sem annaðhvort var píndur með af konunni eða einfaldlega var nógu mikið karlmenni til að viðurkenna að hann fílaði Sex and The City nógu mikið til að skella sér á frum- sýningu. Um leið og myndin hófst fékk ég gæsahúð, þarna voru þær mættar aftur. Vinkonur mínar þær Carrie, Samantha, Charlotte og Miranda þremur árum eftir að ég skildi við þær síðast. Myndin hófst á smá upprifjun um hverja og eina og til að hita mann aðeins upp fyrir framhaldið var Carrie sýndi í held- ur mörgum mismunandi dressum í upphafi, sem öll voru algjört augna- konfekt. Það reyndist svo vera al- gjör unun að fylgjast með klæðn- aði vinkvennanna, fatnaður, skór og skart frá öllum flottustu hönnuð- um heimsins hélt áfram að birtast út alla myndina. Allur flotti fatnað- urinn er út af fyrir sig eitthvað sem gerir myndina að skylduáhorfi fyrir allar áhugamanneskjur um tísku. Söguþráðurinn var bara nokkuð óvæntur miðað við það hvað ég átti allt eins von á að hann yrði nokk- uð týpískur og tók sífellt óvænta stefnu. Klisjurnar voru auðvitað á sínum stað en einhvern veginn aldrei það miklar að mig langaði að æla í poppkornið mitt yfir fyrirsjá- anlegum rómó-mómentum eins og oft vill verða með þessar róm- antísku gamanmyndir. Þær fara oft aðeins yfir strikið í rómantíkinni. Þvert á móti lifði ég mig bara inn í klisjurnar enda leið mér eins og fjórmenningarnir væru í alvörunni bestu vinkonur mínar svo ég gladd- ist með þeim þegar það átti við, fékk gæsahúð nokkuð oft, varð leið þegar eitthvað bjátaði á hjá þeim og upplifði hreinlega allan tilfinn- ingaskalann. Svo var myndin líka full af góðum bröndurum, sumum það góðum að salurinn veltist um af hlátri og meira að segja klapp- aði. Satt að segja var það tepran hún Charlotte sem stendur upp úr hjá mér hvað húmorinn varðar eft- ir myndina enda átti hún nokkra það hlægilega spretti út myndina að ég var næstum því búin að míga niður úr úr hlátri. Ég veit ekki hvort það var bara það að ég passaði mig að fara ekki á myndina með það í huga að ég væri að fara á einhverja óskars- verðlaunamynd eða af því að ég var búin að lesa svo niðrandi gagnrýni um myndina að ég þorði ekki að gera mér neinar vonir en ég labb- aði allavega út af myndinni svo full- komlega sátt að ég fann ekkert að henni. Fyrir mér var þetta bara hin fullkomna kveðjustund til að segja endanlega skilið við þær Carrie, Sa- mönthu, Charlotte og Miröndu. Ég held samt að þetta verði alveg eins og með þættina sem maður hefur suma horft á oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég á örugglega eft- ir að geta horft á Sex and The City: The Movie aftur og aftur. Krista Hall Mánudagur 2. júní 200828 Fókus DV á m á n u d e g i Fullkomin kveðjustund Snilldar dag- skrárgerð Lokaþáttur Hunds í útvarpssal glumdi með látum í viðtækjum landsmanna á laugardaginn og gerðu umsjónarmennirnir Hjörleif- ur Hjartarson og Eiríkur Stephensen úr hljómsveitinni Hundur í óskilum upp veturinn. Upptökur tvíeykisins eru yndislega heimagerðar og passlega hallæris- legar og frumsömdu textarnir mjög fyndnir á sinn aulalega hátt. Einn- ig er vert að minnast á aðdáunar- verða framistöðu hins svokallaða Útvarpskórs Norðurlands, en sá er að sögn mannaður því útvarpsfólki sem tiltækt er hverju sinni. Þegar allt ofantalið smellur saman minna lög félaganna á gamansöngva Halla og Ladda eða Ómars Ragnarsson- ar eins og þeir gerast bestir. Má þar sérstaklega nefna lagið Þjóðsöng Kópavogsbúa, þar sem helstu perl- ur bæjarfélagsins eru tíundaðar í bundnu máli á einkar hressilegan máta. Það er klárt mál að helsti styrkur þáttarins liggur í skopskyni umsjón- armannanna frekar en tónlistarlegri tjáningu þeirra. Það hefði því verið gaman að heyra meira af frum- sömdum gamanvísum og minna af ábreiðum, þó þær hafi raunar verið skemmtilega útfærðar. Fyrir þá sem misstu af þættinum verður hann endurfluttur á þriðju- daginn klukkan hálf átta. Upptökur af þættinum má finna á www.ruv.is. Hafsteinn Gunnar Hauksson bíódómur Sex and the City: the Movie HHHHH LeikStjórn: Michael Patrick king aðaLhLutverk: Sarah jessica Parker, kim Cattrall, kristin davis, Cynthia nixon, Chris noth, jennifer hudson Myrkur vetur er fyrsta bókin sem ég les eftir Andy McNab, en nafn höfundar er dulnefni fyrrverandi sérsveitarforingja í breska hernum. Aftan á bókinni, sem er sú fyrsta sem kemur út á íslensku eftir höf- undinn, segir að hann hafi skrifað metsölubækur sem byggðar séu á eigin reynslu. Bækur eftir hann hafa farið fram hjá mér hingað til og ég geri ráð fyrir því að sú verði raunin áfram. Í stuttu máli fjallar bókin um baráttu sérsveitarmannsins Nicks Stone við hryðjuverkamenn úr röð- um al-Kaída. Stone, ásamt hjálpar- hellu hans, Suzy, hefur verið falið það verkefni að koma í veg fyrir að hryðjuverkamönnunum takist að eyða öllu lífi í Lundúnum. Hryðju- verkamennirnir hyggjast valda lungnabólgufarsótt og hafa und- ir höndum allt sem til þarf. Önnur skotmörk hreyðjuverkamannanna eru New York og Berlín. Inn í frásögnina blandast einka- líf Nicks Stone og fyrr en varir stendur hann frammi fyrir afarkost- um í verkefni sínu. Söguþráðurinn er hvorki betri né verri en gengur og gerist í sögum af þessum toga; úr- ræðagóðir, sérþjálfaðir útsendarar vestrænna stjórnvalda gegn öfga- fullum samtökum múslíma sem svífast einskis til að koma höggi á Vesturlönd og önnur ríki sem ganga erinda þeirra. Váin vegna notkun- ar sýkla í hryðjuverkum hefur lengi legið líkt og óveðursský yfir heims- byggðinni og ég leyfi mér að ætla að henni sé ágætlega lýst í Svörtum vetri. Það sem ég aftur á móti hnaut um oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og pirraði mig við lestur bókarinnar var viðleitni höfund- ar, í tíma og ótíma, til að fullvissa lesandann um sérþekkingu sína á þessu starfssviði. Mig, sem lesanda, varðar til dæmis ekkert um viðnám gikks á byssu, eða nokkuð slíkt. Ef ég hefði áhuga á því myndi ég lesa tímarit um skotvopn. Engu að síð- ur nær höfundur að byggja upp spennu í atburðarásinni, en eins og oft vill verða hafði ég meiri áhuga á örlögum aukapersóna í bókinni, en örlögum heimsbyggðarinnar. En Myrkur vetur er fyrst og síðast sem slík og fyrir mitt leyti hefði engu skipt þó Andy McNab væri nætur- vörður á hóteli í Soho. Kolbeinn Þorsteinsson Þarf ekki að lesa tvisvar Hvað veiStu? 1. greint var frá því í nýjasta helgarblaði dv hver muni leikstýra jólasýn- ingu Þjóðleikhússins í ár. hver er hinn útvaldi? 2. hvaða íslenski fatahönnuður hreppti á dögunum hin virtu söderberg- hönnunarverðlaun? 3. hvaða leikhópur sýnir gaukshreiðrið í Þjóðleikhúsinu á miðvikudaginn? 1. hiLMar jónSSon2. Steinunn Sigurðardóttir 3. haLaLeikhóPurinn RÚv - laugaR- dagskvöld Mistök í sjónvarpi geta verið hressandi. Síðastliðið laugardags- kvöld sat fjölskyldan í rólegheitum yfir sjónvarpinu þegar Katrín Brynja, sem kynnt hefur dagskrána í fjölda ára hjá Ríkissjónvarpinu, taldi sig vera eina í settinu. Katrín var með hugann við að lagfæra sjálfa sig fyrir útsendingu sem þegar var hafin. Andartök sem þessi geta orð- ið hryllilega neyðarleg en Katrínu Brynju tókst að draga fram hlátur hjá öllum í fjöldskyldunni. Sjálfri brá henni illilega þegar hún uppgvötaði að útsendingin væri hafin og brást við með háværri röddu og baráttu við hláturinn. Hún komst ágætlega út úr þessari kynningu en var auðsjáanlega ekki búin að jafna sig í þeirri næstu þegar hún skellti upp úr í miðri setningu. Dagskrárkynnar sæta oft mikilli gagnrýni fyrir hluti eins og klæða- burð, hár, förðun, framkomu og svo framvegis sem segir til um að starf þeirra er oft á tíðum vanmetið. Vissulega skipta þessir hlutir máli en að vera í beinni útsendingu er ekki auðvelt verk, hvað þá að tækla óvæntar uppákomur sem þessar. Að mínu mati eru þetta einmitt töfrarnir við beina útsendingu. Þú veist aldrei hvað getur gerst. Þó svo að viðbrögð Katrínar Brynju hefðu getað verið önnur sýndi hún mannlegu hliðina og það kunn- um við sem heima sitjum að meta. Kolbrún Pálína Helgadóttir SJóNVArPSdómur katrín Brynja – ÞuLa ríkissjónvarpið HHHHH Sex and the City: The Movie „Fyrir mér var þetta bara hin fullkomna kveðjustund.“ ÚtVArPSdómur hundur í útvarPSSaL rás 2 HHHHH bóKAdómur Myrkur vetur höFundur: andy Mcnab útgáFuFéLag: Bókafélagið ugla Myrkur vetur er spennusaga sem þarf ekki að lesa tvisvar HHHHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.