Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Síða 26

Fréttatíminn - 15.05.2015, Síða 26
Það stoppaði ekki síminn hjá mér og allir voru að athuga hvort það væri ekki í lagi með mig. Ég leit út eins og verulega veikur maður. Gaman að því. V íkingur Kristjánsson hefur verið í höfuðborginni undanfarna daga að sinna kynningarmálum fyrir kvikmynd- ina Bakk sem frumsýnd var á dögunum, en ætlar að bruna heim á Suðureyri um leið og viðtalinu lýkur. Hann býr þar ásamt unnustu sinni, Kolbrúnu Elmu Schmidt, og dóttur sem fæddist daginn eftir að tökum á Bakk lauk, síðla síðasta sumars. Með þeim býr einnig dóttir Kolbrúnar. „Maður er alltaf stressaður þegar kemur að því að fá við- brögð fólks á því sem maður er að gera,“ segir Víkingur. „Við vissum alveg að þetta væri skemmtilegt og myndinni yrði ekki slátrað, en þessi viðbrögð eru ofar okkar væntingum,“ segir hann. „Þetta er stærsta kvikmyndarullan mín til þessa. Ég hef aldrei áður fengið að vera á plakatinu,“ segir Víkingur. „Ætli ég hefði fengið þetta hlut- verk nema vegna þess að Gunni er góður vinur minn,“ segir hann og talar þar um Gunnar Hansson, handritshöfund myndarinnar og mótleikara sinn. Getur verið meira heima Víkingur flutti vestur á Suður- eyri fyrir tveimur árum. Kynntist stúlku þaðan og varð ástfanginn, og ástin teymdi hann vestur á firði. „Ég var orðinn þreyttur á þessu harki hér í bænum,“ segir Víking- ur. „Konan mín fékk sumarvinnu fyrir vestan og við ákváðum að prófa. Ég er Ísfirðingur og bjó þar fram að 15 ára aldri, en hef eigin- lega ekkert verið þar síðan,“ segir hann. „Ég átti að vera í Bláskjá í leikstjórn Vignis Valþórssonar um veturinn í Borgarleikhúsinu en sagði mig úr því verki og fór bara að vinna í fiski á Suðureyri. Ég Maður er dæmdur úr leik þegar maður flytur úr bænum Kvikmyndin Bakk var frumsýnd í síðustu viku og hefur lofsam- legum dómum um myndina rignt inn á undanförnum dögum. Víkingur Kristjánsson, annar aðalleikara myndarinnar, segir dómana koma sér og þeim sem að myndinni standa þægilega á óvart. Þau vissu að myndin væri skemmtileg og fannst gleðilegt hvað margir voru þeim sammála. Víkingur býr vestur á fjörðum, á Suðureyri, og kann því vel. tók lyftarapróf og fór bara í einhverja ævintýra- mennsku, þangað til ég fór í Bakk sem var tekin síðasta sumar. Einnig tók ég að mér lítið hlutverk í kvikmyndinni Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson“ segir Víkingur. „Síðasta vetur hef ég bara tekið að mér alls- kyns verkefni. Veislustjórn, og ýmiskonar leik- stjórn fyrir vestan. Ég var að vísu búinn að taka að mér hlutverk í Lísu í Undralandi hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur, en sagði mig úr því líka,“ segir Víkingur. „Það er meira en að segja það að ferðast reglulega frá Ísafirði til Akureyrar um miðjan vet- ur,“ segir hann. „Sérstaklega meðan litla stúlkan er svona lítil,“ en Víkingur eignaðist dóttur í lok síðasta sumars. „Vignir Valþórsson var að leik- stýra því líka svo hann er örugglega farinn að taka þessu persónulega,“ segir Víkingur. „Það sem gerði mér kleift að vera bara fyrir vestan í rólegheitum var það að ég fékk mjög fín laun fyrir sýningar á erlendri bílaauglýsingu sem ég lék í fyrir fimm árum, og hefur verið í sýningu allar götur síðan. Ég gat því sagt nei við Lísu í Undra- landi og verið heima með konu og barni.“ Kannski ekki góður á sviði? Á Suðureyri búa 300 manns og segir Víkingur að listalíf sé ekki mikið, enda fáir sem búa þar. Suð- ureyri er þó aðeins í 20 mínútna akstursfjarlægð frá Ísafirði og segir Víkingur að hann vinni mikið þar. „Maður er auðvitað litinn smá hornauga á Suðureyri,“ segir hann og glottir. „Fólk var alveg að fíla það að ég væri að vinna í fiski, maður var ekki alveg vonlaus. Fólki finnst eitthvað spes við það að maður sé að vinna í listinni,“ segir hann. „Stundum er maður ekki að gera neitt, og það þekkist ekki á Suðureyri. Ég ætla samt ekkert að fegra það neitt. Stundum er maður bara eitthvað að dúllast með dóttur sinni,“ segir hann. „Lista- líf á Vestfjörðum er samt bara fínt, þó er nú meira litið á það af flestum sem hobbí.“ Kolbrún Elma Schmidt og Víkingur Kristjáns- son með dóttur sína sem fæddist daginn eftir að tökum á Bakk lauk. Ljósmyndir/Björg Sveinbjörnsdóttir Framhald á næstu opnu 26 viðtal Helgin 15.-17. maí 2015 Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað Hágæða postulín - með innblæstri frá náttúrunni Verið velkomin í verslun RV og sjáið úrval af glæsilegum hágæða borðbúnaði

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.