Fréttatíminn - 15.05.2015, Side 42
42 heilsa Helgin 15.-17. maí 2015
Heilsa mikilvægt að ala ekki á matvendni barna
Fái börn holla og fjölbreytta fæðu eiga þau ekki að þurfa að taka inn fjölvítamín. Hinsvegar þurfa börn á Íslandi að fá D-vítamín
aukalega þar sem það finnst vart í fæðunni og þar sem hér er ekki nóg sólarsljós. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty
Laufey Steingrímsdóttir nær-
ingarfræðingur segir börn
eiga að geta fengið öll vítamín
og steinefni úr fæðunni, nema
D-vítamín. Hún segir mikil-
vægt að foreldrar ali ekki á
matvendni, börn geti haft
ánægju af því að borða allan
mat, séu þau vanin á það.
Á að gefa
börnum
vítamín?
v ið þurfum alls ekkert að gefa börnum fjölvítamín, ekki nema við mjög sérstakar
aðstæður. Ef barn fær góðan mat
og borðar fjölbreytta fæðu á það alls
ekkert að þurfa,“ segir Laufey Stein-
grímsdóttir, prófessor í næringar-
fræði við Matvæla- og næringar-
fræðideild Háskóla Íslands. „Það er
þó sterklega mælt með því að við gef-
um D-vítamín aukalega og það hefur
verið gert alla tíð, einfaldlega vegna
þess að D-vítamín er í mjög fáum
fæðutegundum. Við getum myndað
það í húðinni ef við erum með sól en
við búum þetta norðarlega svo við
fáum það ekki í nægilegu magni með
sólarsljósinu. Það er því mjög mikil-
vægt fyrir bæði börn og fullorðna að
fá þetta vítamín aukalega þrátt fyrir
að maður borði holla fæðu.“ Laufey
segir töku á lýsi bestu leiðina til
að fá D-vítamín en geti börn
ekki tekið lýsi beint sé hægt
að gefa þeim lýsisbelgi, eða D-
vítamíntöflur. Mikilvægast sé
að pína ekkert ofan í börnin.
Ekki nauðsynlegt að gefa
járn
„Járnskortur var sérstakt
vandamál hér á Íslandi þegar
mjólkurneyslan fór hér fram
úr öllu hófi. Mjólk er afskap-
lega holl en hér áður fyrr var hún
allt of stór hluti af fæðunni, sérstak-
lega hjá börnum. Börn eru vanalega
sólgin í mjólk og það er þægilegt
að gefa þeim mjólk og skyr og súr-
mjólk en þá er svo lítið pláss fyrir
annan mat og mjólkin inniheldur
ekki járn í neinu teljandi magni.
Járnskortur og blóðleysi var afleið-
ing af því og það getur haft mjög al-
varlegar afleiðingar. En upp úr 2002
hófst markviss vinna við að bæta
þetta, t.d með stoðmjólkinni sem
er járnbætt og almennri fræðslu, og
nú hefur orðið algjör viðsnúningur
svo það er ekki nauðsynlegt að gefa
börnum járn aukalega ef þau fá fjöl-
breytta fæðu úr öllum fæðuflokk-
unum.“
Matvendni
Foreldrar matvandra barna óttast
margir hverjir að börnin fái ekki
næringu úr fábreyttri fæðunni.
Laufey segir matvendni oftast
tengjast uppeldi, börnum finnist sá
matur sem þau eru vanin við góð-
ur. „Í fyrsta lagi á aldrei að
dekstra börn til að borða
mat sem þeim finnst ekki
góður og við eigum aldrei
að pína börn til neins, en
það er samt gott að halda
alltaf áfram að bjóða upp á
matinn. Hinsvegar á ekki
að láta undan öllum duttl-
ungum, það verður að finna
einhvern milliveg. En börn
ættu að geta borðað allt sem
foreldrar þeirra borða, þau eiga alls
ekki að fá einhvers sérmat, hvorki
heima né á veitingastöðum. Það eru
oft sérstakir barnamatseðlar á veit-
ingahúsum sem eru oftast mun nær-
ingarsnauðari en það sem foreldr-
arnir borða. Af hverju ættu þau að fá
hamborgara og samlokur á meðan
foreldrarnir fá steik eða fisk? Börn-
um finnst vanalega sá matur bestur
sem þau fá við sérstakar aðstæður,
eins og í veislum eða á veitingastöð-
um þess þá heldur er sniðugt að nota
þau tækifæri til að kynna börn fyrir
nýjum mat. Annað getur alið á mat-
vendni.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Laufey
Steingrímsdóttir.
• Staðfest með rannsóknum sl.
14 ára - vinnur á einkennum
tíðahvarfa kvenna.
• Inniheldur staðlað tofu
extract, ekki erfðabreytt
(GMO frítt)
• Náttúruleg lausn fyrir konur
án hormóna.
„Femarelle er
algjört undraefni
fyrir mig“
-Soffía Káradóttir
Náttúruleg lausn við áhrifum tíðahvarfa
• Staðfest með ra nsóknum sl.
14 ára - vinnur á einkennum
tíðahvarfa kvenna.
• Inniheldur staðlað tofu
extract, kki erfðabreytt
(GMO frítt)
• Náttúruleg lausn fyrir konur
án hormóna.
„Femarell r
algjört un r i
fyrir ig“
-Soffía K r ttir
Náttúruleg lausn við áhrifum tíðahvarfa