Fréttatíminn - 15.05.2015, Page 62
Áslaug Jónsdóttir rithöfundur sló í gegn
á bókamessunni í Abu Dhabi. Forlagið
HUDHUD keypti útgáfuréttinn að fimm
bókum hennar. Ljósmynd/Hari
Bækur ArABískt forlAg keypti útgáfurétt Að fimm Bókum áslAugAr Jónsdóttur
Íslensk skrímsli slógu í gegn í Abu Dhabi
é g er afar sátt við móttökurnar þarna, gestrisni mikil, fólkið var bæði alúðlegt og yndis-
legt. Þetta var mjög jákvætt, fyrir
utan 40 stiga hitann,“ segir Áslaug
Jónsdóttir rithöfundur sem er ný-
komin heim af stórri bókamessu
í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum.
Ísland var heiðursgestur á bóka-
messunni í Abu Dhabi í síðustu viku
og gerði íslenska sendinefndin góða
ferð þangað. Eins og komið hefur
fram í fjölmiðlum keypti arabískt
forlag útgáfurétt að bókum þriggja
íslenskra höfunda, þeirra Auðar Jóns-
dóttur, Viktors Arnars Ingólfssonar
og Einars Más Guðmundssonar.
Stóri sigurvegarinn var samt Áslaug
en forlagið HUDHUD publishing
keypti útgáfuréttinn að fimm bókum
eftir hana og meðhöfunda hennar,
þau Kalle Güettler og Rakel Helms-
dal. Um er að ræða Skrímslabækurn-
ar góðkunnu en alls hafa verið gefnar
út átta bækur um þau á íslensku.
„Mér skildist á fólki þarna að það
væri þörf á gæðabókmenntum fyrir
börn sem væru ekki bara kennslu-
bækur. Í skrímslabókunum ganga
aðalpersónunar í gegnum ýmsa erf-
iðleika saman en ná alltaf að sættast.
Ég held að krakkar eigi auðvelt með
að samsama sig þessum skepnum,“
segir Áslaug þegar hún er spurð í
vinsældir bókanna. „Á fyrsta degi
messunar las ég þýðingar á ensku
fyrir stóran hóp af skólabörnum og
strax á eftir kom til mín stúlka og
spurði hvort hún gæti keypt bók. Ég
gat því miður ekki boðið bók til til
sölu, en sagðist vona að bækurnar
kæmu einhvern tíma út á arabísku.
Nú ætlar það að rætast.“
Auk þess að koma á næstunni
út á hinu arabíska málsvæði hafa
Skrímslabækurnar komið út á 14
tungumálum, til að mynda frönsku
og fjórum tungumálum á Spáni: kast-
ilísku, galisísku, basknesku og kata-
lónsku. „Kínverjarnir eru þó dugleg-
astir. Þeir drífa sig af stað um leið og
það kemur ný bók. Nýjasta bókin er
einmitt á leið í prentun, þeir vilja alls
ekki missa af bók úr seríunni.“ -hdm
eurovision mAríA ólAfs og hópurinn komin til vínAr
Íslenski hópurinn sem stendur að framlagi okkar í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
er kominn til Vínarborgar. María Ólafsdóttir mun stíga á svið fimmtudagskvöldið 21. maí, og
vonandi aftur tveim dögum síðar á úrslitakvöldinu. Það var mikil spenna í hópnum þegar hann
lagði af stað frá RÚV og segir Felix Bergsson, kynnir okkar í keppninni, mikla jákvæðni vera í
allri umræðu um íslenska lagið. Hann segir þó að blaðamenn í Vín vera á því að þrjú lög séu
lang sigurstranglegust í keppninni í ár.
o kkar maður í Vínarborg, Felix Bergsson, mætti til Austur-ríkis á mánudaginn fyrstur
allra og byrjaði að fylgjast með þeim
keppendum sem flytja sín lög á fyrra
undanúrslitakvöldinu í Eurovision í
næstu viku. Hann segir aðbúnaðinn
einkar glæsilegan hjá Austurríkis-
mönnum og spennuna gríðarlega.
„Það er mjög vel séð um allt hér,“
segir Felix.
„Í ár er 60 ára afmælishátíð keppn-
innar og það er greinilegt að það verð-
ur öllu tjaldað til,“ segir hann. „Það
eru miklu fleiri blaðamenn og aðdá-
endur mættir nú en oft áður á sama
tíma, ætli það sé ekki vegna þess líka
að fólk er ánægt með að fá keppnina
aftur svona miðsvæðis í álfuna,“ segir
Felix sem segir Eurovisionsvæðið í
Vín vera mjög þétt og minni svolítið á
þorp. „Það hefur verið þannig undan-
farin tvö ár að það tók svolítinn tíma
að komast að höllunum frá hótelun-
um. Hér í Vín er þetta mjög þétt og
auðvelt að komast á milli. Borgin iðar
samt af Eurovisionstemningu og það
er allt tipp topp, eins og við er að bú-
ast af Austurríkismönnum.“
Blaðamenn sem skipta hundruðum
í þessari keppni eru oft mjög sannspá-
ir og í blaðamannahöllinni er alltaf
veðbanki sem er sýnilegur öllum.
Hann breytist á hverjum degi eftir
hverja æfingu, en oft eru efstu sætin
ansi rétt þegar kemur að aðalkeppn-
inni. Felix segir þrjú lög alltaf vera í
umræðunni í ár. „Það eru lögin frá
Ástralíu, Svíþjóð og Ítalíu sem menn
eru mest að veðja á,“ segir hann. „Þau
eru alveg svakalega góð og ef einhver
ætlar að veðja á sigurinn þá mæli ég
með að setja pening á eitt af þessum,“
segir Felix. „Svo eru nokkur sem
gætu komið á óvart og þá er talað um
lögin frá Slóveníu, Eistlandi og Bret-
landi í þeim efnum.
Þegar Ísland ber á góma eru allir
mjög jákvæðir. Eins eru allir mjög
spenntir fyrir komu Friðriks Dórs
með hópnum, en það er greinilegt að
margir eru aðdáendur lagsins sem
hann flutti hér heima,“ segir Felix.
„Annars verður mjög spennandi að
sjá þau á fyrstu æfingunni þeirra sem
er á morgun [í gær],“ segir hann.
„Mitt uppáhald í keppninni er þó
norska lagið. Mér finnst það alveg
svakalega flott og ég vona að það verði
flott á sviðinu,“ segir Felix Bergsson,
kynnir okkar í Eurovision.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Allir mjög spenntir fyrir
íslenska laginu í Vínarborg
Lögin sem hafa mest áhorf
á YouTube í ár:
Eurovision-sérfræðingar
segja margir að hægt að sé að
finna væntanlega sigurvegara
í keppninni með því að skoða
hvaða lög fá flest áhorf á Yo-
utube. Miðað við það eru Ítalir
langsigurstranglegastir.
1. Ítalía 24, 3 milljónir
2. Rússland 4,1 milljónir
3. Aserbaídsjan 3,4 milljónir
4. Albanía 2,9 milljónir
5. Finnland 1,9 milljónir
6. Bretland 1,8 milljónir
7. Armenía 1,5 milljónir.
8. Ástralía 1,3 milljónir
9. Eistland 1,2 milljónir
10. Pólland 1,2 milljónir
-
15. Ísland 810 þúsund
María Ólafs, Friðrik Dór og íslenski hópurinn í Eurovision lagði af stað til Vínarborgar í vikunni. Fyrsta æfing hópsins var í gær, fimmtudag. Ljósmynd/Hari
Kópa Libre í Hamraborginni
Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson, Blaz Roca, mun
standa fyrir tónlistar- og matarveislu í Hamraborg
í Kópavogi í lok ágúst. Erpur, sem uppalinn er í Kópa-
voginum, hefur lengi verið einn háværasti talsmaður
Hamraborgarinnar sem hefur átt undir högg að sækja
hjá menningarvitum og fagurkerum landsins lengi.
Erpur segir staðsetninguna fullkomna fyrir þessa
tegund hátíðar og mun ásamt bæjaryfirvöldum
sjá um skipulagningu. Hátíðin hefur fengið
nafnið Kópa Libre.
Listamenn tilkynntir á
ECF
Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival
tilkynnti í vikunni hvaða listamenn koma
fram á hátíðinni í ár, en hún fer fram ár-
lega í byrjun ágúst á Hellissandi. Dagskráin
í ár er ekki af verri endanum en tónlistar-
menn á borð við: Biosphere, Hilmar Örn
Hilmarsson, Steindór Andersen, Mixmaster
Morris, Studnitzky, Stereo Hypnosis, Dj
Flugvél og Geimskip, Jónas Sen, Tonik En-
semble, Futuregrapher, Ruxpin, Skurken,
Jóhann Eiríksson og fleiri munu koma fram
á hátíðinni.
Ívar snýr aftur með
tvær sýningar
Ívar Örn Sverrisson leikari flutti til Noregs
árið 2010 ásamt fjölskyldu sinni þar
sem eiginkona hans hefur nú lokið námi
í arkítektúr. Í Noregi hefur Ívar starfað
með sjálfstæðum leikhópum svo sem
Grusomhetensteater og Jo Strømgren
Kompani, en báðir eru rótgrónir og þekktir
hópar í Noregi og Evrópu. Ívar hefur einnig
leikið í Ronju ræningjadóttur í Þjóðleik-
húsinu í Osló og tekið að sér hlutverk sem
dansari og leikari við norsku Óperuna.
Nú ber svo vel í veiði að Jo Strømgren
hópurinn er kominn hingað til lands og
sýnir þrjú verk í maímánuði. Ívar leikur
aðalhlutverkið í tveimur þeirra. Annars
vegar er um að ræða verkið The Border
sem sýnt verður í Tjarnarbíói 18. og 19.
maí kl. 20 en hins vegar Eldhúsið sem
sýnt verður í Tjarnarbíói 23. maí kl. 14. Sú
sýning hentar sérstaklega vel fyrir börn á
aldrinum 4-12 ára. Nánari upplýsingar má
fá á heimasíðu Tjarnarbíós.
Ísland-Nepal
styrktartónleikar
Samtökin Ísland-Nepal sem starfrækja
munaðarleysingjaheimili í Katmandú halda
stórkostlega tónlistarkemmtun fyrir alla
sem vilja sameinast um að leggja hönd á
plóginn og styðja við bakið á verkefninu,
laugardaginn 23. maí á Gauknum. Mikið
af besta tónlistarfólki landsins mun koma
fram á samkomu fólki til skemmtunar.
Sumir hafa ekki komið fram árum saman
og gera það nú af þessu sérstaka tilefni.
Meðal þeirra sem koma fram eru Meistarar
dauðans, Q4U, Dikta, Esja og Smutty Smiff,
sem mun líka stjórna uppboði þar sem
hann selur úr ljósmyndasafni sínu myndir
af fremsta tónlistarfólki heims. Tónleik-
arnir hefjast klukkan 17.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
Flott föt, fyrir flottar konur
62 dægurmál Helgin 15.-17. maí 2015