Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Page 28

Fréttatíminn - 15.05.2015, Page 28
„Við erum alltaf með það í bakhöndinni að koma í bæinn. Það er meira atvinnu- öryggi hjá mér í bænum og slíkt, en mig langar bara að búa fyrir vestan og koma svo bara suður í verkefni,“ segir hann. „Við eigum fimm börn samtals og það er meira en að segja það að rífa allt upp. Að- almálið er það að fólk hér í bænum viti það að það er ekkert mál fyrir mig að koma suður í verkefni. Það er svolítið lenskan að um leið og einhver leikari flytur út á land, þá er hann dæmdur úr leik,“ segir Vík- ingur. „Ég er ágætlega settur þarna. Leik- húsin hafa aldrei verið neitt hrifin af mér,“ segir hann með glotti. „Ég er einn stofn- enda Vesturports og hef troðið mér inn í þær sýningar, en mér hefur aldrei verið boðið hlutverk í leikhúsi. Kvikmyndaleik- stjórar hafa þó oft samband, kannski er ég bara vonlaus á sviði. Maður spyr sig,“ segir Víkingur. „Ég var líka skrifaður út úr Rétti 3,“ segir hann glottandi. „Ég fæ að vera dáinn í þeim þáttum.“ Saknar atsins Víkingur segir að það sé svolítið síðan hann var í leikhúsi og þurfti að mæta á æfingatímabilinu og vera á kafi í verk- efninu. Hann segist ekki sakna þess beint, en hann saknar félagsskaparins sem er í slíkum verkefnum. „Það koma svona tímabil sem það er rólegt. Maður saknar ekki athyglinnar, en maður saknar bransans. Fólksins og atsins sem er í gangi,“ segir hann. „Ég sakna ekki leik- hússins beint, en það er mjög gaman að vera í sýningu sem gengur vel. Við hjá Vesturporti hittum oft naglann á höfuðið með okkar sýningum og það hefur verið gaman,“ segir Víkingur, en næsta haust tekur hann þátt í uppfærslu Vesturports á leikritinu Brim í Tékklandi. Þú endar þá kannski sem trillusjómaður á Vestfjörðum? „Nei, það geri ég alveg örugglega ekki,“ segir Víkingur. Það hefur ekkert hvarflað að þér að fara að skrifa leikverk, eða bók? „Ég hef oft pælt í því og ætlaði alltaf að vera rithöfundur,“ segir Víkingur. „Svo held ég að ég sé enginn maður í það. Ég hef ekki þolinmæði í það. Ég er um- kringdur fólki sem er alltaf að segja mér að skrifa og það hefur blekkt mig svolít- ið,“ segir hann. „Það gerist bara ekkert,“ segir Víkingur og hlær. Blaðaviðtal breytti ímyndinni Á Vestfjörðum er veturinn langur. Vík- ingur segir að öll sú rómantík sem borgar- búar hafi gagnvart landsbyggðinni sé bundin við sumartímann. „Það eru fleiri en einn og fleiri en tveir sem koma til mín og segja, „djöfull er ég ánægður með þig. Mig hefur alltaf dreymt um að flytja bara.“ Það er alveg sama hvert Reykvíkingar fara á landsbyggðina, þeir verða ástfangn- ir af staðnum og ætla að kaupa hús þar og slíkt. Ég hef upplifað þetta sjálfur, en síðan kemur vetur,“ segir Víkingur. „Rút- ínan á veturna er alveg eins úti á landi. Á Suðureyri fer sólin í október og kemur ekki aftur fyrr en í mars. Það er ekki fyrir alla að upplifa þetta. Brúnirnar þyngjast og maður fer að bölva vælinu í Reykvík- ingum, en að sama skapi mjög frábært að upplifa árstíðarbreytingar mjög skýrt eins og þær eiga sér stað þar,“ segir Víkingur. „Eins og staðan er í dag þá ætlum við að vera þarna.“ Víkingur segir fjölskyldu sína óttast um geðheilsu hans í einangruninni um leið og þau öfunda hann af því að búa í henni. Hann segir að viðtal sem hann fór í hjá DV um það leyti sem hann flutti vestur hafi breytt miklu í ásýnd sinni út á við, en blaðið málaði hann sem þunglyndissjúk- ling sem flúði á Vestfirði. Víkingur segir það vera fjarri sanni. „Það flaug blaða- maður vestur til okkar með ljósmyndara og ég var svo mikill bjáni að opna mig upp á gátt með blaðamanninum. Ég tala um að ég sé skítblankur eins og annar hver Íslendingur, eins og gengur og gerist. Tala um erfiðleika í mínu fyrra sambandi og eitthvað fleira,“ segir hann. „Svo fæ ég viðtalið sent og það er alltof mikið verið að tala um þetta, sem ég vildi ekki. Þegar ég les svo viðtalið þá er mynd af mér á bryggjunni á Suðureyri þar sem ég er með einhvern svona svip,“ segir hann og grettir sig. „Svo komu fyrirsagnirnar „STÓRSKULDUG- UR – TEKUR ÞUNGLYNDISLYF,“ segir Víkingur og hristir hausinn. „Það stoppaði ekki síminn hjá mér og allir voru að athuga hvort það væri ekki í lagi með mig. Ég leit út eins og verulega veikur maður. Gaman að því,“ segir Víkingur. Barnið með fæðinguna planaða Í kvikmyndinni Bakk leika þeir Víkingur og Gunnar Hansson vini sem fara bakkandi hringinn í kringum landið. Víkingur segir dúettinn vera mjög skemmtilegan og dínamískan. „Mín týpa, Viðar, er búinn að búa á Hellissandi með mömmu sinni allt sitt líf og er mjög félagslega heftur, en ekkert skrýtinn samt,“ segir Víkingur. „Hrikalega góður drengur. Ef þú ert með kvikmynd þar sem þarf að leika sympatískan mann, þá er ég rétti maðurinn,“ segir hann og hlær. „Fólk er alveg að kaupa það. Það vorkennir mér. Ég fæ að gera allt það fyndna í myndinni og svo er Gunni svo hrikalega skemmti- legur sem hinn vinurinn. Ferlið var allt alveg hrikalega gaman. Við byrjum í tökum í byrjun ágúst og keyrum hringinn í bongóblíðu allan tímann,“ segir Víkingur. „Þetta var líka svolítið stress þar sem konan mín var komin á steypinn, alveg kasólétt. Hún var sett þann 8. september og ég átti að vera búinn þann 6. Það var mikið hringt enda hún á lokametrunum,“ segir Víkingur. „Þegar við vorum á Austfjörð- unum, þá hugsaði ég með mér. Þetta má ekki gerast núna, ég er eins langt í burtu og hægt er,“ segir hann. „Svo erum við komin að Vík í Mýrdal, og ég er á mínum síðasta tökudegi þá hringir Kol- brún og segir að nú sé eitthvað að fara að gerast. Senunum mínum var hliðrað til svo ég mundi klára og ég brunaði vestur. Ég var kominn um hálf ellefu um kvöldið, og um klukkan hálf fjögur um nóttina vorum við komin upp á spítala,“ segir hann. „Stelpan var með þetta í fílófaxinu í bumbunni. Þetta tókst allt saman vel, bæði myndin og fæðingin,“ segir Vík- ingur Kristjánsson leikari. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Fólk var alveg að fíla það að ég væri að vinna í fiski, maður var ekki alveg vonlaus. Ég sakna leikhússins ekki beint, en það er mjög gaman að vera í sýningu sem gengur vel. 28 viðtal Helgin 15.-17. maí 2015 Tjarnarbíó 18 og19 maí . . maí . Hof Akureyri 22 Borgarleikhúsið 18 og19 maí . . maí . HofAkureyri 21 BORDERTHE miðasala á www.midi.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.