Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Side 60

Fréttatíminn - 15.05.2015, Side 60
 Í takt við tÍmann ElÍsabEt ErlEndsdóttir Eina líkamsræktin að dansa á b5 og Austur Elísabet Erlendsdóttir tók nýlega við embætti formanns Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Elísabet verður 23 ára á mánudaginn og stundar nám í heilbrigðisverkfræði. Hún er fædd og uppalin á Egilsstöðum og ætlar að eyða sumrinu á heimaslóðum. Elísabet horfir á ævintýramyndir og stefnir á internet-heimsfrægð á Twitter. Staðalbúnaður Eina reglan mín er að vera aldrei í öllu svörtu, ég vil alltaf vera í einhverju lit- ríku og mynstruðu. Ég á mikið af bolum og skyrtum og er afar hrifin af stórum skartgripum, eyrna- lokkum og hálsmen- um. Ég er ekki mikið að elta tískustrauma en ég reyni að vera snyrtileg til fara og mér finnst mjög gaman að vera mega pæja. Fötin kaupi ég í Warehouse, Topshop, Vila, Zöru, Vero Moda og þeim búðum sem ég dett inn í hverju sinni. Ef ég er mikið á ferðinni geng ég í Nike Free en annars í boots frá 67. Hugbúnaður Þessa dagana kemst fátt annað en Stúd- entafélagið að hjá mér. En þegar ég á lausan tíma fer ég stundum á djammið með stelpunum. Við HR-ingarnir förum mikið á Austur en annars hef ég gaman af því að fara á b5. Ætli það sé ekki mín eina líkamsrækt, að fara niður í bæ og dansa. Ég er mikil kvikmyndaáhugamanneskja og finnst ævintýramyndir á borð við Lord of the Rings, X-men og Marvel myndirnar skemmtilegastar. En ég vil fara að sjá Marvel gera ofurhetjumynd um konu, t.d. Black Widow! Vélbúnaður Ég er hundrað prósent tölvuheft en ég á Macbook Pro tölvu sem ég nota mikið. Svo á ég Samsung SII sem er rosalega gamall og hefur óþarflega sjálfstæðan vilja. Því miður gefur LÍN manni ekki mikil færi á að kaupa nýjan síma svo hann verður bara að duga þar til hann deyr. Ég nota Snapchat og Instagram og auðvitað Facebook, bæði sem samfélagsmiðil og í skólanum, en svo er ég nýbyrjuð á Twitter (@betaerlends) og stefni ótrauð á inter- net-heimsfrægð. Aukabúnaður Það er mjög mikil matarmenning heima. Mamma eldar náttúrlega besta mat í heiminum og bróðir minn, Atli Þór, er Matreiðslumaður ársins. Ég er mjög heppin að hann býður mér oft í mat, það er besti tími vikunnar. Við búum saman þrjár stelpur og reynum stundum að elda en dagskrárnar passa ekki alltaf saman. Ég er því orðin mjög góð að matreiða egg á milljón vegu. Annars fer ég oft á Noodle Station og er nýbúin að uppgötva Serrano. Svo finnst mér sushi voða gott. Ég hef mikinn áhuga á snyrtivörum og myndi eyða meiri peningum í þær ef ég gæti. Ég nota mest vörur frá Mac, Lancôme, Loréal og Clinique. Ég tek strætó í skólann hér í bænum en heima á Egilsstöðum hjóla ég mikið á gömlu 21 gíra Bronco-hjóli. Í sumar verð ég að vinna þriðja sumarið í röð í Landsbank- anum á Egilsstöðum og svo ætla ég að nýta tímann til að vera með fjölskyldunni. Það er ómissandi partur af austfirsku sumri að fara á LungA og á Bræðsluna á Borgarfirði eystra. Svo er náttúrlega bara vandræðalegt hvað það er alltaf gott veður fyrir austan.Ljósmynd/Hari Bio-tex þvottaefni og blettaeyðir Fötin haldast lengur eins og ný! Bio-tex þvottaefnin eru sérhönnuð fyrir litaðan, hvítan og svartan þvott. Leikum okkur! ÍSLE N SK A /SIA .IS N AT 73835 05/15 60 dægurmál Helgin 15.-17. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.