Iðnaðarmál - 01.04.1961, Side 2

Iðnaðarmál - 01.04.1961, Side 2
Breyíing á síarfsregluiii IMSÍ (2ög um verUstjóratiámskeib Axel Kristjánsson Benedikt Gröndal Björgvin Frederiksen Björn Bjarnason Harry O. Frederiksen Magnús J. Brynjólfsson llinn 5. apríl s.l. gerði iðnaðarmálaráðu- neytið þá breytingu á starfsreglum Iðnaðar- málastofnunar Islands frá 20. maí 1957 að veita tveimur nýjum samtökum aðild að stjórn stofnunarinnar. Þessir nýju aðilar eru Alþýðusamband Islands, sem hefur tilnefnt Björn Bjarnason sem fulltrúa sinn, og Vinnuveitendasamband Islands, sem hefur tilnefnt Benedikt Grönc'al verkfræðing. Fyrir í stjórn stofnunarinnar voru þeir Axel Kristjánsson form., skipaður án til- nefningar af ráðherra, Björgvin Fredriksen fulltrúi Landsambands iðnaðarntanna, Harry Fredriksen fulltrúi Sambands ísl. samvinnufélaga, Magnús .1. Brynjólfsson fulltrúi Verzlunarráðs íslands, Oskar Hall- grímsson fulltrúi Iðnsveinaráðs A.S.l. og Sveinn Guðmundsson fulltrúi Félags ísl. iðnrekenda. c D Á síðasta Alþingi voru samþykkt lög um verkstjóranámskeið. Þar sem IÐNAÐARMÁL þykjast þess fullviss, að margir lesendur hafi áhuga á verk- stjórnarfræðslu telja þau rétt að birta lögin í heild. LÖG um verkstjóranámskeid. Forseti Islands gjörir kunnugt: Alþingi hef- ur fallizt á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu: 1. gr. Halda skal, að fengnu samþykki ráð- herra, námskeið í verkstjórn árlega, eða oft- ar, ef þörf krefur. 2. gr. Stjórn námskeiðanna annast þrír menn, sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn, samkvæmt tilnefningu Verkstjórasambands íslands, Vinnuveitendasambands Islands og Iðnaðarmálastofnunar Islands. Ráðherra skipar formann námskeiðsstjórnar úr hópi tilnefndra stjórnarmanna. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ráðherra iðnaðarmála fer með yfirstjórn þessara mála. 3. gr. Ráðherra ákveður með reglugerð inn- tökuskilyrði á námskeiðin. 4. gr. Ráðherra setur ákvæði um það með reglugerð, að fengnum tillögum Verkstjóra- sambands íslands, Vinnuveitendasambands Islands og Iðnaðarmálastofnunar íslands, hvaða námsgreinar skuli kenna og hverjar prófkröfur skuli vera, svo og um það, hvern- ig kennslu, prófum, einkunnagjöf og útgáfu prófskírteina skuli hagað, um skólagjald og annað, er að kennslu og undirbúningi lýtur. 5. gr. Próf skulu haldin að lokr.u námskeiði. Ráðherra skipar prófdómendur, að fengn- um tillögum stjórnar námskeiðanna. Skýrslur um prófið, ásamt fullu nafni hvers próftaka, fæðingarstað, degi og ári, svo og einkunnum þeim, sem hann hefur h.lotið, skal rita í bækur, sem ráðuneytið löggildir til þess. Prófdómendur og stjóm rámskeiðanna skulu staðfesta skýrslumar með undirskrift sinni. 6. gr. Stjórn verkstjóranámskeiöanna skal hai \ samstarf við samtök framleiðenda og aðra aðila, sem hagsmuna hafa að gæta, og gera árlega tillögur um, hvar, hvenær og með hvaða sniði verkstjóranámskeið skulu hald- in næsta ár á eftir. Kostnaðaráætlun skal fylgja slíkum til- lögum hverju sinni. Iðnaðarmálastofnun íslands skal annast framkvæmd námskeiðanna í umboði nám- skeiðsstjórnar og hafa á hendi fjárreiður þeirra og varðveita gögn þau og muni, sem námskeiðunum tilheyra. 7. gr. Jafnframt verkstjóranámskeiðum skal stjórn námskeiðanna heimilt að starfrækja bréfaskóla í verkstjórn, ef henta þykir. 8. gr. Kostnaður við verkstjóranámskeið og bréfaskóla samkvæmt lögum þessum greið- ist úr ríkissjóði, eftir því sem fé er veitt í fjárlögum. 9. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört í Reykjavík, 29. marz 1961. Asgeir Asgeirsson. (L. S.) Bjarni Benediktsson. Stjórn námskeiÖanna hefur nú ver- ið skipuð í samræmi við 2. gr. lag- anna, og eiga þessir menn sæti í henni: samkvæmt tilnefningu Verk- stjórasambands íslands Adolf Peter- sen og til vara Þórður Þórðarson, samkvæmt tilnefningu Vinnuveitenda- sambands íslands Gústaf E. Pálsson og til vara Óttar Hansson og sam- kvæmt tilnefningu Iðnaðarmálastofn- unar Islands Axel Kristjánsson og til vara Óskar Hallgrímsson. Ráð- herra hefur skipað Gústaf E. Pálsson til að gegna störfum formanns nám- skeiðsstjórnar og Adolf Petersen til vara. Ráðherra iðnaðarmála fer með yfirstjórn þessara mála, eins og íekið er fram í 2. gr. Ætlazt er til, að Iðn- aðarmálastofnun Islands annist fram- kvæmd námskeiðanna í umboði nám- skeiðsstjórnar og hafi á höndum fjár- reiður þeirra, eins og fram kemur í 6. gr. S. B. Sveinn Guðmundsson 58 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.