Iðnaðarmál - 01.05.1960, Side 4

Iðnaðarmál - 01.05.1960, Side 4
i^ýramiíbarltorfur Eftir BRAGA HANNESSON hdl., framkvœmdastjóra Landssambands iðnaðarmanna Um það leyti sem erlendir ferða- menn og mótsgestir tóku að flykkjast til landsins í sumar, kom út bók hjá Almenna bókafélaginu, sem ber heit- ið: Dagbók í íslandsferð 1810, eftir Henry Holland. Það er mjög skemmtilegt að lesa þessa bók einmitt núna og bera lýs- ingar hennar á landi og þjóð saman við lýsingar þeirra erlendu ferða- manna, sem sóttu landið heim 150 árum síðar. Glöggt er gests augað, segir máls- hátturinn, og eitt er víst, að eftir- minnilegastar eru lýsingar sannorðra erlendra manna á þjóðinni, hvort sem þær fjalla um örbirgðina fyrir 150 árum eða framkvæmdirnar nú. Eitt af því, sem enski læknirinn Henry Holland skoðaði á ferð sinni hérlendis 1810, var Leirárgarðaprent- smiðjan. Hann segir, að þá hafi unn- ið þar tveir menn að staðaldri við prentverkið. Prentsmiðjuhúsinu lýsir bann svo, að það hafi verið hinn mesti garmur, staðið út í mýri og líkzt mest ensku kotbýli. Prentsvertan var búin til þar á staðnum úr lampa- sóti og olíu. Lýsing á þessari fátæklegu prent- smiðju er mjög merkileg, þegar hún er borin saman við það, að nú starfa í landinu um 40 prentsmiðjur, búnar ágætum vélum, og á fjórða hundrað iðnlærðir prentarar. En hugleiðingar um þau stakka- skipti, sem orðin eru í atvinnumálum þjóðarinnar og lífskjörum, hljóta einnig að vekja umhugsun um fram- tíðina. Engum blandast hugur um, að möguleikar okkar til að sækja fram á við til aukinnar velmegunar séu miklir. En sú sókn hlýtur öðru fremur að beinast að því að auka verðmæti og fjölbreytni útflutningsafurðanna, efla iðnaðinn, nota betur nútímatækni og vísindi í þjónustu atvinnuveganna og afla fleiri markaða fyrir útflutn- inginn. A Norðurlöndum hefur verið lögð mikil áherzla á endurbætur á fram- leiðsluháttum og skipulagningu. Reynslan hefur líka sýnt, að fé það, sem varið hefur verið til þeirra hluta, hefur skilað ríflegum arði í aukinni framleiðslu. í Noregi hefur farið fram rannsókn á því, hvað þjóðar- framleiðslan ykist annars vegar með aukinni fjárfestingu, en hins vegar með endurbótum á framleiðsluháttum. Rannsóknin leiddi í Ijós, að fjárfest- ing, sem eykur verðmæti framleiðslu- tækja þjóðarinnar um 1%, leiðir til 0,2% aukningar á þjóðarframleiðsl- unni, en endurbætur á skipulagi og framleiðsluháttum auka þjóðarfram- leiðsluna um 1,8% við sömu aðstæð- ur þar í landi. Þessar tölur eru mjög athyglisverð- ar fyrir okkur vegna þess, að sú skoð- un hefur almennt verið ríkjandi hér, að aukin fjárfesting væri einhlít til þess að auka framleiðsluna. Það er staðreynd, að lífskjör al- mennings í hinum ýmsu löndum heims eru þeim mun betri sem iðnað. urinn er öflugri, enda hefur lífskjara- bilið breikkað milli iðnaðarþjóðanna og þeirra þjóða, sem framleiða ein- göngu bráefni. Aukin iðnvæðing Fyrir tveimur áratugum töldu margir vafa leika á því, hvort íslend- ingar skvldu stefna að því að vinna úr afurðum landbúnaðar og sjávarút- vegs. Þá var einnig véfengt, að iðnað- ur, sem ynni úr innfluttu hráefni, ætti tilverurétt. Reynslan hefur rutt þessari vantrú úr vegi, bæði okkar reynsla og ann- arra. Þannig hefur fiskiðnaður okkar stóraukið verðmæti útflutningsins, og iðnaður, sem vinnur úr afurðum landbúnaðar, hefur einnig gert afurð- irnar verðmætari og fjölbreyttari til neyzlu innanlands. Jafnframt hefur annar iðnaður aukizt mjög, og við það hafa raunverulegar gjaldeyris- tekjur farið vaxandi. Hitt er svo annað mál, að fiskiðn- aður okkar hefur verið alltof einhliða, enda er mikið um það rætt núna, 76 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.