Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 15.05.2015, Qupperneq 12
E Erfitt er að sjá fyrir á þessari stundu hvernig mál þróast á vinnumarkaði – og hvaða afleiðingar það ástand sem nú er mun hafa til frambúðar, svo ekki sé talað um það fari allt á versta veg, að hér logi allt í verkföllum um og upp úr næstu mánaðamótum. Verk- fall fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á Landspítalanum hefur staðið í nær hálfan annan mánuð með þeim afleiðingum að for- stjóri spítalans lýsir ástandinu svo að erfitt sé að tryggja ástand sjúklinga. Áhrifin séu meiri en af nýafstöðnu lækna- verkfalli. Einkum sé þar litið til verkfalls geislafræðinga sem valdið hafi verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga. Þar horfir sjúkrahúsforstjórinn ekki síst til krabbameinssjúk- linga en hann segir staðfest að tafir hafi orðið í lyfjameðferð, biðlistar fyrir geislameðferð hafi lengst fram úr hófi og rof orðið á með- ferð sjúklinga. Niðurstaða helstu sérfræð- inga Landspítalans sé því sú að mikil hætta sé á krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða, fyrir utan þann kvíða sem þetta óvissuástand valdi sjúklingum. Forstjórinn bætir því svo við að það sé mat sérfræðinga spítalans að raunveruleg hætta sé á að ein- hver hafi skaðast vegna afleiðinga verkfalls- ins, muni gera það eða jafnvel láta lífið. Þetta er, svo vægt sé orðað, harkaleg lýs- ing æðsta stjórnanda Landspítalans, undir- stöðustofnunar íslensks heilbrigðiskerfis. Sjúklingar skaðist og muni jafnvel deyja vegna verkfallsátaka fyrrgreindra stétta og viðsemjandans, ríkisins, átaka sem fylgja í kjölfar læknaverkfalls þar sem knúnar voru fram hækkanir sem vitað var að setja myndu aðrar kjaraviðræður í uppnám. Hefðu menn lesið um það fyrir þessa atburði að í einhverju samfélagi sköðuðust sjúklingar og dæju jafn- vel vegna kjaraátaka er líklegt að almennt hefðu þeir undrast slíkt ástand. Nú er þetta hins vegar að gerast hjá okkur, að því er for- stjóri Landspítalans segir. Við þetta bætist síðan að hjúkrunarfræð- ingar fara að óbreyttu í verkfall 27. maí næstkomandi. Þá leggja 2.146 félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga niður störf. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það ástand sem þá mun skapast en nota má orð landlæknis sem segir að þá fari ástandið í heilbrigðiskerfinu úr böndunum. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga er á sama máli, segir það vafalaust rétt mat hjá landlækni að verkfall hjúkrunarfræðinga muni lama heil- brigðiskerfið. Hver vill svara fyrir afleiðingar þess sem þegar hefur gerst eða vænta má að gerist, miðað við orð forstjóra Landspítalans? Hvern- ig á að skýra það út fyrir krabbameinssjúk- lingi að rof hafi orðið á lífsnauðsynlegri með- ferð vegna kjaraátaka? Hvernig á að skýra það út fyrir aðstandendum að sjúklingur á ís- lensku sjúkrahúsi hafi dáið vegna hins sama? Vissulega eru undanþágur veittar í slíkum átökum. Formaður Félags hjúkrunarfræð- inga segir þá alltaf vinna með öryggi sjúk- linga að leiðarljósi, undanþágulistum sé ætl- að að tryggja öryggi sjúklinga „og við vonum bara,“ eins og hann sagði, „að það gangi eft- ir.“ Vissulega vonum við það, fari hjúkrunar- fræðingar í verkfall, en stundum er ekki nóg að vona. Forstjóri Landspítalans biðlaði þann- ig til geislafræðinga í vikubyrjun að taka upp aðra starfshætti og vísaði til þess að undan- þáguefnd félagsins hefði hafnað miklu fleiri beiðnum en önnur félög sem væru í verkfalli. Deiluaðilar bera báðir ábyrgð, hvort heldur er í ofangreindum átökum eða öðrum kjara- deilum. Ekki er að efa að þeir gera sér grein fyrir ábyrgð sinni. Fyrr eða síðar næst niður- staða í allar kjaradeilur en fórnarlömb deilu- aðila, sem ekki hafa aðkomu að málinu, eru misjafnlega viðkvæm fyrir afleiðingunum – og væntanlega fáir verr settir en sjúkling- ar. Þeir eiga ekki að vera fórnarlömb vinnu- deilna. Nái menn ekki saman í þessum við- kvæma geira innan tiltölulega stutts tíma eru deiluaðilar að kalla eftir breyttu fyrirkomu- lagi kjaraákvarðana þar, að verkfallsréttur eigi ekki við og óháður aðili, kjaradómur, ákvarði launin. Fórnarlömb kjaraátaka eru misjafnlega viðkvæm Á verkfallsréttur alltaf við? Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Í Adria 2015 línunni ættir þú að finna fullkomið hjólhýsi fyrir þig. Fallega hönnuð og margverðlaunuð hjólhýsi framleidd með gæði og nýjungar að leiðarljósi. Verð frá 2.995.000 Hvert ætlar þú í sumar? Opið um helgar frá klukkan 12 til 16 !"#$%&'()#*+,*-./*0*!1*223*4344 25 ára ábyrgð gegn ryði og tæringu Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is 25 ára ábyrgð gegn ryði og tæringu -5667689: ;<:= **>31?44 -5667689: ;<:= ***@1244 SUMARTILBOÐ Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Avalon gasgrill 5 brennara Orka 22,8 KW = 78.000 BTU 4 brennarar úr ryðfríu stáli Innrauður ofurbrennari fyrir fullkomna Nautasteik GAD Triton gasgrill 3ja brennara Niðurfellanleg GADDC*;<:= * *??1?44 Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is FULLT VERÐ 99.900 89.900 FULLT VERÐ 149.900 129.900 12 viðhorf Helgin 15.-17. maí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.