Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Page 55

Fréttatíminn - 15.05.2015, Page 55
Ég hef lengi staðið í þeirri trú að tónlistarsmekkur minn sé með þeim betri í bransanum. Tiltölu- lega fjölbreyttur, allt frá kántrí upp í argasta þungarokk með við- komu í gengjarappi. Aðrir vilja meina að þessum sama smekk sé talsvert ábótavant. Óþol mitt gagnvart ónefndri unglingahljóm- sveit frá Liverpool þykir oft sanna mál samferðafólks míns. Í vinnunni keyri ég talsvert á milli staða og hef útvarpið yfirleitt í gangi. Eftir bestu getu reyni ég að hafa hlutfall milli tals og tón- listar svona 70/30, tónlistinni í vil. Bíllinn minn er gamall og því ekki búinn blátönn eða snúru til að tengja símann við. Ég á heldur ekki marga geisladiska og verður útvarpið því að duga. Ég á mínar uppáhalds stöðvar, eins og flestir, sem sjá til þess að undirritaður farist ekki úr leiðindum í enda- lausum bíltúrum. Í Fordinum eru sex forvals- hnappar. Þessa hnappa er hægt að forrita, eins gengur, en alltaf hef ég þó haft vissar stöðvar á vísum stað. Þessi fasti í lífinu breyttist þó í vikunni. Ég hef alltaf talið mig X-mann fyrst og fremst. Enda er þar spiluð graðhestatónlist nánast allan sólarhringinn. Það var svo þegar ég var gestkomandi í húsi einu í Vestur- bænum að öll lögin sem komu úr hátölurum íbúðarinnar hittu beint í mark. Alveg var ég viss um að þetta væri sérhannaður „playlisti“ fyrir tæplega fertuga rokkara. Það reyndist hins vegar ekki á rökum reist. Ég er víst bara létt- bylgjumaður. Haraldur Jónasson 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 12:05 Nágrannar 13:30 Dulda Ísland 14:20 Neyðarlínan 14:50 Grillsumarið mikla 15:10 Lífsstíll 15:40 Sælkeraheimsreisa um Reykjavík 16:05 Matargleði Evu 16:55 60 mínútur 17:40 Eyjan 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn 19:10 Hið blómlega bú 3 19:40 Britain's Got Talent 20:45 Mr Selfridge 3 21:35 Mad Men 22:25 Better Call Saul 23:20 60 mínútur Vandaður þáttur í virtustu og vinsælustu frétta- skýringaþáttaröð í heimi þar sem reyndustu fréttaskýrendur Banda- ríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heimsþekkt fólk. 00:05 Eyjan 01:00 Game Of Thrones 01:55 Daily Show: Global Edition 02:20 Vice 02:50 Backstrom 03:35 The Confession 04:40 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:10 Real Madrid - Juventus 10:55 Meistaradeildin 11:10 Larry Bird's 50 Greatest Moments 12:00 MotoGP 2015 - Frakkland b 13:05 Atletico Madrid - Barcelona 14:55 Demantamótaröðin - Shanghai 16:55 Atletico Madrid - Barcelona 18:55 Goðsagnir 19:30 Keflavík - Breiðablik b 22:00 Pepsímörkin 2015 23:15 Keflavík - Breiðablik 01:05 Pepsímörkin 2015 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:30 Premier League World 2014 09:00 West Ham - Everton 10:40 Southampton - Aston Villa Ú 12:20 Swansea - Man. City b 14:50 Man. Utd. - Arsenal b 17:15 Liverpool - Crystal Palace 19:00 Match Pack 19:30 Keflavík - Breiðablik b 22:00 Pepsímörkin 2015 23:15 Swansea - Man. City 00:55 Man. Utd. - Arsenal SkjárSport 15:25 Wolfsburg - Borussia Dortmund 17:15 Bayern München - Wolfsburg 19:05 Wolfsburg - Borussia Dortmund 20:55 Borussia Dortmund - Bayern München 17. maí sjónvarp 55Helgin 15.-17. maí 2015  Í útvarpinu LéttbyLgjan Rokkari kominn af léttasta skeiði H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.