Fréttatíminn - 15.05.2015, Page 2
Malbikun hafin í
Reykjavík
Götur í Reykjavík hafa komið óvenju
illan vetri, eins og raunar víðar, en nú er
malbikun hafin, að því er fram kemur í
tilkynningu borgarinnar. Í sumar verða
111 þúsund fermetrar af malbiki lagðir á
rúma 16 kílómetra gatna í Reykjavík. Það
er fyrir utan vinnu Vegagerðarinnar við
stofnbrautir og malbiksviðgerðir. Byrjað
var að fræsa á Neshaga, Hofsvallagötu og
Nesvegi en á mánudag verður malbik lagt
á þessar götur. Vegfarendur eru beðnir
um að sýna aðgát við framkvæmdasvæði
og virða hraðatakmarkanir og merkingar
um hjáleiðir. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar gerir ráð fyrir 690 milljónum í
malbikun í ár. Það er 250 milljón króna
hækkun frá síðasta ári.
Norrænt skátastarf rætt
í Hörpu
Norrænt skátaþing var sett í Hörpu í
gærkvöld, fimmtudag, og stendur það
fram á sunnudag með þátttöku 150
fulltrúa skáta frá Danmörku, Finnlandi,
Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Óla-
fur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setti
þingið með ávarpi um gildi skátastarfs og
forvarna. Helstu mál þingins eru að ræða
samstarfsvettvang skáta í þessum löndum
og hvernig megi nýta betur sameiginlegu
viðburði, mót og námskeið til að efla skáta-
starfið um öll Norðurlönd. Íslenskir skátar
hafa farið með formennsku í norrænu
samstarfi skáta frá 2012 en Danir taka við
keflinu á þessu þingi.
Vestfirðingar í stórsókn
Markaðsstofa Vestfjarða ásamt sveitar-
félögunum á Vestfjörðum og ferðaþjó-
nustuaðilum á svæðinu eru að fara af
stað með stærsta markaðsátak sem
sveitarfélögin hafa farið í, að því er fram
kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Um
er að ræða þriggja ára verkefni sem snýr
að því að vekja athygli á Vestfjörðum
sem áfangastað ferðamanna. Átakið
er persónustýrt markaðsátak þar sem
áhorfandinn getur sett saman sína
draumaferð um Vestfirði. „Langar þig
að slappa af í heitu pottunum í fjörunni
á Drangsnesi, horfa fram af Látrabjargi
eða heimsækja tónlistasafnið Melódíur
minninganna? Nú getur þú prófað þetta
allt saman og meira til,“ segir enn fre-
mur. Verkefnið er unnið með framleið-
slufyrirtækinu Tjarnargatan sem hefur
eytt hálfu öðru ári í undirbúning og tökur
um alla Vestfirði.
Nýr Venus heim um hvítasunnu
Venus NS, hið nýja uppsjávarveiðiskip HB Granda, lagði fyrr í vikunni af stað í
siglinguna heim til Íslands frá Tyrklandi þar sem skipið var smíðað. Sigling skipsins
gengur vel, að því er fram kemur á vef Skessuhorns, en það heldur tæplega 16
hnúta hraða. Skipstjóri á Venusi er Guðlaugur Jónsson sem til þessa hefur verið með
Ingunni AK. Áætlað er að heimsiglingin taki 12 daga og verður haldið til Vopna
fjarðar. Þangað ætti skipið að ná um hvítasunnuna.
BARA KLASSÍK.
STUNDUM VILL MAÐUR
ÞÁ ER TÍMI FYRIR
SÍGILT SÚKKULAÐI.
TÍMI FYRIR
Bílastyrkur Ósáttur við sjúkratryggingar íslands
Eins og
að lifa í
fangelsi
Jóhann Bragason hefur verið
lungnasjúklingur til fjölda ára.
Hann er fastur við súrefniskút
allan sólarhringinn og kemst
ekki 200 metra án þess að
fá köfnunartilfinningu. Hann
hefur sótt sex sinnum um
bílastyrk hjá Sjúkratrygg-
ingum Íslands en fær alltaf
synjun þrátt fyrir að komast
ekki úr húsi án þess að vera
á bíl. Hann segir framkomu
Sjúkratrygginga Íslands
ómanneskjulega.
F yrir mig að vera bíllaus er eins og að lifa í fangelsi. Ég kemst ekkert án bíls, ég er
límdur inni og algjörlega upp á aðra
kominn,“ segir Jóhann Bragason
sem hefur sótt um bílastyrk sex
sinnum en alltaf fengið synjun. Jó-
hann hefur verið öryrki frá árinu
2009 vegna lungnasjúkdóms. Hann
fékk ný lungu árið 2011 en síðast-
liðinn vetur byrjaði líkami hans
að hafna lungunum. Jóhann hefur
sótt sex sinnum um bílastyrk upp
á 1.200.000 krónur en alltaf fengið
synjun á þeim forsendum að það
þurfi að líða 5 ár á milli styrkja.
„Inntakið í því að mér er neitað
um styrk er að ég fékk 400.000
króna styrk til bílakaupa fyrir tæp-
um fimm árum. En svo kom upp sú
staða að ég gat ekki borgað af bíla-
lánunum þar sem ég er öryrki og
hef þar að auki fengið krabbamein
í millitíðinni. Ég lagði því þann bíl
inn stuttu síðar og keypti mér lítinn
bíl á 100.000 kall. Þegar hann varð
ónýtur sótti ég um 1,200.000 styrk
til bílakaupa því í löggjöfinni segir
að það sé hægt að veita ákveðnum
aðilum, sem nauðsynlega þurfi bíl,
undanþágu á þessari 5 ára reglu. Til
að falla undir undanþágu þarft þú að
sýna fram á að göngugeta sé skert
við 400 metra, að vera fjölfatlaður,
í hjólastól, með hækju eða göngu-
grind. Langt gengnir lungnasjúk-
lingar eiga líka að falla undir undan-
þágu.“
Í skriflegu svari frá Trygginga-
stofnun við fyrirspurn Fréttatím-
ans um sífelldar synjanir segir
að styrkir séu veittir á fimm ára
fresti og að ekki sé hægt að víkja
frá þeirri reglu nema bifreiðin eyði-
leggst á tímabilinu eða vegna and-
láts styrkþega. Þar að auki er bent
á að „ef sjúkdómsástand hins hreyfi-
hamlaða hefur versnað er mögulegt
að beita sérákvæði í 6. mgr. 4. gr.
rgl. um að fá mismun uppbótar og
styrks en um það þarf að sækja sér-
staklega og leggja fram læknisvott-
orð því til sönnunar.“
Jóhann bendir á að bifreið hans
hafi bæði eyðilagst á tímabilinu og
að hann hafi lagt fram fjöldann all-
an af vottorðum því til sönnunar að
ástand hans hafi hríðversnað á tíma-
bilinu. Hann taki ekki skref án þess
að vera með súrefniskút og gangi
ekki lengra en 200 metra án þess
að fá köfnunartilfinningu og kom-
ist því ekkert án þess að vera með
bíl. „Samt fæ ég endalausa synjun, á
engum forsendum,“ segir Jóhannes
og réttir blaðamanni síðasta bréfið
frá Tryggingastofnun þess efnis að
honum sé synjað um styrk þar sem
umsóknin teljist „ótímabær“ og „að
ekki verði tekin afstaða til annara
skilyrða“.
„Sem betur fer á ég yndislega fjöl-
skyldu sem hjálpar mér en maður
nennir ekki alltaf að vera að biðja
um hjálp,“ segir Jóhannes. Hann
segir erfitt að lifa án bíls en þó sé
jafnvel erfiðara að eiga við Sjúkra-
tryggingar. Allt þetta ferli hafi tekið
verulega á hann andlega.
„Kannski er kerfið svona erfitt
því til er fólk sem vill svindla á því
en það gefur Sjúkratryggingum
samt ekki rétt til á að gefa sér að
ég sé svikari og koma svo fram
við mig sem slíkan. Ég vil taka
það skýrt fram að allir sem vinna
á Tryggingastofnun eru yndislegt
fólk en viðmótið sem maður fær hjá
Sjúkratryggingum Íslands er bara
ekki manneskjulegt. Samkvæmt
stjórnarskránni eiga allir rétt á því
að lifa með reisn í sínu samfélagi,
en það sem öryrkjar þurfa að ganga
í gegnum til að fá það sem þeim ber
er bara ekki manneskjulegt.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Jóhann Bragason hefur
verið öryrki frá árinu
2009. Hann er bundinn
við súrefniskút allan
sólarhringinn og kemst
ekki ferða sinna án
þess að verða móður
og gangi hann lengra
en 200 metra fær
hann köfnunartilfinn-
ingu. Hann kemst ekki
ferða sinna nema á
bíl en samt sem áður
er honum synjað um
bílastyrk. Mynd Hari
Bein og óbein áhrif af miklum
launakröfum og vaxandi spennu
í yfirstandandi kjaraviðræðum
virðast ein helsta ástæða þess að
peningastefnunefnd Seðlabankans
boðar nú hækkun stýrivaxta strax
í næsta mánuði. Líklegt er að frek-
ari hækkun vaxta fylgi í kjölfarið á
komandi fjórðungum þar sem verð-
bólguhorfur hafa versnað og útlit
er fyrir meiri spennu í hagkerfinu
en áður, að mati Greiningar Ís-
landsbanka.
Peningastefnunefnd Seðlabank-
ans ákvað að halda stýrivöxtum
óbreyttum við vaxtaákvörðun í
vikunni. „Stóru fréttirnar í yfirlýs-
ingu nefndarinnar nú eru hins veg-
ar þær að framvirk leiðsögn henn-
ar breytist umtalsvert, og boðar
nefndin nú vaxtahækkun á næsta
vaxtaákvörðunarfundi sínum sem
verður 10. júní,“ segir Greiningin
og bætir við: „Í yfirlýsingu pen-
ingastefnunefndarinnar í mars var
hins vegar gefið í skyn að vextir
gætu jöfnum höndum lækkað eða
hækkað eftir því hvernig fram-
vinda verðbólgu og kjarasamninga
yrði. Sagði nefndin þá að áfram-
haldandi verðbólga undir markmiði
og hóflegar launahækkanir í kom-
andi kjarasamningum gætu skap-
að forsendur fyrir frekari lækkun
vaxta. Miklar launahækkanir og
sterkur vöxtur eftirspurnar gætu
grafið undan nýfengnum verðstöð-
ugleika og valdið því að hækka yrði
vexti á ný. Segir í yfirlýsingunni nú
að þróun kjaraviðræðna að undan-
förnu ásamt hækkun verðbólgu-
væntinga og vísbendingum um
öflugan vöxt eftirspurnar bendi til
þess að síðarnefndu aðstæðurnar
séu nú að skapast og því líklegt að
hækka þurfi vexti þegar á næsta
fundi nefndarinnar í júní.
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri sagði enn fremur að hækk-
un vaxta í júní gæti orðið meiri en
minni ef niðurstaða samninga yrði
miklar launahækkanir. Þá kom
enn fremur fram á kynningarfundi
bankans að þróun kjarasamninga
gæti leitt til meiri verðbólgu. -jh
seðlaBankinn ÞrÓun kjarasamninga gæti leitt til meiri verðBÓlgu
Launakröfurnar valda vaxtahækkun
Már Guðmundsson
seðlabankastjóri.
2 fréttir Helgin 15.17. maí 2015