Iðnaðarmál - 01.04.1961, Qupperneq 7

Iðnaðarmál - 01.04.1961, Qupperneq 7
vinna saman í einum flokki, er það mikilvægt, að starfinu sé skipt jafnt á milli einstaklinga og að tilhögun við vinnuna sé slík, að ekki verði langir og óþarfir biðtímar, eins og oft vill verða, þar sem unnið er í flokkum. Tímarannsókn er ennfremur það tæki, sem venjulega er notað til að finna hagkvæmustu lausn, þegar tekin skal ákvörðun um, hve margra véla einn maður á að gæta, t. d. í vefnaðariðn- aðinum, þar sem vandinn er sá að fá sem mesta framleiðslu og vélanýtingu og sem minnsta vélastöðvun og minnstan vinnutíma. Það er þörf fyrir tímaupplýsingar vegna skipulagsstarfa, afhendingar- tíma, verðreikninga og afkastatalna fyrir vélar og starfslið. Þegar menn hafa komið fram áformum, sem miða að því að gera hin rekstrartæknilegu skilyrði eins góð og talið er fært, má taka tímarannsóknir í notkun í sam- bandi við samningu á nýju launa- kerfi. Mjög eindregið skal ráðið frá því að hefjast handa um að koma á nýju launakerfi án þess að hafa dreg- ið upp, sundurgreint og reynt að end- ur bæta ríkjandi aðferðir. Að hrinda af stað launakerfi án slíkrar undir- búningsvinnu getur mjög hæglega leitt til þess, að menn dragi með sér „gamlar syndir“, sem erfiðara verði að losna við eftir en áður. Launakerfi, hvort sem það byggist á uppbótum (bonus), ákvæðisvinnu eða öðru launafyrirkomulagi, skal hafa það að markmiði að vekja áhuga verkamannsins fyrir árangursríkari nýtingu vinnutímans, með því að gefa honum kost á auknum launatekjum. Fyrir hvorugan aðilann getur slíkt launakerfi orðið árangursríkt eða fullnægjandi, án þess að beitt sé tíma- rannsóknum eða öðrum aðferðum til kerfisbundinnar tímaákvörðunar. Að öðrum kosti lenda menn út í ógöngur þær, er nefndar hafa verið „gúmí- akkorð“, „hestaprang“, „þaklögð á- kvæði“ o. fl. Með notkun tímarannsókna, fram- kvæmdum af kunnáttumönnum, verða tímamörkin hlutlaus og einhlít- ur mælikvarði, sem tekur aðeins mál af verkinu, og launin fyrir hverja vinnustund verða einkamál starfsfólks og vinnuveitenda. Til að sýna fram á, hve áætlun, eins og hér hefur verið nefnd, getur verið mikilvæg, má nefna árangur þann, sem Rafmagnsveitur ríkisins hafa náð á 5 ára tímabili, þegar um línulagn- ingu er að ræða. Árið 1955 hófu Raf- magnsveitur ríkisins hagræðingar- starfsemi á breiðum grundvelli, bæði á sviði viðskipta og tækni, svo sem í birgðamálum, flutningastarfsemi og línulagningu. Við línulagninguna var farið að á hinn venjulega hátt: Fram- kvæmdar voru vinnuaðferðaathugan- ir (metodestudier), með og án tíma- rannsókna, gerðar tillögur um nýjar vinnuaðferðir, er síðan voru ræddar og hrundið í framkvæmd, ef talið var henta. Maður var menntaður og þjálf- aður í vinnurannsóknum, verkstjórar, flokkstjórar, trúnaðarmenn og verk- fræðingar látnir sækja námskeið og fræðslufundi, þar sem fjallað var um hagræðingu, tímarannsóknir, áætlan- ir og tæknileg vandamál. Á þessum grundvelli var svo ákveðið að fá fram tölur, er byggðar væru á tímarann- sóknum við línulagninguna, með til- liti til útreikninga, áætlana, notkunar ókunnra verktaka og launakerfis, er hefði örvandi áhrif á afköstin. Að því er launakerfið varðar, voru farnar troðnar slóðir — að nokkru leyti beitt tímatapsrannsóknum og að nokkru leyti stuðzt við upplýsingar frá vinnu- seðlum verkstj óranna, og svo ven j uleg- ar tímarannsóknir á hinum virku tím- um. Á grundvelli tímarannsóknagagn- anna voru reiknaðir úr grunntímar (elementtider) fyrir hinar mismun- andi tegundir vinnu og tímarnir settir upp á lista, þannig að út frá hinni mismunandi línusérgreiningu mátti reikna, hve langan tíma það tæki að jafnaði að fullgera hina einstöku línu. Gerð var tillaga um uppbótarkerfi (bonussystem) og lögð fyrir verka- mennina og trúnaðarmenn þeirra vor- ið 1958. Eftir að samkomulag hafði orðið um fyrirkomulag til reynslu, var fyrsta línan lögð, þar sem laun voru greidd eftir hinu nýja kerfi. Til- raunalínan leiddi í ljós, að æskilegt var að gera vissar fullnaðarrannsókn- ir. Þeim var því haldið áfram vorið 1959, og ný tilraunalína lögð síðsum- ars. I þetta skipti varð árangurinn fyllilega viðunandi, en Rafmagnsveit- ur ríkisins héldu áfram og vinna enn að rannsóknum og endurbótum á kerfinu, fremur vegna þeirrar óskar að gera kerfið sem fullkomnast en að nokkur þörf sé á að leiðrétta tíma- ákvarðanirnar. Árið 1960 var svo byrjað á uppbótarfyrirkomulagi fyrir alla flokka, eftir að verkstjórar og aðrir yfirmenn vinnuframkvæmda höfðu hlotið kennslu og þjálfun í kerf- inu á stuttu, sameiginlegu námsskeiði. Við lagningu á einni línu árið 1959 og átta línum árið 1960, er allar voru gerðar eftir hinu nýja launakerfi og með þeim kostum, sem breyttar vinnulagsaðferðir höfðu í för með sér, sýnir árangurinn, að í saman- burði við átta samsvarandi línur, gerðar á árunum 1955, 1956 og 1957, hefur náðst 25—28% lækkun á tölu vinnustunda, en verkamennirnir hafa aftur á móti hlotið 23% uppbót á tímakaup sitt. Hér verður að láta þess getið, að notkun tímarannsókna á slíku sviði hefur mér vitanlega ekki átt sér stað í Noregi að heitið geti. Vinnan og aðstæður allar í heild gera mjög torvelt að beita hreinni ákvæðis- vinnu. Það myndi verða of langt mál hér að gera samanburð á hreinni ákvæðisvinnu og uppbótum, kostum þeirra og göllum. En nauðsynlegt er að benda á, að það er miklu auðveldara að byggja upp ákvæðis- eða uppbótakerfi í al- gengum iðnaði eða fyrir venjuleg störf, sem unnin eru innan dyra á föstum vinnuplássum og við næstum sömu vinnuskilyrði allt árið. Með kerfisbundnum vinnurannsóknum og tímarannsóknum má með fullri vissu gera ráð fyrir, að unnt sé að ná 20— 30% framleiðsluaukningu. Vandamál við að koma á tímarann- sóknum Að því er varðar þessi vandamál, verð ég að hafa í huga norskar að- stæður og reynslu mína af þeim. Litið hefur verið á klukkuna sem tákn — ekki aðeins fyrir tímarann- IÐNAÐARMÁL 61

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.