Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Qupperneq 11

Fréttatíminn - 15.05.2015, Qupperneq 11
Rýmingarsala Rýmum fyrir nýjum vörum. Allt að 50% afsláttur af eldri heimilistækjum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur sýnishorn af freistandi afmælistilboðum. Freistandi afmælistilboð Á morgun, frá kl. 11 til 16, höldum við upp á tveggja ára afmæli okkar. Afmælistilboð á fjölda heimilistækja frá Bosch og glæsilegri gjafavöru. Öll tilboð gilda til 23. maí eða á meðan birgðir endast. Rýmum til fyrir nýjum vörum. Eldri heimilistæki á frábærum afslætti. Gerið góð kaup! Allt að 50% afsláttur. Þeir sem skrá sig á póstlistann okkar í versluninni eða á heimasíðu okkar, bosch.is, geta átt von á skemmtilegum vinningi. Verið velkomin og gerið góð kaup! Kæliskápur, KGV 36UW20. Afmælistilboð: 79.900 kr. Fullt verð: 102.600 kr. Örbylgjuofn, HMT 75M421. Afmælistilboð: 17.900 kr. Fullt verð: 21.900 kr. 20% afsláttur af Múmín-vörum. 20% afsláttur af Babell-kökudiskum. Expressó-kaffivél, TCA 5309. Afmælistilboð: 64.900 kr. Fullt verð: 79.900 kr. Þvottavél, WAQ 24461SN. Afmælistilboð: 89.900 kr. Fullt verð: 122.400 kr. Afmæli Bosch-búðarinnar 2 ÁRA AFMÆ LI ið mjög svartsýn,” segir Heiða Björg Hilmisdóttir, móðir sextán ára drengs sem er búinn að vera með MS-sjúkdóminn frá tíu ár aldri. Heiða er ennfremur vara- formaður MS-félagsins en það er eitt þeirra félaga sem standa fyr- ir undirskriftarsöfnun meðal ís- lensku þjóðarinnar til að hvetja aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon um að mæla fyrir því að aðildarríkin bæti við nýju þróunarmarkmiði sem snýst um að efla rannsóknir á taugakerfinu. Aukin þekking mikilvæg MS -fólk er stærsti hópurinn meðal þeirra sem eru með tauga- sjúkdóma. „Algengast er að fólk greinist með sjúkdóminn á milli 20 og 40 ára. Það er oftast gríðar- legt áfall fyrir fólk að greinast með sjúkdóminn því svo mikil óvissa fylgir honum og engin von um lækningu. Það eru vissulega til lyf og meðferðir sem seinka þróun sjúkdómsins og auðvelda fólki að lifa með honum og margir geta átt gott líf en engu að síður er óvissan skerðing á lífsgæðum í sjálfu sér. Fyrir fólk með MS mundi það því breyta afskaplega miklu ef þekk- ing á taugakerfinu mundi aukast því það eykur líkur á að hægt sé að finna lækningu við þessum sjúk- dómi sem skerðir lífsgæði MS- fólks stundum verulega,“ segir Heiða. Óskar eftir stuðningi sam- félagsins Frá því Hilmir sonur hennar greindist hafa skipst á skin og skúrir. „Hann varð það veikur að hann fékk lyfið Tysabri þrátt fyrir ungan aldur og það hjálpaði hon- um mikið með að ná auknum styrk, en einnig var mikill léttir að losna við aukaverkanir sem fylgdu lyf- inu sem hann var á áður og skertu lífsgæði hans mikið. Hann var auk þess að vera mis kraftlítill í líkam- anum alltaf með smá flensu, hita nefrennsli og annað sem fylgir því. Núna getur hann hreyft sig meira en áður og það gengur vel og hann lítur mikið betur út en ennþá er margt sem skerðir hans lífsgæði. Helst er þar að nefna litla orku til að gera hluti, úthaldið er skert og mjög misjafnt eftir dögum. Stund- um getur hann alveg ótrúlega mik- ið og stundum bara sofið og oft er erfitt fyrir fólk að skilja það, meira Úr bréfinu til Sameinuðu þjóðanna Háttvirtur herra Ban Ki-moon. Með þessu bréfi er íslenska þjóðin ásamt félögum fólks með tauga- sjúkdóma og mænuskaða á Íslandi að svara ákalli þínu um ný þróunar- markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem til stendur að samþykkja í september næstkomandi. Íslenska þjóðin þakkar þér afar vel fyrir frumkvæði þitt að kalla eftir tillögum þjóða og grasrótarinnar að hugmyndum um ný þróunarmarkmið. Það er von íslensku þjóðarinnar að Sameinuðu þjóðirnar svari á jákvæðan hátt beiðni hennar um að bæta við nýju þróunarmarkmiði sem snýr að auknum rannsóknum á tauga- kerfi mannslíkamans og lækningu á fjölda taugasjúkdóma og skaða í taugakerfinu. Markmiðið er að finna lækningu á öllum taugasjúkdómum og sköðum í taugakerfinu. Meginástæða þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu við til dæmis mænu- og heilasköðum og taugasjúkdómum er sú að vísindasamfélagið hefur takmarkaðan skilning á virkni tauga- kerfisins. Það er því verðugt verkefni fyrir Ísland að beita áhrifum sínum til vitundarvakningar og aðgerða á þessu sviði. – Bréfið má lesa í heild sinni á vefnum Taugakerfid.is Undirskriftarsöfnunin Mænuskaðastofnun Íslands, SEM samtök endurhæfðra mænuskadd- aðra, MS-félagið, MND félag Íslands, Lauf félag flogaveikra, Heilaheill, Geðhjálp og Parkinsonfélagið óska eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar við beiðni þeirra til aðalritara Sam- einuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, um að mæla fyrir því við fulltrúa aðildar- ríkja Sameinuðu þjóðanna að þær samþykki að bæta við nýju þróunar- markmiði sem snýr að því að efla rannsóknir á taugakerfinu og auka á þann hátt skilning á starfsemi þess. Til að sýna stuðning er hægt að skrifa undir á vefnum Taugakerfid. is þar sem einnig má nálgast frekari upplýsingar. að segja okkur foreldrana sem erum að reyna að lesa í hvernig hægt er að hjálpa honum sem best að lifa sem eðlilegustu lífi,“ segir Heiða. „Það að rannsóknir á tauga- kerfinu yrðu eitt af þróunarmark- miðum Sameinuðu þjóðanna eyk- ur líkurnar á því og það mundi geta gjörbreytt lífi sonar míns og margra annarra. Það eitt að landsmenn taki höndum saman og skori á Ban-Ki-moon mundi skipta okkur öll í f jölskyldunni miklu máli því það er góð tilfinning að samfélaginu standi ekki á sama um það sem Hilmir og þar með við öll erum að kljást við,” segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is fréttaviðtal 11 Helgin 15.-17. maí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.