Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 15.05.2015, Qupperneq 18
Öskubusku- ævintýri frá Íslandi Berglind Johansen vonast til að EGF húðdrop- arnir, sem nú eru seldir á Íslandi undir vöru- merkinu BioEffect, verði ein vinsælasta húðvaran í heiminum. Hún hefur síðustu ár starfað þar sem sölustjóri á alþjóðamarkaði og segir vinsældir vörunnar vera ævintýri líkastar. Berglind var Ung- frú Ísland aðeins 18 ára gömul og segir hún að sá stimpill hafi loðað við sig í gegnum árin, jafnvel þó hún sé í dag orðin 49 ára gömul farsæl viðskipta- kona. Hún segir að dætur sínar hafi verið spurðar hvort þær ætli ekki að taka þátt í fegurðarsam- keppni „eins og mamma“ en hún leggur áherslu á að þær þurfi enga titla til að vita hvað þær eru frambærilegar. B erglind Johansen starfar sem sölustjóri hjá Sif Cosmetics á alþjóðlegum markaði. Þrátt fyrir að hún sé orðin 49 ára og farsæl viðskiptakona muna margir enn eftir henni sem Ungfrú Ísland árið 1984. Berglind á þrjár dætur og kveðst, þrátt fyrir miklar annir í störfum sínum, fyrst og fremst vera mamma. „Ég tek það hlutverk mjög alvarlega,“ segir hún. Ofar á lista en Chanel no 5 Fimm ár eru síðan Sif Cosmetics, dótturfélag Orf Líftækni, setti á markað EGF húðdropa sem hafa slegið í gegn á Íslandi sem erlendis. Droparnir voru markaðssettir á er- lendum mörkuðum undir vörumerkinu BioEffect. Nokkuð hefur bæst við vörulínuna síðan og nú er komið að þeim tímamótum að hætta sölu á EGF vörulínunni. „Þetta var í grunninn til sama varan en öll áhersla á þróun og rann- sóknir hefur verið á Bioeffect og þær vörur eru nú með meiri virkni. Það hefur lengi staðið til að taka þetta skref og nú loks getum við boðið upp á BioEffect á Íslandi,“ segir hún. Við Berglind ákváðum að hittast í höfuðstöðvum ORF líftækni ehf að Víkurhvarfi 3. Í fyrstu finn ég ekki skrif- stofurnar og þegar ég spyr til vegar annars staðar í húsinu er ég spurð hvort ég sé að „fara í mælingu.“ Ég átta mig ekki á því hvernig mælingu var verið að tala um fyrr en aðrar konur koma á eftir mér sem eru sannarlega að fara í mælingu. „Við erum stöðugt með rannsóknir í gangi og hingað kemur fólk reglulega í mælingar. Vísindamennirnir hér gera tvíblindar rannsóknir, sem þykja þær albestu, til að vinna að þróun vörunnar okkar,“ segir hún. Tæplega 40 manns starfa hjá ORF líftækni og Sif Cosmetics; á rannsóknarstofunni, í gróðurhúsinu, við pökkun, markaðssetningu og þjónustu við dreifingaraðila. Á veggnum í mötuneytinu blasa við innrammaðar blaðsíður úr öllum þekktustu tímaritum heims, meðal annars Vogue, ELLE, Harper’s Bazaar og Marie Claire, þar sem farið er fögrum orðum um BioEffect og á dögunum valdi franska tískuritið Madame Figaro húðdropana frá fyrirtækinu 5. bestu snyrtivöru í heimi en neðar á listanum eru meðal annars ilmurinn Chanel no 5 og kavíarkrem frá La Prairie. „Þetta er gríðarleg viðurkenning og sýnir að varan okkar hefur sannarlega stimplað sig inn á snyrtivörumarkaðinn,“ segir Berglind. „Okkar markmið er að verða eitt stærsta snyrtivörumerkið í bransanum.“ Ungfrú Ísland 18 ára Aðeins hálft þriðja ár er síðan Berglind hóf störf hjá Sif Cosmetics en þrátt fyrir að hafa ekki einsett sér það sem ung kona hefur hún verið viðloðandi snyrtivörubransann frá því hún var um tvítugt þegar hún starfaði hjá fjölskyldu- fyrirtækinu Rolf Johansen & Co og sá þar um kynningu og markaðssetningu hérlendis á snyrtivörumerkjum á borð við Ĺ Oreal, Lancôme, Maybelline og Vichy. Þrátt fyrir að vera orðin 49 ára gömul farsæl viðskiptakona eru margir sem helst muna eftir Berglindi sem Ungfrú Ísland árið 1984. „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík, gekk í Langholts- skóla en fór síðan í Verzlunarskóla Íslands. Þegar ég tók þátt í fegurðarsamkeppninni hafði ég verið að æfa dans hjá Sóleyju Jóhannsdóttur sem þá var nýkomin heim frá Danmörku með ferska strauma í danslistinni. Við vorum nokkur undir hennar stjórn sem voru með danssýningar Framhald á næstu opnu 18 viðtal Helgin 15.-17. maí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.