Fréttatíminn - 15.05.2015, Page 48
48 matur & vín Helgin 15.-17. maí 2015
www.odalsostar.is
Havartí Krydd er náskyldur einum
þekktasta osti Dana, úr smiðju hinnar
frægu ostagerðarkonu, Hanne Nielsen.
Ljúfur, mildur og smjörkenndur
ostur með sætri papriku og votti af
piparaldinum. Frábær partíostur, með
nachos eða á steikarsamlokuna.
HAVARTÍ KRYDD
FJÖRUGUR
Þ að eru stórir hlutir að gerast í bjórmenning-unni á Íslandi um þessar mundir,“ segir Freyr
Rúnarsson, bjórstjóri á Skúla Craft
Bar við Fógetagarðinn.
Skúli var opnaður rétt fyrir
síðustu jól og viðtökurnar hafa
verið afar góðar að sögn Freys. Á
staðnum er boðið upp á frábært úr-
val af handverksbjór, bæði af krana
og flöskum.
Íslendingar eru að vakna
„Viðtökurnar hafa í rauninni ekki
komið mér á óvart. Ég hef fundið
þennan áhuga í gegnum bloggið
mitt síðustu tvö árin. Íslendingar
eru að vakna og vilja fá góðan
bjór og spá í það hvað þeir eru að
drekka,“ segir Freyr sem hefur
um árabil haldið úti Bjórbókinni á
netinu.
Freyr starfar sem læknir og er
í sérnámi í heimilislækningum.
Hann lærði úti í Danmörku og
Bjór Freyr rúnarsson er Bjórstjóri á skúla CraFt Bar
Hefur grúskað í bjórfræðunum í 20 ár
Freyr Rúnarsson leikur tveim-
ur skjöldum í lífinu. Á daginn
er hann læknir en á kvöldin
hefur hann unun af því að
smakka góðan bjór. Hann fær
heldur betur útrás fyrir þetta
áhugamál sitt í starfi sínu sem
bjórstjóri á Skúla Craft bar. Á
þriðjudagskvöld verður sann-
kölluð veisla á Skúla þegar sjö
bjórar frá hinu virta brugghúsi
Founders verða í boði á krana.
Og einn eftirsóttasti bjór
heims í kaupbæti.
fannst erfitt að koma heim því úr-
valið af góðum bjór var mun betra
þar. „Ég flutti heim 2010 og þá
gat maður keypt eðalbjór nánast
hvar sem er í Danmörku. Það var
ekki svo hér en ástandið er allt
annað í dag. Nú er orðið búandi
hér, nokkuð sem læknar í sérnámi
ættu að athuga,“ segir hann.
Þessu breytta og betra ástandi
þakkar Freyr fleiri metnaðarfull-
um börum en einnig auknu úrvali
í Vínbúðunum. Þar eigi heildversl-
unin Járn & gler mestan heiður
skilinn.
Founders eitt af uppáhalds
brugghúsunum
Og nú er Freyr kominn bak við bar-
borðið á Skúla og sér um að velja
góða bjóra fyrir gesti. Tólf tegundir
eru fáanlegar á krana hverju sinni
og er úrvalið síbreytilegt en einnig
er að hægt að velja úr 130 tegund-
um á flösku. Og þar leynist ýmis-
legt forvitnilegt, að sögn Freys.
Freyr og félagar á Skúla hafa
verið með skemmtilegar uppákom-
ur að undanförnu. Eitt kvöldið var
hægt að kynna sér hvernig maður
parar saman bjór og osta og Freyr
hefur boðið upp á svokallaða bjór-
stund við barinn þar sem hann situr
með litlum hópi og fer í gegnum
bjórana á barnum og fræðir við-
stadda. Eins hafa verið svokölluð
„tap takeover“ sem eru afar vinsæl
í bjórheiminum. Þá eru dælur stað-
arins allar lagðar undir bjóra frá
einu brugghúsi. Það var gert með
norska brugghúsið Nøgne Ø fyrir
skemmstu og á þriðjudagskvöldið
er komið að hinu virta brugghúsi
Founders. Boðar Freyr frekari
heimsóknir á næstunni.
„Ég hef verið að grúska í þessu í
20 ár og hef fengið leyfi frá konunni
til að ferðast í þeim eina tilgangi
að smakka bjór. Founders dúkk-
aði upp fyrir nokkrum árum og ég
hef fylgst með þeim á netinu síðan.
Þeir fá gríðarlega góða dóma og
eru eitt af mínum uppáhalds brugg-
húsum. Ég er ánægður og stoltur
að geta boðið upp á bjórana þeirra á
Skúla,“ segir Freyr.
Ótrúlegt að geta boðið upp á
KBS
Rúsínan í pylsuendanum fyrir bjór-
áhugafólk verður svo að á þriðjudag
verður einnig í boði takmarkað
magn af afar umtöluðum bjór, KBS
eða Kentucky Breakfast Stout. Járn
& gler var með hann í sérpöntun á
dögunum og var slegist um það litla
magn sem í boði var. KBS er 11.2%
Russian Imperial Stout, bruggaður
með súkkulaði og úrvals espresso
kaffibaunum og svo látinn þroskast
á bourbon eikartunnum í 6 mánuði
í bjórhellum Founders. Hann er
bara seldur einu sinni á ári og er
afar eftirsóttur í bjórheiminum.
„Það er hálf ótrúlegt að maður
skuli geta boði upp á KBS á Ís-
landi,“ segir Freyr en KBS hefur
líka verið fáanlegur á Microbar.
„Persónulega hef ég ekki gaman
af „hype“ bjórum og er yfirleitt
neikvæði gaurinn. En þessi stendur
bara alveg undir „hype“-inu.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Founders á skúla á Þriðjudagskvöld
Freyr Rúnarsson er bjórstjóri á Skúla
Craft bar. Hann hefur verið að grúska í
bjórfræðum í tvo áratugi. Ljósmynd/Hari
Founders Brewing er amerískt handverksbrugghús í Grand Rapids
Michigan í Bandaríkjunum. Það voru tveir áhugasamir heimabrugg-
arar, Mike Stevens og Dave Engbers, sem ákváðu að
segja föstum störfum sínum lausum og snúa
sér alfarið að bjórgerð fyrir hinn almennan
markað. Þeir helltu sér út í svimandi
há bankalán og stofnuðu svo brugg-
húsið árið 1997. Í upphafi fóru þeir
„öruggu“ leiðina og brugguðu bara
hefðbundinn bjór, ekki vondan en
ekkert sem menn tóku sérstaklega
eftir, þeir voru á barmi gjaldþrots
þegar þeir félagar ákváðu að venda
kvæði sínu í kross og skapa bjór
eins og þeir vildu í raun og veru
sjálfir sjá bjórinn, eitthvað eins og
þeir höfðu sjálfir alltaf bruggað heima
í kjallaranum. Bjór með hortugheit, eitt-
hvað sem var ekki fyrir fjöldann heldur meira
fyrir alvöru bjóráhugafólk. Þetta gekk svona líka
vel upp hjá þeim félögum. Vinsældir bjórsins jukust ár frá ári
og nú er brugghúsið metið meðal bestu brugghúsa veraldar.
Þessir bjórar verða í
boði á Skúla. Freyr leiðir
okkur í gegnum þá:
All Day IPA (RB 95/100)
– 4.5% session ipa. Full-
kominn IPA, léttur og
þægilegur en með aðeins
humlabit og ögn ávexti.
Virkilega vel smíðaður
IPA, allt í góðu jafn-
vægi. Það ráða allir við
þennan.
Centennial IPA (RB
99/100) – 7.2% IPA. Hér
er á ferð einn flottasti
IPA að margra mati
með 99 stig af 100. Hann
er nokkuð beiskur og
með sítruskeim eins og
IPA sæmir en þó með
nægilegan maltkarakter
til að skapa gott jafn-
vægi með ristuðum keim
og karamellu. Einn besti
IPA að mati bjórstjóra
Skúla.
Porter (RB 100/100)
– 6.5% Porter. Ef þú
fílar porter þá er þessi
algjört möst. Kolsvartur
í glasi með mjúka fallega
froðu. Í nefi er kaffi
og karamella. Í munni
er hann flókinn og
skemmtilegur með rist-
uðum nótum, espresso
og dökkt súkkulaði
í bland við dökka
þurrkaða ávexti.
Rubæus (RB 92/100)
- 5.7% ávaxtabjór.
Ofsalega ferskur og
flottur með blómlegum
humlum á móti djúsí
hindberjum. Virkilega
flottur sumarkarl.
Dirty Bastard (RB
98/100) - 8.5% scotch
ale. Geggjaður bjór, hiti,
flækjur, þéttleiki og svo
ristað korn, toffee og
þurrkaðir dökkir ávextir
í bragði.
Pale Ale (RB 86/100) -
5.6% pale ale af bestu
sort. Ekkert flókið, bara
gott. Þessi er fyrir alla.
Blushing Monk (RB
.....) - 9.2% Imperial
fruitbeer. Þessi er
spennandi, þetta er einn
af þessum sjaldgæfu
hvítu hröfnum. Imperial
ávaxtabjór með haug af
hindberjum og svo auka-
skammti af hamingju.
Blushing tilheyrir svo
kallaðri backstage
series sem er sérlína hjá
Founders, alls konar
tilraunastarfsemi sem
oftast kemur bara út
einu sinni og svo aldrei
aftur. Þennan verða
menn bara að prófa.
Einkunnir í sviga eru af
Ratebeer.com