Fréttatíminn - 15.05.2015, Side 12
E Erfitt er að sjá fyrir á þessari stundu hvernig mál þróast á vinnumarkaði – og hvaða afleiðingar það ástand sem nú er mun hafa til frambúðar, svo ekki sé talað um það fari allt á versta veg, að hér logi allt í verkföllum
um og upp úr næstu mánaðamótum. Verk-
fall fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa
á Landspítalanum hefur staðið í nær hálfan
annan mánuð með þeim afleiðingum að for-
stjóri spítalans lýsir ástandinu
svo að erfitt sé að tryggja
ástand sjúklinga. Áhrifin séu
meiri en af nýafstöðnu lækna-
verkfalli. Einkum sé þar litið
til verkfalls geislafræðinga
sem valdið hafi verulegum
áhrifum á meðferð sjúklinga.
Þar horfir sjúkrahúsforstjórinn
ekki síst til krabbameinssjúk-
linga en hann segir staðfest að
tafir hafi orðið í lyfjameðferð,
biðlistar fyrir geislameðferð
hafi lengst fram úr hófi og rof orðið á með-
ferð sjúklinga. Niðurstaða helstu sérfræð-
inga Landspítalans sé því sú að mikil hætta
sé á krabbameinssjúklingar í rannsóknum,
meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið
fyrir skaða, fyrir utan þann kvíða sem þetta
óvissuástand valdi sjúklingum. Forstjórinn
bætir því svo við að það sé mat sérfræðinga
spítalans að raunveruleg hætta sé á að ein-
hver hafi skaðast vegna afleiðinga verkfalls-
ins, muni gera það eða jafnvel láta lífið.
Þetta er, svo vægt sé orðað, harkaleg lýs-
ing æðsta stjórnanda Landspítalans, undir-
stöðustofnunar íslensks heilbrigðiskerfis.
Sjúklingar skaðist og muni jafnvel deyja
vegna verkfallsátaka fyrrgreindra stétta og
viðsemjandans, ríkisins, átaka sem fylgja í
kjölfar læknaverkfalls þar sem knúnar voru
fram hækkanir sem vitað var að setja myndu
aðrar kjaraviðræður í uppnám. Hefðu menn
lesið um það fyrir þessa atburði að í einhverju
samfélagi sköðuðust sjúklingar og dæju jafn-
vel vegna kjaraátaka er líklegt að almennt
hefðu þeir undrast slíkt ástand. Nú er þetta
hins vegar að gerast hjá okkur, að því er for-
stjóri Landspítalans segir.
Við þetta bætist síðan að hjúkrunarfræð-
ingar fara að óbreyttu í verkfall 27. maí
næstkomandi. Þá leggja 2.146 félagsmenn
í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga niður
störf. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það
ástand sem þá mun skapast en nota má orð
landlæknis sem segir að þá fari ástandið í
heilbrigðiskerfinu úr böndunum. Formaður
Félags hjúkrunarfræðinga er á sama máli,
segir það vafalaust rétt mat hjá landlækni að
verkfall hjúkrunarfræðinga muni lama heil-
brigðiskerfið.
Hver vill svara fyrir afleiðingar þess sem
þegar hefur gerst eða vænta má að gerist,
miðað við orð forstjóra Landspítalans? Hvern-
ig á að skýra það út fyrir krabbameinssjúk-
lingi að rof hafi orðið á lífsnauðsynlegri með-
ferð vegna kjaraátaka? Hvernig á að skýra
það út fyrir aðstandendum að sjúklingur á ís-
lensku sjúkrahúsi hafi dáið vegna hins sama?
Vissulega eru undanþágur veittar í slíkum
átökum. Formaður Félags hjúkrunarfræð-
inga segir þá alltaf vinna með öryggi sjúk-
linga að leiðarljósi, undanþágulistum sé ætl-
að að tryggja öryggi sjúklinga „og við vonum
bara,“ eins og hann sagði, „að það gangi eft-
ir.“ Vissulega vonum við það, fari hjúkrunar-
fræðingar í verkfall, en stundum er ekki nóg
að vona. Forstjóri Landspítalans biðlaði þann-
ig til geislafræðinga í vikubyrjun að taka upp
aðra starfshætti og vísaði til þess að undan-
þáguefnd félagsins hefði hafnað miklu fleiri
beiðnum en önnur félög sem væru í verkfalli.
Deiluaðilar bera báðir ábyrgð, hvort heldur
er í ofangreindum átökum eða öðrum kjara-
deilum. Ekki er að efa að þeir gera sér grein
fyrir ábyrgð sinni. Fyrr eða síðar næst niður-
staða í allar kjaradeilur en fórnarlömb deilu-
aðila, sem ekki hafa aðkomu að málinu, eru
misjafnlega viðkvæm fyrir afleiðingunum
– og væntanlega fáir verr settir en sjúkling-
ar. Þeir eiga ekki að vera fórnarlömb vinnu-
deilna. Nái menn ekki saman í þessum við-
kvæma geira innan tiltölulega stutts tíma eru
deiluaðilar að kalla eftir breyttu fyrirkomu-
lagi kjaraákvarðana þar, að verkfallsréttur
eigi ekki við og óháður aðili, kjaradómur,
ákvarði launin.
Fórnarlömb kjaraátaka eru misjafnlega viðkvæm
Á verkfallsréttur alltaf við?
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur
Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@
frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS
Í Adria 2015 línunni ættir þú að finna fullkomið hjólhýsi fyrir þig.
Fallega hönnuð og margverðlaunuð hjólhýsi framleidd með
gæði og nýjungar að leiðarljósi.
Verð frá 2.995.000
Hvert ætlar þú í sumar?
Opið um helgar frá
klukkan 12 til 16
!"#$%&'()#*+,*-./*0*!1*223*4344
25 ára
ábyrgð
gegn ryði og tæringu
Skoðið úrvalið á
www.grillbudin.is
25 ára
ábyrgð
gegn ryði og tæringu
-5667689:
;<:=
**>31?44
-5667689:
;<:=
***@1244
SUMARTILBOÐ
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Avalon gasgrill
5 brennara
Orka 22,8 KW = 78.000 BTU
4 brennarar úr ryðfríu stáli
Innrauður ofurbrennari fyrir
fullkomna Nautasteik
GAD
Triton gasgrill
3ja brennara
Niðurfellanleg
GADDC*;<:= *
*??1?44
Skoðið úrvalið á
www.grillbudin.is
FULLT VERÐ
99.900
89.900
FULLT VERÐ
149.900
129.900
12 viðhorf Helgin 15.-17. maí 2015