Iðnaðarmál - 01.05.1960, Blaðsíða 17

Iðnaðarmál - 01.05.1960, Blaðsíða 17
Þakplötur úr bylgjuplasti íestar saman með rennilási Sköruð samskeyti óþörf. Gegnlýsandi bylgjuplötur, gerðar úr „polyester“ og trefjagleri, eru venjulega settar saman á þann hátt, að samskeytin eru sköruð. Sú aðferð hefur þann ókost, að hluti af efninu nýtist ekki og dimmar, ógagnsæjar ræmur myndast á hinum sköruðu samskeytum og ryk og óhreinindi geta safnazt þar fyrir. Ný gerð af renniræmum gerir fært að stúfskeyta plöturnar og tryggja um leið þéttleika samskeytanna. Ræman, sem er með láréttu H-krossstykki, er látin á sinn stað, þannig að kross- stykkið gengur inn á milli brúnanna á plötunum og lásvariranr leggjast þétt að þeim, bæði að ofan og neðan. Ræman er dregin í með sleða, svipuð- um þeim, sem notaður er í venjuleg- um rennilási. Hann er með tveimur oddhvössum nefjum, sem ganga inn í hliðargrópin og þrýsta neðri vörun- ar honum aftur í oxide-formi, sem myndar svart merki. Jafnstraumur myndar hvítt merki með ætingu eða svart merki með húðun, eftir því hvernig skautin eru sett. Merkið, sem setja skal, er markað af stensli, og ef um einfalda stafagerð er að ræða, má nota ritvél. um saman til að þvinga þær gegnum bilið milli brúnanna. Sleðinn er dreg- inn eftir samskeytunum með hæfilega löngum streng. Það er mjög auðvelt að leggja plöt- urnar og skeyta þær saman. Þær eru festar á langböndin á venjulegan hátt með því að skrúfa gegnum næstsíð- ustu bylgjuna, og er skilið eftir 10 mm bil milli samliggjandi platna. Sleðanum er komið fyrir milli rand- anna við endana og hann dreginn yfir rifuna. Framleiðandi er Scobalit A. G., Ziirich, Sviss. Ur „Kunststoffmarkt“, no. 4, 1960. E.T.D. no. 3812. Varanleg merki á yfirborði málma Þegar marka þarf á yfirborð málm- hluta t. d. vörumerki eða aðrar upp- lýsingar, getur verið varhugavert að beita höggum eða þrýstingi, og má þó nota kemísk efni eða rafmagn til að framkalla merkin. Gert hefur verið „rafkemískt“ áhald, sem sameinar báðar aðferðirn- ar í einföldu tæki, þannig að hægt er að velja þá merkingaraðferð, sem bezt hentar hverjum málmi. Nota má hvort heldur víxlstraum eða jafn- straum, og í síðara tilfellinu eru skautin skiptanleg. Sé víxlstraumur notaður, ásamt viðeigandi blöndu af brennisteins- sýru, nemur hann burt málm og skil- Merki af þessari gerð þola 600° hita á C og eru sýnileg, þótt hluturinn sé húðaður á eftir. Framleiðandinn er: Electromark Ltd., Harlequin Ave., Great West Road, Brentford, Middlesex, England. Úr „Industrial Finishing", maiz 1960. — DSIR Tehnical Digest no. 1197, ágúst 1960. Fallmotta fyrir tunnuaffermingu Þegar tunnum er velt niður af vöru- palli flutningavagna, er nauðsynlegt að hafa einhvers konar mottu til að IÐNAÐARMÁL 89

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.