Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 15.05.2015, Blaðsíða 60
 Í takt við tÍmann ElÍsabEt ErlEndsdóttir Eina líkamsræktin að dansa á b5 og Austur Elísabet Erlendsdóttir tók nýlega við embætti formanns Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Elísabet verður 23 ára á mánudaginn og stundar nám í heilbrigðisverkfræði. Hún er fædd og uppalin á Egilsstöðum og ætlar að eyða sumrinu á heimaslóðum. Elísabet horfir á ævintýramyndir og stefnir á internet-heimsfrægð á Twitter. Staðalbúnaður Eina reglan mín er að vera aldrei í öllu svörtu, ég vil alltaf vera í einhverju lit- ríku og mynstruðu. Ég á mikið af bolum og skyrtum og er afar hrifin af stórum skartgripum, eyrna- lokkum og hálsmen- um. Ég er ekki mikið að elta tískustrauma en ég reyni að vera snyrtileg til fara og mér finnst mjög gaman að vera mega pæja. Fötin kaupi ég í Warehouse, Topshop, Vila, Zöru, Vero Moda og þeim búðum sem ég dett inn í hverju sinni. Ef ég er mikið á ferðinni geng ég í Nike Free en annars í boots frá 67. Hugbúnaður Þessa dagana kemst fátt annað en Stúd- entafélagið að hjá mér. En þegar ég á lausan tíma fer ég stundum á djammið með stelpunum. Við HR-ingarnir förum mikið á Austur en annars hef ég gaman af því að fara á b5. Ætli það sé ekki mín eina líkamsrækt, að fara niður í bæ og dansa. Ég er mikil kvikmyndaáhugamanneskja og finnst ævintýramyndir á borð við Lord of the Rings, X-men og Marvel myndirnar skemmtilegastar. En ég vil fara að sjá Marvel gera ofurhetjumynd um konu, t.d. Black Widow! Vélbúnaður Ég er hundrað prósent tölvuheft en ég á Macbook Pro tölvu sem ég nota mikið. Svo á ég Samsung SII sem er rosalega gamall og hefur óþarflega sjálfstæðan vilja. Því miður gefur LÍN manni ekki mikil færi á að kaupa nýjan síma svo hann verður bara að duga þar til hann deyr. Ég nota Snapchat og Instagram og auðvitað Facebook, bæði sem samfélagsmiðil og í skólanum, en svo er ég nýbyrjuð á Twitter (@betaerlends) og stefni ótrauð á inter- net-heimsfrægð. Aukabúnaður Það er mjög mikil matarmenning heima. Mamma eldar náttúrlega besta mat í heiminum og bróðir minn, Atli Þór, er Matreiðslumaður ársins. Ég er mjög heppin að hann býður mér oft í mat, það er besti tími vikunnar. Við búum saman þrjár stelpur og reynum stundum að elda en dagskrárnar passa ekki alltaf saman. Ég er því orðin mjög góð að matreiða egg á milljón vegu. Annars fer ég oft á Noodle Station og er nýbúin að uppgötva Serrano. Svo finnst mér sushi voða gott. Ég hef mikinn áhuga á snyrtivörum og myndi eyða meiri peningum í þær ef ég gæti. Ég nota mest vörur frá Mac, Lancôme, Loréal og Clinique. Ég tek strætó í skólann hér í bænum en heima á Egilsstöðum hjóla ég mikið á gömlu 21 gíra Bronco-hjóli. Í sumar verð ég að vinna þriðja sumarið í röð í Landsbank- anum á Egilsstöðum og svo ætla ég að nýta tímann til að vera með fjölskyldunni. Það er ómissandi partur af austfirsku sumri að fara á LungA og á Bræðsluna á Borgarfirði eystra. Svo er náttúrlega bara vandræðalegt hvað það er alltaf gott veður fyrir austan.Ljósmynd/Hari Bio-tex þvottaefni og blettaeyðir Fötin haldast lengur eins og ný! Bio-tex þvottaefnin eru sérhönnuð fyrir litaðan, hvítan og svartan þvott. Leikum okkur! ÍSLE N SK A /SIA .IS N AT 73835 05/15 60 dægurmál Helgin 15.-17. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.