Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Page 4

Fréttatíminn - 15.05.2015, Page 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Rigning um tíma um leið og skil faRa noRðuR yfiR landið. stRekkingsvinduR. HöfuðboRgaRsvæðið: Væta með köflum, einkum framan af degi. smávæta með köflum víðast, en Rigning s-lands. léttsk. n-lands. HöfuðboRgaRsvæðið: Skúraleiðingar og fremur hægur Vindur. Hvöss na-átt v-til og slydda á vestfjöRðum. RofaR til na-lands. HöfuðboRgaRsvæðið: að meStu þurrt, en Skýjað. nú er komið að vorgró- andanum! hlýtt verður í dag á landinu, en líka nokk- uð hvasst samafara nokkuð djúpri lægð við suðurströndina. jafnframt verður einhver væta um mest allt land, einkum þó S-til og ekki veitir af. þó heldur kólni á sunnudag með na-átt, einkum á Vestfjörðum ætla ég að leyfa mér að spá því að græni liturinn taki nú yfir í umhverfinu okkar og framrás gróðursins verður ekki stöðvuð úr þessu. 8 6 12 8 8 6 4 8 6 5 7 2 4 5 6 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Þ að er mat landlæknisembættisins að ástandið í heilbrigðiskerfinu sé komið út fyrir þau mörk að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga. Þetta eru niðurstaða úr mati á áhrifum verkfalls BHM á heilbrigðisþjónustu hjá stofnun- um víðsvegar um landið sem embættið framkvæmdi og birti á vef sínum þann 11. maí síðastliðinn. Þar segir einnig að áhrif verkfallsins séu langmest á Land- spítalanum vegna umfangs og eðlis starf- seminnar en það segi til sín í vaxandi mæli á öðrum stofnunum. Páll Matthías- son, forstjóri Landspítalans, hefur einnig lýst yfir áhyggjum af ástandinu og sagt það ógna öryggi sjúklinga. Pressa á samninganefndum Það er ljóst að fari hjúkrunarfræðingar í ótímabundið verkfall þann 27. maí næst- komandi mun ástandið verða grafal- varlegt, því líkt og Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, bendir á þá eru hjúkrunar- fræðingar stærsta stéttin í heilbrigðis- kerfinu, hennar hryggjarstykki, og fari þeir í verkfall verður ástandið mjög slæmt. „Hjúkrunarfræðingar starfa alltaf með öryggi skjólstæðinga sinna að leiðarljósi dagsdaglega og það munum við líka gera í verkfalli. Það eru þessir öryggislistar sem þarf að manna og við munum gera það. Komi í ljós að það sé verið að setja fólk í hættu þá munum við að sjálfsögðu skoða þær undanþágu- beiðnir sem koma. En auðvitað setur ástandið á spítölunum pressu á okkar samninganefnd og á samninganefnd ríkisins að reyna að ljúka málinu sem allra fyrst.“ vilja að menntun og ábyrgð sé metin til launa Samninganefnd Félags hjúkrunarfræð- inga fer núna yfir tilboð frá samninga- nefnd ríkisins síðan á fundi þann 12. maí en næsti fundur verður næstkom- andi þriðjudag. Ólafur segir löngu vera kominn tíma til kjarabóta og að hjúkr- unarfræðingar séu orðnir langþreyttir. „Þegar góðærið var þá var samt sparn- aður í heilbrigðiskerfinu og því ekki rétti tíminn til að lagfæra launin. Svo í kreppunni tókum við á okkur tekjuskerð- ingu og ofan á það kom svo sparnaður í heilbrigðiskerfinu sem þýddi að það voru færri hjúkrunarfræðingar að sinna fleiri sjúklingum. Þannig að við hjúkrunar- fræðingar erum orðin langþreyttir á því að okkar menntun og ábyrgð sé ekki metin til launa. Þegar ég skoða okkar laun og miða við aðrar háskólamenntað- ar opinberar stéttir, sem eru hefðbundn- ar karlastéttir eins og viðskiptafræðing- ar, hagfræðingar eða tæknifræðingar, sem eru jafnvel með styttra nám en við, þá munar samt 14-25% á dagvinnulaun- unum. Það þýðir bara eitt í mínum huga; þessar hefðbundnu kvennastéttir eru einfaldlega lægra launaðar en karlastétt- ir og við unum ekki við það árið 2015.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Svindlað í MS níu nemendur í útskriftarárgangi menntaskólans við Sund voru staðnir að svindli á stúdentsprófi í þýsku. Fallist þeir á tilboð skólastjóra mS munu þeir fá að útskrifast en ekki við hlið samnemenda sinna við hátíðlega athöfn. Bitin af rakkamítli Sjö ára stúlka var bit in af rakka mítli á fjöl skyldu- ferðalagi í Banda- ríkj un um. móðir stúlk unn ar fann pödd una í hár- sverði henn ar og á Barnaspítala hringsins var staðfest að um rakkamítil væri að ræða. Þurfa ekki að flytja Starfsmenn fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar til að halda störfum sínum. Sigurður ingi jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur hætt við að flytja Fiskistofu í heild sinni til akureyrar. höfuðstöðvarnar verða þó fluttar og Fiskistofustjórinn, eyþór Björnsson, með. Vann 79 milljónir í lottó hepp inn lottó spil ari er 78.746.750 krónum rík ari eft ir Vík ingalottó á miðvikudags- kvöldið. Hollywoodstjarna í heimsókn leikarinn Channing tatum dvelst um þessar mundir á Ís- landi og hefur koma hans vakið mikla athygli. hann hefur meðal annars látið sjá sig á grillmark- aðnum og víðar í miðbænum en tilgangur ferðarinnar ku vera að skoða jökla.  vikan sem var kaupa sig inn í jör ingibjörg Stefanía Pálmadóttir hefur eignast hlut í tískuvöru- merkinu og versluninni jör við laugaveg. ingibjörg kaupir sig inn í félagi við eygló Björk kjartansdóttur, sem fyrir átti hlut í jör með eiginmanni sínum, Birgi þór Bieltvedt. morgun- blaðið greinir frá þessu. aðalsprautan á bakvið jör er hönnuðurinn guð- mundur jörundsson.  kjaradeilur verkFall hjúkrunarFræðinga 27. maí Sætta sig ekki við kvennastéttalaun Ólafur g. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir kjarabót fyrir stéttina löngu tímabæra. hjúkrunarfræðingar sætti sig ekki lengur við lægri laun hinna hefðbundnu kvennastétta. karlastéttir hjá hinu opinbera fái 14-25% hærri laun og það sé ekki hægt að una við það árið 2015. Landlæknir og forstjóri Landspítalans telja yfirstandandi verkfall BHM vera komið út fyrir þau mörk að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga. Ólafur g. Skúlason, for- maður félags Íslenskra hjúkrunarfræðinga. nái félag hjúkrunar- fræðinga og samninga- nefnd ríkisins ekki að semja munu hjúkr- unarfræð- ingar fara í verkfall þann 27. maí næst- komandi. Ljósmynd/Hari ... við hjúkrunar- fræðingar erum orðin lang- þreyttir á því að okkar menntun og ábyrgð sé ekki metin til launa. 4 fréttir helgin 15.-17. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.