Iðnaðarmál - 01.04.1961, Side 5
'Gftti
Breyting á starfsreglum IMSÍ . 58
Lög um verkstjóranámskeið ... 58
Vinnurannsóknir og ákvæðis-
vinna. Forustugrein.......... 59
Vinnurannsóknir og vandamál
við framkvæmd þeirra....... 60
Ný frystitækni ................ 63
Launagreiðslur eftir afköstum . 64
Reglur um framkvæmd vinnu-
rannsókna ................... 65
Tafia um eiginleika, mótun og
verð helztu plastefna........ 67
Nýjung í bifreiðaþjónustu .... 68
Má auka sjálfvirkni í íslenzkum
iðnaði? ..................... 70
Þjóðhagslegt gildi neyzluvöru-
iðnaðarins .................. 71
Nytsamar nýjungar ............. 73
Utflutningsskóli Noregs tekur
til starfa................... 78
Höfum við efni á fleiri tæknisér-
fræðingum? .................. 79
Starfsmannaskipti ............. 79
Forsíða: Mosaikmynd Ferrós í and-
dyri Iðnskólans. — Ljósm.: Gunn-
ar Rúnar. Teikn.: Sveinn Bjöms-
son.
Endurprentun háð leyfi útgefanda.
Ritstjórn:
Loftur Loftsson,
Sveinn Björnsson (ábyrgðarm.),
Þórir Einarsson.
Útgefandi:
Iðnaðarmáiastofnun tslands,
Iðnskólahúsinu,
Skólavörðutorgi, Reykjavík.
Pósthólf 160. Sími 19833-^1.
Áskriftarverð kr. 100,00 árg.
PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF
V______________________________________V
Iðnaðarmal
8. ÁRG. 1961 • 4. HEFTI
Vinnuranns^nir og áhvæðisvima
Á síSasta þingi var samþykkt þingsályktun þess efnis, að framkvæmd skyldi
rannsókn á hagkvæmni aukinnar ákvæðisvinnu hér á landi. Rannsókn þessi,
sem hefur verið falin Iðnaðarmálastofnun íslands, á rætur sínar að rekja til
þingsályktunartillögu, sem er að vissu leyti táknræn fyrir vaxandi áhuga á
ákvæðisvinnu hér á landi.
Nú mun það vera svo, að flestir séu sammála um, að æskilegt sé, að fólk í
sem flestum atvinnugreinum fái greitt kaup eftir árangri vinnunnar, þ. e. a. s.,
að sá, sem vill auka afköst sín, eigi þess kost að njóta aukins vinnuframlags
í hærri kaupgreiðslu. Um hitt geta aftur á móti verið skiptar skoðanir, hvernig
ákveða skuli eðlileg afköst eða staðalafköst og sömuleiðis, hver það skuli gera.
Til að auðvelda meðferð slíkra vandamála hafa landssambönd vinnuveit-
enda og verkalýðsfélaga í nágrannalöndunum komið sér saman um reglur
þar að lútandi. Annars staðar í þessu hefti er birt lausleg þýðing á norsku
reglunum. Við yfirlestur þeirra dylst engum mikilvægi þess, að grundvöllur
ákvæðisvinnunnar sé bundinn með heilbrigðum, kerfisbundnum vinnubrögð-
um til að girða fyrir tortryggni og ónákvæmni. Þau vinnubrögð, sem hér um
ræðir, eru fólgin í tækni, sem á íslenzku hefur verið nefnd vinnurannsóknir
(arbeidsstudier, work study).
Ef að líkum lætur og Islendingar hyggjast auka í vaxandi mæli notkun
ákvæðisvinnufyrirkomulagsins, virðist ekki eingöngu nauðsynlegt, að heildar-
reglur verði settar um grundvöllun ákvæðisvinnunnar, heldur, og ef til vill enn-
fremur, að við eignumst nokkurn hóp manna, sem öðlazt hafa sérþjálfun í
framkvæmd vinnurannsókna. Á hausti komanda er ráðgert að hefja á vegum
Iðnaðarmálastofnunar íslands í samráði við Stjórnunarfélag íslands þjálfun
15—20 manna í vinnurannsóknartækni, ef næg þátttaka fæst. Takist þessar
ráðagerðir svo sem efni standa til, ættu vinnurannsóknir að geta hafizt hér að
nokkru ráði haustið 1962, er þjálfun þessara manna lýkur.
Oðrum þræði beinast vinnurannsóknir að vinnuaðferð í þeim tilgangi að hag-
ræða það starf, sem til athugunar er, með því að rannsaka vinnustað, vélar og
verkfæri og staðsetningu þeirra, efni, flutninga, vinnuskilyrði og annað, sem
máli skiptir, í því skyni að gera vinnuaðferðina einfaldari og þægilegri við-
fangs og ákveða hagkvæmustu aðferðina við framkvæmd vinnunnar. Augljóst
er, að þetta hefur í sjálfu sér sjálfstæðan tilgang án tillits til þess, hvort notast
eigi við árangurinn sem undirbúning að vel skipulögðu ákvæðisvinnukerfi. Sé
slíkt hins vegar tilgangurinn, taka þessu næst við tímarannsóknir, sem miða
að því að ákveða eðlileg afköst eða staðalafköst, en þau má telja, að séu fólgin
í vinnu þjálfaðs verkamanns, sem kunnugur er vinnuaðferð, verkfærum, vél-
um og vinnur með góðum hraða, sem unnt er að halda án þess, að hún geti á
nokkum hátt skaðað heilsu starfsmannsins.
Það ætti að vera augljóst, að það er jafnt hagsmunamála launþega sem
vinnuveitenda að ákvæðisvinnugrundvöllur verði í framtíðinni jafnan byggð-
ur á vinnrannsóknum, þegar því verður við komið. Óhjákvæmileg forsenda
fyrir því, að svo geti orðið, er, að þessir aðilar geri sér grein fyrir mikilvægi
Framh. á 79. bls.
I ÐNAÐARMÁL
59